Kettir með kaffinu og hundar í Strætó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:00 Viðburðaríkur dagur í lífi margra dýravina er að baki þar sem gæludýr voru í fyrsta sinn boðin velkomin í Strætó og kattakaffihús var opnað í miðbænum. Spói var einn fyrsti ferfætti ferþegi Strætó en hann fékk far með vagni frá Hamraborg að heimili sínu í Kópavogi. Eigandinn segir ferðina hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að Spói hafi verið örlítið óöruggur enda óvanur ferðamátanum. „En hann mun örugglega venjast fljótt af því að ég mun örugglega nota þetta heilmikið," segir Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga. „Mér finnst þægilegt að geta fengið far með strætó niður í bæ og geta síðan tekið vagninn frá einhverjum öðrum stað heim." Hún segir Spóa hafa hlotið góðar viðtökur í Strætó. „Áðan var ung stúlka sem var voða glöð og spurði hvort hún mætti taka mynd af okkur." Heimildin fyrir gæludýr í Strætó var einungis veitt til eins árs og verða þau að ferðast utan álagstíma. Dýrin mega ekki vera í strætó á milli klukkan sjö og níu á morgnana og frá þrjú til sex síðdegis. Jórunn telur þessar takmarkanir óþarfar. „Ég þarf að hafa fyrra fallið á mér ef ég ætla í bæinn svo ég sé örugglega búin að skila mér heim áður en útivistartímanum lýkur," segir Jórunn glettin. Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga.Þá var fleira um að vera í dýraheiminum í dag þar sem Kattakaffihús var opnað í Bergstaðastræti. Í október voru gerðar breytingar á reglugerð um hollustuhætti þegar hundar og kettir voru boðnir velkomnir á veitingastaði. Að sögn eigenda varð draumurinn um kattakaffihús þar með nærtækari. Á Kattakaffihúsinu verða alltaf þrír heimilislausir kettir frá samtökunum Villiköttum sem gestir geta tekið að sér. „Hugmyndin er að þú getir komið og kynnst kisunum og í kjölfarið gætuð til dæmis þú og Fabio orðið sambýlingar," segir Ragnheiður Birgisdóttir, annar eigenda, og bendir á svarta köttinn Fabio sem er einn af núverandi íbúum kaffihússins. „Kettir eru líka mjög róandi. Þannig ef þig langar í kaffibolla og klappar kisu aðeins í leiðinni er mjög líklegt að þér líði betur yfir daginn," segir Gígja Björnsson, meðeigandi. Það var fjölmennt í dag og voru gestir hæstánægðir. „Ég er bara ótrúlega ánægð með þetta og ótrúlega spennt," segir Sandra Zak, gestur á kaffihúsinu. Er þetta góð viðbót í kaffihúsaflóruna? „Já alveg pottþétt og kettirnir eru bara líka svo ótrúlega krúttlegir," segir Sandra. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Viðburðaríkur dagur í lífi margra dýravina er að baki þar sem gæludýr voru í fyrsta sinn boðin velkomin í Strætó og kattakaffihús var opnað í miðbænum. Spói var einn fyrsti ferfætti ferþegi Strætó en hann fékk far með vagni frá Hamraborg að heimili sínu í Kópavogi. Eigandinn segir ferðina hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að Spói hafi verið örlítið óöruggur enda óvanur ferðamátanum. „En hann mun örugglega venjast fljótt af því að ég mun örugglega nota þetta heilmikið," segir Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga. „Mér finnst þægilegt að geta fengið far með strætó niður í bæ og geta síðan tekið vagninn frá einhverjum öðrum stað heim." Hún segir Spóa hafa hlotið góðar viðtökur í Strætó. „Áðan var ung stúlka sem var voða glöð og spurði hvort hún mætti taka mynd af okkur." Heimildin fyrir gæludýr í Strætó var einungis veitt til eins árs og verða þau að ferðast utan álagstíma. Dýrin mega ekki vera í strætó á milli klukkan sjö og níu á morgnana og frá þrjú til sex síðdegis. Jórunn telur þessar takmarkanir óþarfar. „Ég þarf að hafa fyrra fallið á mér ef ég ætla í bæinn svo ég sé örugglega búin að skila mér heim áður en útivistartímanum lýkur," segir Jórunn glettin. Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga.Þá var fleira um að vera í dýraheiminum í dag þar sem Kattakaffihús var opnað í Bergstaðastræti. Í október voru gerðar breytingar á reglugerð um hollustuhætti þegar hundar og kettir voru boðnir velkomnir á veitingastaði. Að sögn eigenda varð draumurinn um kattakaffihús þar með nærtækari. Á Kattakaffihúsinu verða alltaf þrír heimilislausir kettir frá samtökunum Villiköttum sem gestir geta tekið að sér. „Hugmyndin er að þú getir komið og kynnst kisunum og í kjölfarið gætuð til dæmis þú og Fabio orðið sambýlingar," segir Ragnheiður Birgisdóttir, annar eigenda, og bendir á svarta köttinn Fabio sem er einn af núverandi íbúum kaffihússins. „Kettir eru líka mjög róandi. Þannig ef þig langar í kaffibolla og klappar kisu aðeins í leiðinni er mjög líklegt að þér líði betur yfir daginn," segir Gígja Björnsson, meðeigandi. Það var fjölmennt í dag og voru gestir hæstánægðir. „Ég er bara ótrúlega ánægð með þetta og ótrúlega spennt," segir Sandra Zak, gestur á kaffihúsinu. Er þetta góð viðbót í kaffihúsaflóruna? „Já alveg pottþétt og kettirnir eru bara líka svo ótrúlega krúttlegir," segir Sandra.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira