Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2018 10:45 Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Vísir/GVA Tveir til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru því fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að alls hefðu fjórir menn verið handteknir vegna málsins. Tveir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á þriðjudag vegna gruns um innbrot og tveir til viðbótar í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna að morgni þriðjudags eftir að ábending barst frá árvökulum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis á þriðjudag barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. Allir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Lögreglan gerði tvær húsleitir vegna málsins í gær og fann þar þýfi, skartgripi og peningar, upp á nokkrar milljónir króna. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði við Stöð 2 í gær að mennirnir væru ekki með íslenska kennitölu sem segir lögreglu að þeir hafi ekki dvalið hér. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er enn þá hvort málin tengist. „Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli,“ sagði Skúli í fréttum Stöðvar 2 í gær. Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 „Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. 15. febrúar 2018 22:07 Vel skipulögð innbrot á Vesturlandi tilkynnt til lögreglu Íbúar beðnir að vera á varðbergi og lögreglan boðar hert eftirlit. 26. febrúar 2018 12:20 Tveir innbrotsþjófar handteknir í Garðabæ Rannsókn málsins er á frumstigi. 27. febrúar 2018 11:33 Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. 28. febrúar 2018 20:48 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Tveir til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru því fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að alls hefðu fjórir menn verið handteknir vegna málsins. Tveir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á þriðjudag vegna gruns um innbrot og tveir til viðbótar í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna að morgni þriðjudags eftir að ábending barst frá árvökulum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis á þriðjudag barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. Allir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Lögreglan gerði tvær húsleitir vegna málsins í gær og fann þar þýfi, skartgripi og peningar, upp á nokkrar milljónir króna. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði við Stöð 2 í gær að mennirnir væru ekki með íslenska kennitölu sem segir lögreglu að þeir hafi ekki dvalið hér. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er enn þá hvort málin tengist. „Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli,“ sagði Skúli í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 „Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. 15. febrúar 2018 22:07 Vel skipulögð innbrot á Vesturlandi tilkynnt til lögreglu Íbúar beðnir að vera á varðbergi og lögreglan boðar hert eftirlit. 26. febrúar 2018 12:20 Tveir innbrotsþjófar handteknir í Garðabæ Rannsókn málsins er á frumstigi. 27. febrúar 2018 11:33 Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. 28. febrúar 2018 20:48 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17
„Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. 15. febrúar 2018 22:07
Vel skipulögð innbrot á Vesturlandi tilkynnt til lögreglu Íbúar beðnir að vera á varðbergi og lögreglan boðar hert eftirlit. 26. febrúar 2018 12:20
Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. 28. febrúar 2018 20:48