Erlent

„Vinsæll og vel liðinn“ húsvörður játar tugi nauðgana

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglumenn komust á sporið í síðustu viku.
Lögreglumenn komust á sporið í síðustu viku. Vísir/Getty
Franskur karlmaður á sextugsaldri var handtekinn á mánudag, grunaður um að hafa ráðist á og nauðgað um fjörutíu konum á áratuga tímabili.

Maðurinn, sem starfaði sem húsvörður, var handtekinn þegar lögreglu tókst að rekja bílnúmer til hans eftir að konu hafði verið nauðgað í nágrannaríkinu Belgíu. DNA-sýni úr manninum pössuðu síðan við fjölda annarra nauðgana í gegnum árin og nú hefur hann játað að hafa nauðgað um fjörutíu konum frá byrjun tíunda áratugar síðustu aldar.

Maður er sagður vera einhver alræmdasti raðnauðgari í sögu Frakklands. Hann hefur verið nafngreindur sem Dino Scala en maður undir því nafni var handtekinn árið 1996 í tengslum við rannsókn á 19 nauðgunum. Fjöldi þolenda hans þá voru stúlkur undir 18 ára aldri.

Maðurinn bjó í smábænum Pont-sur-Sambre. Þar búa um 2500 manns og segja vinir og samstarfsmenn mannsins að afhjúpunin hafi komið þeim í opna skjöldu. Maðurinn hafi verið „vinsæll“ og „vel liðinn“ í hinu litla bæjarfélagi og meðal annars gegnt forstöðumennsku í fótboltafélagi bæjarins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×