Raðar inn mörkum á Ítalíu en íslensku strákarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 10:30 Mauro Icardi fagnar marki með Internazionale. Vísir/Getty Argentínski framherjinn Mauro Icardi hefur skorað átján mörk fyrir Internazionale í ítölsku deildinni á þessu tímabili og er annar markahæsti maðurinn í Seríu A. Íslenska landsliðið þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa stoppa þennan öfluga framherja á HM ef marka má fréttir frá Argentínu. Fjölmiðlakonan, Luciana Rubinska á Fox Sports Argentina, hefur heimildir fyrir því að landsliðsþjálfarinn Jorge Sampaoli, ætli ekki að velja einn heitasta sóknarmann ítölsku deildarinnar í HM-hóp sinn.Mauro Icardi will reportedly not be included in Argentina's 2018 World Cup squad, due to low performance and bad relationships with team mates. Imagine if England could afford to leave a player like that out! pic.twitter.com/1Un7wJP6Zr — Team FA (@TeamFA) February 28, 2018 Tvær ástæður eru gefnar upp í frétt Lucianu. Frammistaða Mauro Icardi upp á síðakstið (hefur verið meiddur) og slæmt samband hans og annarra leikmanna í argentínska landsliðinu. Mauro Icardi hefur skorað 18 mörk í 22 deildarleikjum í vetur en sextán af mörkum hans komu í fyrstu fimmtán leikjunum. Icardi spilaði síðasta deildarleik sinn í lok janúar en var á bekknum hjá Internazionale um síðustu helgi. Jorge Sampaoli mun í dag tilkynna landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleiki á móti Ítalíu og Spáni og þar verður hvorki Mauro Icardi eða Juventus-maðurinn Paulo Dybala sem hefur líka verið að glíma við meiðsli.Mauro Icardi and Paulo Dybala expected to miss out on Argentina squad tomorrow while several English Premier League based players are set to make the team. Players from Manchester United, Chelsea, West Ham and Everton. https://t.co/jhg4XGUoP1 — Roy Nemer (@RoyNemer) February 28, 2018 Mauro Icardi er 25 ára gamall og kæmist líklega í flesta aðra landsliðshópa á HM í Rússlandi. Sögusagnir eru um að samband hans við Wöndu Nara, kærustu fyrrum leikmanns í landsliðinu, hafi gert lítið fyrir liðsandann í argentínska landsliðinu.#SerieA Classement meilleurs buteurs J26 : Immobile 23 Icardi 18 Quagliarella 17 Mertens 16 Dybala 14 Higuain 14 pic.twitter.com/AOWz81xVsj — Footballogue (@Footballogue) February 26, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Argentínski framherjinn Mauro Icardi hefur skorað átján mörk fyrir Internazionale í ítölsku deildinni á þessu tímabili og er annar markahæsti maðurinn í Seríu A. Íslenska landsliðið þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa stoppa þennan öfluga framherja á HM ef marka má fréttir frá Argentínu. Fjölmiðlakonan, Luciana Rubinska á Fox Sports Argentina, hefur heimildir fyrir því að landsliðsþjálfarinn Jorge Sampaoli, ætli ekki að velja einn heitasta sóknarmann ítölsku deildarinnar í HM-hóp sinn.Mauro Icardi will reportedly not be included in Argentina's 2018 World Cup squad, due to low performance and bad relationships with team mates. Imagine if England could afford to leave a player like that out! pic.twitter.com/1Un7wJP6Zr — Team FA (@TeamFA) February 28, 2018 Tvær ástæður eru gefnar upp í frétt Lucianu. Frammistaða Mauro Icardi upp á síðakstið (hefur verið meiddur) og slæmt samband hans og annarra leikmanna í argentínska landsliðinu. Mauro Icardi hefur skorað 18 mörk í 22 deildarleikjum í vetur en sextán af mörkum hans komu í fyrstu fimmtán leikjunum. Icardi spilaði síðasta deildarleik sinn í lok janúar en var á bekknum hjá Internazionale um síðustu helgi. Jorge Sampaoli mun í dag tilkynna landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleiki á móti Ítalíu og Spáni og þar verður hvorki Mauro Icardi eða Juventus-maðurinn Paulo Dybala sem hefur líka verið að glíma við meiðsli.Mauro Icardi and Paulo Dybala expected to miss out on Argentina squad tomorrow while several English Premier League based players are set to make the team. Players from Manchester United, Chelsea, West Ham and Everton. https://t.co/jhg4XGUoP1 — Roy Nemer (@RoyNemer) February 28, 2018 Mauro Icardi er 25 ára gamall og kæmist líklega í flesta aðra landsliðshópa á HM í Rússlandi. Sögusagnir eru um að samband hans við Wöndu Nara, kærustu fyrrum leikmanns í landsliðinu, hafi gert lítið fyrir liðsandann í argentínska landsliðinu.#SerieA Classement meilleurs buteurs J26 : Immobile 23 Icardi 18 Quagliarella 17 Mertens 16 Dybala 14 Higuain 14 pic.twitter.com/AOWz81xVsj — Footballogue (@Footballogue) February 26, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira