Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins auk þess sem grunur leikur á að starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar hafi aðstoðað þjófana við verkið.
„Það hefur farið mikill tími og mikil vinna í þetta. Við erum að móta heildarmynd af þessu öllu saman en framhaldið skýrist vonandi í vikunni,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. „Allar ábendingar sem fólk hefur um málið, stórar sem smáar, eru kærkomnar ef fólk telur sig hafa einhverjar vísbendingar eða upplýsingar.“
Frétt Stöðvar 2 um málið þann 21. febrúar má sjá hér að neðan.