Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2018 22:29 Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. Vísir/AFP Eftir að hafa sigrað rússnesku forsetaskosningarnar í dag, sagði Vladimir Pútín að það væri þvættingur að halda því fram að Rússar hafi eitrað fyrir njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Guardian greinir frá þessu. Sergei og Yuliu var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Rússa ábyrga árásinni, og í mótmælaskyni vísuðu Bretar 23 rússneskum erindrekum úr landi og í gær svöruðu Rússar Bretum í sömu mynt og vísuðu 23 breskum erindrekum úr landi. „Ég komst að þessu í gegnum fjölmiðla. Það fyrsta sem flaug í gegnum huga mér var þetta; ef þetta hefði verið taugaeitur hefði fólkið dáið samstundis,“ segir Pútín sem þvertekur fyrir það að Rússar beri á byrgð á árásinni. „Í öðru lagi búa Rússar ekki yfir slíkum efnum. Við höfum eyðilagt öll okkar efnavopn og það í viðurvist alþjóðlegra samtaka. Það gerðum við fyrst, ólíkt öðrum sem lofuðu að gera það en gengu því miður á bak orða sinna.“ Þrátt fyrir vaxandi spennu á milli Breta og Rússa segist Pútín reiðibúinn að aðstoða Breta við rannsókn málsins í Lundúnum. „Við sögðum það strax. Við erum öll af vilja gerð að aðstoða við rannsóknina en til þess að það geti gerst verðum við að finna fyrir áhuga hjá Bretum og hann höfum við ekki séð. Við höfum ekki tekið þetta af dagskránni, samvinna í málinu er vel hugsandi,“ segir Pútín. „Hver heilvita manneskja hlýtur að skilja að það væri algjört þvaður, blaður, og vitleysa fyrir Rússa að leggja upp í þessa hættuför rétt fyrir kosningar,“ segir Pútín. Úrslit kosninganna í Rússlandi liggja fyrir, Pútín tryggði sér öruggan sigur og hlaut 74 prósent atkvæða. Hann hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra landsins. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Eftir að hafa sigrað rússnesku forsetaskosningarnar í dag, sagði Vladimir Pútín að það væri þvættingur að halda því fram að Rússar hafi eitrað fyrir njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Guardian greinir frá þessu. Sergei og Yuliu var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Rússa ábyrga árásinni, og í mótmælaskyni vísuðu Bretar 23 rússneskum erindrekum úr landi og í gær svöruðu Rússar Bretum í sömu mynt og vísuðu 23 breskum erindrekum úr landi. „Ég komst að þessu í gegnum fjölmiðla. Það fyrsta sem flaug í gegnum huga mér var þetta; ef þetta hefði verið taugaeitur hefði fólkið dáið samstundis,“ segir Pútín sem þvertekur fyrir það að Rússar beri á byrgð á árásinni. „Í öðru lagi búa Rússar ekki yfir slíkum efnum. Við höfum eyðilagt öll okkar efnavopn og það í viðurvist alþjóðlegra samtaka. Það gerðum við fyrst, ólíkt öðrum sem lofuðu að gera það en gengu því miður á bak orða sinna.“ Þrátt fyrir vaxandi spennu á milli Breta og Rússa segist Pútín reiðibúinn að aðstoða Breta við rannsókn málsins í Lundúnum. „Við sögðum það strax. Við erum öll af vilja gerð að aðstoða við rannsóknina en til þess að það geti gerst verðum við að finna fyrir áhuga hjá Bretum og hann höfum við ekki séð. Við höfum ekki tekið þetta af dagskránni, samvinna í málinu er vel hugsandi,“ segir Pútín. „Hver heilvita manneskja hlýtur að skilja að það væri algjört þvaður, blaður, og vitleysa fyrir Rússa að leggja upp í þessa hættuför rétt fyrir kosningar,“ segir Pútín. Úrslit kosninganna í Rússlandi liggja fyrir, Pútín tryggði sér öruggan sigur og hlaut 74 prósent atkvæða. Hann hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra landsins.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35
Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50