Nýtt listaverk eftir Banksy til varnar Kúrdum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2018 21:08 Nýjasta verkið úr smiðju Banksy er vegglistaverk sem beinist mjög gegn yfirvöldum í Tyrklandi. Þegar borgarbúar í New York fóru á stjá á fimmtudagsmorgun blasti við þeim stórt og mikið listaverk eftir götulistamanninn Banksy. Striginn sem hann notar er jafnan óhefðbundinn en í þetta skiptið varð fyrir vali hans heil hlið húss sem stendur við Houstonstræti í Manhattan. Þetta kemur fram á vef New York Times.Frelsum Zehru DoganListaverkið er hápólitískt en með veggjalistinni beinir hann spjótum sínum að yfirvöldum í Tyrklandi fyrir að hafa handtekið blaða-og listakonuna Zehru Dogan sem er Kúrdi, búsett í Tyrklandi. Dogan var dæmd til rúmlega þriggja ára fangelsisvistar fyrir að mála kúrdíska fánann á byggingu sem var aðeins rústir einar. Tyrkneskir dómstólar mátu þetta sem svo að hún hafi haft í frammi „hryðjuverkaáróður“ með list sinni. Ein hlið hússins er alþakin rimlum og á bak við nokkra þeirra er mynd af Zehru Dogan. Neðst til hægri stendur síðan „Frelsum Zehru Dogan“.Tyrkneski fáninn dreginn að húni í miðborg Afrin.VISIR/AFPHertóku Afrín-borg í dagÍ dag gerði Tyrkneski herinn, auk sýrlenskra uppreisnarmanna, áhlaup á Afrín-hérað í Sýrlandi en svæðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Liðsmenn þjóðvarðsveitar Kúrda, YPG, hafa ýmist fallið eða þurft að hörfa. Aðgerðirnar beindust einkum gegn YPG, sem Tyrkir segja að séu hryðjuverkasamtök. Um hundrað og fimmtíu þúsund almennra borgara hafa þurft að yfirgefa Afrín-hérað á síðustu dögum eftir að Tyrkneski herinn réðist til atlögu.Óhefðbundið tjáningarform Listaverk Banksy hafa prýtt veggi um heim allan en hann kýs að fara huldu höfði. Í viðtali frá því í sumar segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, að Banksy hafi þurft að halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist væri „ekki beint“ lögleg. „Veggurinn er almenningsrými og veggjalist felur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki stað inn í listasafni heldur líka úti á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Þegar borgarbúar í New York fóru á stjá á fimmtudagsmorgun blasti við þeim stórt og mikið listaverk eftir götulistamanninn Banksy. Striginn sem hann notar er jafnan óhefðbundinn en í þetta skiptið varð fyrir vali hans heil hlið húss sem stendur við Houstonstræti í Manhattan. Þetta kemur fram á vef New York Times.Frelsum Zehru DoganListaverkið er hápólitískt en með veggjalistinni beinir hann spjótum sínum að yfirvöldum í Tyrklandi fyrir að hafa handtekið blaða-og listakonuna Zehru Dogan sem er Kúrdi, búsett í Tyrklandi. Dogan var dæmd til rúmlega þriggja ára fangelsisvistar fyrir að mála kúrdíska fánann á byggingu sem var aðeins rústir einar. Tyrkneskir dómstólar mátu þetta sem svo að hún hafi haft í frammi „hryðjuverkaáróður“ með list sinni. Ein hlið hússins er alþakin rimlum og á bak við nokkra þeirra er mynd af Zehru Dogan. Neðst til hægri stendur síðan „Frelsum Zehru Dogan“.Tyrkneski fáninn dreginn að húni í miðborg Afrin.VISIR/AFPHertóku Afrín-borg í dagÍ dag gerði Tyrkneski herinn, auk sýrlenskra uppreisnarmanna, áhlaup á Afrín-hérað í Sýrlandi en svæðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Liðsmenn þjóðvarðsveitar Kúrda, YPG, hafa ýmist fallið eða þurft að hörfa. Aðgerðirnar beindust einkum gegn YPG, sem Tyrkir segja að séu hryðjuverkasamtök. Um hundrað og fimmtíu þúsund almennra borgara hafa þurft að yfirgefa Afrín-hérað á síðustu dögum eftir að Tyrkneski herinn réðist til atlögu.Óhefðbundið tjáningarform Listaverk Banksy hafa prýtt veggi um heim allan en hann kýs að fara huldu höfði. Í viðtali frá því í sumar segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, að Banksy hafi þurft að halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist væri „ekki beint“ lögleg. „Veggurinn er almenningsrými og veggjalist felur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki stað inn í listasafni heldur líka úti á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira