Nýtt listaverk eftir Banksy til varnar Kúrdum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2018 21:08 Nýjasta verkið úr smiðju Banksy er vegglistaverk sem beinist mjög gegn yfirvöldum í Tyrklandi. Þegar borgarbúar í New York fóru á stjá á fimmtudagsmorgun blasti við þeim stórt og mikið listaverk eftir götulistamanninn Banksy. Striginn sem hann notar er jafnan óhefðbundinn en í þetta skiptið varð fyrir vali hans heil hlið húss sem stendur við Houstonstræti í Manhattan. Þetta kemur fram á vef New York Times.Frelsum Zehru DoganListaverkið er hápólitískt en með veggjalistinni beinir hann spjótum sínum að yfirvöldum í Tyrklandi fyrir að hafa handtekið blaða-og listakonuna Zehru Dogan sem er Kúrdi, búsett í Tyrklandi. Dogan var dæmd til rúmlega þriggja ára fangelsisvistar fyrir að mála kúrdíska fánann á byggingu sem var aðeins rústir einar. Tyrkneskir dómstólar mátu þetta sem svo að hún hafi haft í frammi „hryðjuverkaáróður“ með list sinni. Ein hlið hússins er alþakin rimlum og á bak við nokkra þeirra er mynd af Zehru Dogan. Neðst til hægri stendur síðan „Frelsum Zehru Dogan“.Tyrkneski fáninn dreginn að húni í miðborg Afrin.VISIR/AFPHertóku Afrín-borg í dagÍ dag gerði Tyrkneski herinn, auk sýrlenskra uppreisnarmanna, áhlaup á Afrín-hérað í Sýrlandi en svæðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Liðsmenn þjóðvarðsveitar Kúrda, YPG, hafa ýmist fallið eða þurft að hörfa. Aðgerðirnar beindust einkum gegn YPG, sem Tyrkir segja að séu hryðjuverkasamtök. Um hundrað og fimmtíu þúsund almennra borgara hafa þurft að yfirgefa Afrín-hérað á síðustu dögum eftir að Tyrkneski herinn réðist til atlögu.Óhefðbundið tjáningarform Listaverk Banksy hafa prýtt veggi um heim allan en hann kýs að fara huldu höfði. Í viðtali frá því í sumar segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, að Banksy hafi þurft að halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist væri „ekki beint“ lögleg. „Veggurinn er almenningsrými og veggjalist felur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki stað inn í listasafni heldur líka úti á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Þegar borgarbúar í New York fóru á stjá á fimmtudagsmorgun blasti við þeim stórt og mikið listaverk eftir götulistamanninn Banksy. Striginn sem hann notar er jafnan óhefðbundinn en í þetta skiptið varð fyrir vali hans heil hlið húss sem stendur við Houstonstræti í Manhattan. Þetta kemur fram á vef New York Times.Frelsum Zehru DoganListaverkið er hápólitískt en með veggjalistinni beinir hann spjótum sínum að yfirvöldum í Tyrklandi fyrir að hafa handtekið blaða-og listakonuna Zehru Dogan sem er Kúrdi, búsett í Tyrklandi. Dogan var dæmd til rúmlega þriggja ára fangelsisvistar fyrir að mála kúrdíska fánann á byggingu sem var aðeins rústir einar. Tyrkneskir dómstólar mátu þetta sem svo að hún hafi haft í frammi „hryðjuverkaáróður“ með list sinni. Ein hlið hússins er alþakin rimlum og á bak við nokkra þeirra er mynd af Zehru Dogan. Neðst til hægri stendur síðan „Frelsum Zehru Dogan“.Tyrkneski fáninn dreginn að húni í miðborg Afrin.VISIR/AFPHertóku Afrín-borg í dagÍ dag gerði Tyrkneski herinn, auk sýrlenskra uppreisnarmanna, áhlaup á Afrín-hérað í Sýrlandi en svæðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Liðsmenn þjóðvarðsveitar Kúrda, YPG, hafa ýmist fallið eða þurft að hörfa. Aðgerðirnar beindust einkum gegn YPG, sem Tyrkir segja að séu hryðjuverkasamtök. Um hundrað og fimmtíu þúsund almennra borgara hafa þurft að yfirgefa Afrín-hérað á síðustu dögum eftir að Tyrkneski herinn réðist til atlögu.Óhefðbundið tjáningarform Listaverk Banksy hafa prýtt veggi um heim allan en hann kýs að fara huldu höfði. Í viðtali frá því í sumar segir Hlynur Hallsson, listamaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, að Banksy hafi þurft að halda sig utan sviðsljóssins þar sem veggjalist væri „ekki beint“ lögleg. „Veggurinn er almenningsrými og veggjalist felur í sér uppreisn eða mótþróa; eitthvað tjáningarform sem á sér ekki stað inn í listasafni heldur líka úti á götu. Fólk tekur því auðvitað öðruvísi,“ segir Hlynur.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira