Mikilvægur Stjörnusigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Anton Ingi Leifsson skrifar 17. mars 2018 18:24 Rodriguez og Whiteside voru í stuði í dag. Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Snæfell í Dominos-deild kvenna í dag, 69-65, en Stjarnan er í harðri baráttu við Skallagrím um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Stjarnan byrjaði betur og var 23-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann, en þá tóku gestirnir aðeins við sér og minnkuðu muninn í 40-36 fyrir hlé. Snæfell skoraði einungis níu stig í þriðja leikhluta en leikurinn var þó alltaf gífurlega spennandi. Í fjórða leikhlutanum náði Stjarnan mest níu stiga forskoti og vann að lokum með fjórum stigum, 69-65. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og gaf níu stoðsendingar en næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með fjórtán.Mikið undir í næsta leik Deildarmeistarar Hauka, Valur og Keflavík eru nú þegar búin að tryggja sér sitt sæti í úrslitakeppninni en baráttan um fjórða sætið stendur á milli Stjörnunnar og Skallagríms. Stjörnukonur eru með 28 stig eftir sigurinn í dag en Skallagrímur getur jafnað Stjörnuna að stigum annað kvöld með sigri á Keflavík á heimavelli. Þegar 26. umferðinni lýkur annað kvöld verða tvær umferðir eftir af deildarkeppninni en þess má geta að Skallagrímur og Stjarnan mætast í næstu umferð, á miðvikudaginn klukkan 19.15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Kristen Denise McCarthy skoraði 24 stig fyrir Snæfell í dag og tók sautján fráköst, en næst kom Berglind Gunnarsdóttir með 17 stig. Snæfell er í sjöunda, næstneðsta sæti deildarinnar, með 20 stig.Njarðvík enn án sigurs Njarðvík tapaði enn einum leiknum þegar liðið tapaði fyrir Val á heimavelli í dag. Þetta var 26. tapleikur Njarðvíkurstúlkna í jafn mörgum leikjum en Valur er í öðru sætinu og freistar þess að halda því út deildarkeppnina. Valur berst við Keflavík um annað sætið. Lokatölur í Ljónagryfjunni urðu 75-63, Val í vil eftir að Valsstúlkur höfðu leitt, 42-32, í hálfleik. Það kom ekki að sök að Njarðvík hafi náð að saxa aðeins á forskot Val í þriðja leikhluta og lokatölur öruggur Valssigur. Shalonda R. Winton skoraði 24 stig fyrir Njarðvík og tók tuttugu fráköst. Hrund Skúladóttir gerði 13. Hjá Val var Aalyah Whiteside stigahæst með 25 stig og tólf fráköst, en næst komu Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir með tíu hvor.Njarðvík-Valur 63-75 (12-21, 20-21, 22-13, 9-20)Njarðvík: Shalonda R. Winton 24/20 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 13/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Hulda Bergsteinsdóttir 8/4 fráköst, María Jónsdóttir 4/10 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Valur: Aalyah Whiteside 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 10/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/9 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 2.Stjarnan-Snæfell 69-65 (23-13, 17-23, 13-9, 16-20)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 13/10 fráköst, Jenný Harðardóttir 6/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9, Andrea Bjort Olafsdottir 6/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 4. Dominos-deild kvenna Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Snæfell í Dominos-deild kvenna í dag, 69-65, en Stjarnan er í harðri baráttu við Skallagrím um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Stjarnan byrjaði betur og var 23-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann, en þá tóku gestirnir aðeins við sér og minnkuðu muninn í 40-36 fyrir hlé. Snæfell skoraði einungis níu stig í þriðja leikhluta en leikurinn var þó alltaf gífurlega spennandi. Í fjórða leikhlutanum náði Stjarnan mest níu stiga forskoti og vann að lokum með fjórum stigum, 69-65. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og gaf níu stoðsendingar en næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með fjórtán.Mikið undir í næsta leik Deildarmeistarar Hauka, Valur og Keflavík eru nú þegar búin að tryggja sér sitt sæti í úrslitakeppninni en baráttan um fjórða sætið stendur á milli Stjörnunnar og Skallagríms. Stjörnukonur eru með 28 stig eftir sigurinn í dag en Skallagrímur getur jafnað Stjörnuna að stigum annað kvöld með sigri á Keflavík á heimavelli. Þegar 26. umferðinni lýkur annað kvöld verða tvær umferðir eftir af deildarkeppninni en þess má geta að Skallagrímur og Stjarnan mætast í næstu umferð, á miðvikudaginn klukkan 19.15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Kristen Denise McCarthy skoraði 24 stig fyrir Snæfell í dag og tók sautján fráköst, en næst kom Berglind Gunnarsdóttir með 17 stig. Snæfell er í sjöunda, næstneðsta sæti deildarinnar, með 20 stig.Njarðvík enn án sigurs Njarðvík tapaði enn einum leiknum þegar liðið tapaði fyrir Val á heimavelli í dag. Þetta var 26. tapleikur Njarðvíkurstúlkna í jafn mörgum leikjum en Valur er í öðru sætinu og freistar þess að halda því út deildarkeppnina. Valur berst við Keflavík um annað sætið. Lokatölur í Ljónagryfjunni urðu 75-63, Val í vil eftir að Valsstúlkur höfðu leitt, 42-32, í hálfleik. Það kom ekki að sök að Njarðvík hafi náð að saxa aðeins á forskot Val í þriðja leikhluta og lokatölur öruggur Valssigur. Shalonda R. Winton skoraði 24 stig fyrir Njarðvík og tók tuttugu fráköst. Hrund Skúladóttir gerði 13. Hjá Val var Aalyah Whiteside stigahæst með 25 stig og tólf fráköst, en næst komu Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir með tíu hvor.Njarðvík-Valur 63-75 (12-21, 20-21, 22-13, 9-20)Njarðvík: Shalonda R. Winton 24/20 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 13/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Hulda Bergsteinsdóttir 8/4 fráköst, María Jónsdóttir 4/10 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2.Valur: Aalyah Whiteside 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 10/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/9 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 2.Stjarnan-Snæfell 69-65 (23-13, 17-23, 13-9, 16-20)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 13/10 fráköst, Jenný Harðardóttir 6/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9, Andrea Bjort Olafsdottir 6/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 4.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira