Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2018 17:50 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, varpar ljósi á aðdraganda taugaeitursárásarinnra í Bretlandi. Vísir Baldur Þórhallson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir rússnesk stjórnvöld og rússnesku mafíuna hafa fengið að haga sér að vild í Bretlandi á síðustu árum. Það sé virkilega alvarlegt ef bresk stjórnvöld hafi veigrað sér við að bregðast alvarlega við aðgerðum Rússa af ótta við þá. Það sem rennir stoðum undir kenninguna er sú staðreynd að bresk stjórnvöld hafa ekki stöðvað innflæði þeirra milljarða sem streyma frá rússneskum auðmönnum. „Bresk stjórnvöld hafa vilja til þess að fá þetta fjármagn inn í landið og þetta hafa þau hvorki horfst í augu við né stöðvað og þessir menn, bæði rússneska mafían og rússnesk stjórnvöld hafa bara fengið að hegða sér eins og þeir vilja á götum Lundúna, menn eru að fá þetta í bakið núna,“ segir Baldur sem bendir á að margir auðmannanna séu tengdir Pútín og að þeir hafi fengið að kaupa upp heilu göturnar í Bretlandi. Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar voru gestir Höskuldar Kára Schram, fréttamanns, í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Þau voru komin til að ræða nýjustu vendingar í starfsmannamálum Donalds Trump, bandaríkjaforseta, og taugaeitursárásina í Bretlandi. Rússar lýstu því yfir í dag að þeir hyggist vísa 23 breskum erindrekum úr landi en það er svar þeirra við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeitursárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. Bretar saka Rússa um að standa að baki árásinni. „Þetta mál á sér mjög langan aðdraganda og breskir og alþjóðlegir fjölmiðlar eru að fara yfir hann þessa dagana,“ segir Baldur. Grunur sé uppi um að rússnesk stjórnvöld eða mafían hafi drepið allt að fjórtán rússneska borgara á götum Bretlands. Til standi að skoða tíu þessara dauðsfalla aftur. „Það er í ljósi þessa, að ég held að bresk stjórnvöld grípi til þessara aðgerða en May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg í málinu og bregðast ekki fyrr við. Ef þetta reynist rétt að rússnesk stjórnvöld og rússneska mafían sé einfaldlega bara að drepa borgara á götum Bretlands þá er það náttúrulega alveg gríðarlega alvarlegt,“ segir Baldur. Það sé sömuleiðis grafalvarlegt ef það er rétt að bresk stjórnvöld hafi ekki þorað að bregðast við Rússum af ótta við að þarlend stjórnvöld grípi til enn frekari aðgerða gegn þeim. „Stjórnvöld í Vestur-Evrópu hafa leyft Rússum að ganga allt of langt án þess að spyrna við fótum, bæði hvað varðar í Úkraínu sem og heima fyrir. Þau virðast ekki hafa verið viðbúin þessari hegðun Rússa. Það virtist koma þeim mjög á óvart að Rússar skyldu reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga í Bandaríkjunum og víða annars staðar. Þeir brjótast inn í tölvukerfi stjórnmálamanna til þess að reyna að koma í veg fyrir að þeir nái kjöri og dreifa einhverjum óhróðri um þá,“ segir Baldur. Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, telur að Rússar hafi mögulega nýtt sér veikleika landanna í Vestur-Evrópu.Vísir/StefánNýta sér veikleika bandamannaJóna Sólveig tekur í sama streng og segir að um sé að ræða grafalvarlegt mál. „Þetta er grafalvarlegt mál. Efnavopnaárás í Bretlandi? Í Evrópu? Þetta er svo nálægt okkur. Þetta vekur óhug og í raun er þetta merki um að Rússar eru kannski að nýta sér veikleika okkar nánustu bandamanna, Bandaríkjanna, Bretlands og jafnvel Evrópusambandsins, og að hnykla vöðvana og sýna hvað þeir geta,“ segir Jóna Sólveig sem telur að með þessu séu stjórnvöld í Rússlandi að senda skilaboð. „Þeir eru að senda skilaboð um að Rússar geti og hafi nú þegar valdið skaða nafnlaust og í rauninni skapað óöryggi og upplausn í Evrópu og Vesturlöndum. Það má ekki vanmeta hversu alvarlegt þetta er. Þetta er í annað sinn á tólf árum sem gereyðingarvopnum er beitt í Evrópu, það er grafalvarlegt,“ segir Jóna Sólveig.Viðbrögðin táknræn„Það má alveg segja að þau séu frekar léttvæg,“ segir Baldur um viðbrögð þeirra í taugaeitursárásarmálinu. „Það að banna konungsfjölskyldunni og breskum ráðherrum að sækja heimsmeistaraleikana í fótbolta sem verða í Rússlandi og að reka 23 diplómata úr landi, það eru meira táknræn viðbrögð heldur en eitthvað annað,“ segir Baldur.Hér að neðan er hægt að horfa á Víglínuna í heild sinni. Tengdar fréttir Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Rússar vísa 23 breskum erindrekum úr landi Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeiturssárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 17. mars 2018 09:06 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Baldur Þórhallson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir rússnesk stjórnvöld og rússnesku mafíuna hafa fengið að haga sér að vild í Bretlandi á síðustu árum. Það sé virkilega alvarlegt ef bresk stjórnvöld hafi veigrað sér við að bregðast alvarlega við aðgerðum Rússa af ótta við þá. Það sem rennir stoðum undir kenninguna er sú staðreynd að bresk stjórnvöld hafa ekki stöðvað innflæði þeirra milljarða sem streyma frá rússneskum auðmönnum. „Bresk stjórnvöld hafa vilja til þess að fá þetta fjármagn inn í landið og þetta hafa þau hvorki horfst í augu við né stöðvað og þessir menn, bæði rússneska mafían og rússnesk stjórnvöld hafa bara fengið að hegða sér eins og þeir vilja á götum Lundúna, menn eru að fá þetta í bakið núna,“ segir Baldur sem bendir á að margir auðmannanna séu tengdir Pútín og að þeir hafi fengið að kaupa upp heilu göturnar í Bretlandi. Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar voru gestir Höskuldar Kára Schram, fréttamanns, í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Þau voru komin til að ræða nýjustu vendingar í starfsmannamálum Donalds Trump, bandaríkjaforseta, og taugaeitursárásina í Bretlandi. Rússar lýstu því yfir í dag að þeir hyggist vísa 23 breskum erindrekum úr landi en það er svar þeirra við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeitursárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. Bretar saka Rússa um að standa að baki árásinni. „Þetta mál á sér mjög langan aðdraganda og breskir og alþjóðlegir fjölmiðlar eru að fara yfir hann þessa dagana,“ segir Baldur. Grunur sé uppi um að rússnesk stjórnvöld eða mafían hafi drepið allt að fjórtán rússneska borgara á götum Bretlands. Til standi að skoða tíu þessara dauðsfalla aftur. „Það er í ljósi þessa, að ég held að bresk stjórnvöld grípi til þessara aðgerða en May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg í málinu og bregðast ekki fyrr við. Ef þetta reynist rétt að rússnesk stjórnvöld og rússneska mafían sé einfaldlega bara að drepa borgara á götum Bretlands þá er það náttúrulega alveg gríðarlega alvarlegt,“ segir Baldur. Það sé sömuleiðis grafalvarlegt ef það er rétt að bresk stjórnvöld hafi ekki þorað að bregðast við Rússum af ótta við að þarlend stjórnvöld grípi til enn frekari aðgerða gegn þeim. „Stjórnvöld í Vestur-Evrópu hafa leyft Rússum að ganga allt of langt án þess að spyrna við fótum, bæði hvað varðar í Úkraínu sem og heima fyrir. Þau virðast ekki hafa verið viðbúin þessari hegðun Rússa. Það virtist koma þeim mjög á óvart að Rússar skyldu reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga í Bandaríkjunum og víða annars staðar. Þeir brjótast inn í tölvukerfi stjórnmálamanna til þess að reyna að koma í veg fyrir að þeir nái kjöri og dreifa einhverjum óhróðri um þá,“ segir Baldur. Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, telur að Rússar hafi mögulega nýtt sér veikleika landanna í Vestur-Evrópu.Vísir/StefánNýta sér veikleika bandamannaJóna Sólveig tekur í sama streng og segir að um sé að ræða grafalvarlegt mál. „Þetta er grafalvarlegt mál. Efnavopnaárás í Bretlandi? Í Evrópu? Þetta er svo nálægt okkur. Þetta vekur óhug og í raun er þetta merki um að Rússar eru kannski að nýta sér veikleika okkar nánustu bandamanna, Bandaríkjanna, Bretlands og jafnvel Evrópusambandsins, og að hnykla vöðvana og sýna hvað þeir geta,“ segir Jóna Sólveig sem telur að með þessu séu stjórnvöld í Rússlandi að senda skilaboð. „Þeir eru að senda skilaboð um að Rússar geti og hafi nú þegar valdið skaða nafnlaust og í rauninni skapað óöryggi og upplausn í Evrópu og Vesturlöndum. Það má ekki vanmeta hversu alvarlegt þetta er. Þetta er í annað sinn á tólf árum sem gereyðingarvopnum er beitt í Evrópu, það er grafalvarlegt,“ segir Jóna Sólveig.Viðbrögðin táknræn„Það má alveg segja að þau séu frekar léttvæg,“ segir Baldur um viðbrögð þeirra í taugaeitursárásarmálinu. „Það að banna konungsfjölskyldunni og breskum ráðherrum að sækja heimsmeistaraleikana í fótbolta sem verða í Rússlandi og að reka 23 diplómata úr landi, það eru meira táknræn viðbrögð heldur en eitthvað annað,“ segir Baldur.Hér að neðan er hægt að horfa á Víglínuna í heild sinni.
Tengdar fréttir Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Rússar vísa 23 breskum erindrekum úr landi Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeiturssárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 17. mars 2018 09:06 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Rússar vísa 23 breskum erindrekum úr landi Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeiturssárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 17. mars 2018 09:06
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09