Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2018 11:17 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta krefjast þess að klámstjarnan Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, greiði Trump 20 milljónir Bandaríkjadala, eða um 2 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa brotið samkomulag þeirra á milli. Michael Cohen, lögmaður Trumps, greiddi Daniels 130 þúsund dali, sem samsvarar rúmum þrettán milljónum króna, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var vegna samkomulags um að hún myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006. Lögmenn Trumps halda því nú fram að Daniels hafi gerst sek um yfir 20 brot á samningnum. Fjárkrafan markar fyrsta skiptið sem Trump hefur bein afskipti af málinu, að því er fram kemur í frétt BBC. Hann þvertekur fyrir að hafa átt í sambandi við Daniels. Lögmaður Daniels, Michael Avenatti, sagði kröfu lögmanna forsetans „fordæmislausa“ og „enn eitt bragðið til að koma höggi“ á leikkonuna. Hann velti því einnig fyrir sér hvernig það geti staðist að Trump krefjist skaðabóta fyrir samkomulag sem hann segist aldrei hafa vitað af. Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm.How can President Donald Trump seek $20 million in damages against my client based on an agreement that he and Mr. Cohen claim Mr. Trump never was a party to and knew nothing about? #notwellthoughtout #sloppy #checkmate— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) March 17, 2018 Avenatti hélt því fram í gær að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. Aðspurður sagðist hann ekki hafa leyfi til þess að svara því hvort Bandaríkjaforseti stæði að baki hótununum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta krefjast þess að klámstjarnan Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, greiði Trump 20 milljónir Bandaríkjadala, eða um 2 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa brotið samkomulag þeirra á milli. Michael Cohen, lögmaður Trumps, greiddi Daniels 130 þúsund dali, sem samsvarar rúmum þrettán milljónum króna, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var vegna samkomulags um að hún myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006. Lögmenn Trumps halda því nú fram að Daniels hafi gerst sek um yfir 20 brot á samningnum. Fjárkrafan markar fyrsta skiptið sem Trump hefur bein afskipti af málinu, að því er fram kemur í frétt BBC. Hann þvertekur fyrir að hafa átt í sambandi við Daniels. Lögmaður Daniels, Michael Avenatti, sagði kröfu lögmanna forsetans „fordæmislausa“ og „enn eitt bragðið til að koma höggi“ á leikkonuna. Hann velti því einnig fyrir sér hvernig það geti staðist að Trump krefjist skaðabóta fyrir samkomulag sem hann segist aldrei hafa vitað af. Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm.How can President Donald Trump seek $20 million in damages against my client based on an agreement that he and Mr. Cohen claim Mr. Trump never was a party to and knew nothing about? #notwellthoughtout #sloppy #checkmate— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) March 17, 2018 Avenatti hélt því fram í gær að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. Aðspurður sagðist hann ekki hafa leyfi til þess að svara því hvort Bandaríkjaforseti stæði að baki hótununum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15
Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39
Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42