Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2018 16:45 Jónsi á þó nokkuð margar eignir við Spítalastíg í Reykjavík. vísir/rakel Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru metnar á alls 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember síðastliðnum að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Var hljómsveitinni tilkynnt það síðla árs 2014 að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsgerðsskilum meðlima sveitarinnar á árunum 2010 til 2014.Sjá einnig:Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Segir Sigur Rós í yfirlýsingu að hljómsveitin hafi fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þyki miður að ákveðið hafi verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra, sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafi meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins.Jónsi rekur verslun ásamt fjölskyldu sinni við Fischersund 3.vísir/rakelÍ kyrrsetningargerðinni, sem Vísir hefur undir höndum, eru taldar upp þær eignir meðlima hljómsveitarinnar sem kyrrsettar eru. Í tilfelli Jónsa, eins og söngvarinn er betur þekktur, eru alls þrettán fasteignir en tíu þeirra eru við Spítalastíg. Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Eru íbúðirnar metnar á samtals 99,3 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 124,9 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 25,5 milljónir króna. Sjá einnig:Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvikEin af fasteignum Jónsa sem kyrrsettar voru er á Stokkseyri.vísir/rakelAuk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir. Er lóðin við Spítalastíg 6A metin á rúmlega 11,8 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 14,7 milljónir króna. Jónsi á síðan fasteign við Fischersund 3 í Reykjavík en í desember síðastliðnum opnaði hann verslun þar ásamt fjölskyldu sinni. Þá á hann helmingshlut í eign við Bergstaðastræti í Reykjavík og íbúðarhús á Stokkseyri. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu Orra Páls Dýrasonar, trommara, kyrrsettar sem og tvær fasteignir í eigu bassaleikarans, Georgs Holm. Samtals nemur fjárhæð eignanna sem kyrrsettar voru tæplega 800 milljónum króna. Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru metnar á alls 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember síðastliðnum að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Var hljómsveitinni tilkynnt það síðla árs 2014 að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsgerðsskilum meðlima sveitarinnar á árunum 2010 til 2014.Sjá einnig:Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Segir Sigur Rós í yfirlýsingu að hljómsveitin hafi fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þyki miður að ákveðið hafi verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra, sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafi meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins.Jónsi rekur verslun ásamt fjölskyldu sinni við Fischersund 3.vísir/rakelÍ kyrrsetningargerðinni, sem Vísir hefur undir höndum, eru taldar upp þær eignir meðlima hljómsveitarinnar sem kyrrsettar eru. Í tilfelli Jónsa, eins og söngvarinn er betur þekktur, eru alls þrettán fasteignir en tíu þeirra eru við Spítalastíg. Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Eru íbúðirnar metnar á samtals 99,3 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 124,9 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 25,5 milljónir króna. Sjá einnig:Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvikEin af fasteignum Jónsa sem kyrrsettar voru er á Stokkseyri.vísir/rakelAuk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir. Er lóðin við Spítalastíg 6A metin á rúmlega 11,8 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 14,7 milljónir króna. Jónsi á síðan fasteign við Fischersund 3 í Reykjavík en í desember síðastliðnum opnaði hann verslun þar ásamt fjölskyldu sinni. Þá á hann helmingshlut í eign við Bergstaðastræti í Reykjavík og íbúðarhús á Stokkseyri. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu Orra Páls Dýrasonar, trommara, kyrrsettar sem og tvær fasteignir í eigu bassaleikarans, Georgs Holm. Samtals nemur fjárhæð eignanna sem kyrrsettar voru tæplega 800 milljónum króna.
Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51
Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00