Lektor vandar Errea ekki kveðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. mars 2018 05:38 Linda Björg Árnadóttir segir íþróttavöruframleiðandann hafa ætlað sér að halda hönnunarsamkeppni vegna nýju landsliðstreyjunnar og greiða 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna. Upphæðin sé niðurlægjandi fyrir hönnuði. VÍSIR/VILHELM Ítalski íþróttavöruframleiðandinn Errea hafði í hyggju að halda hönnunarsamkeppni þar sem Íslendingar gætu kosið um útlit nýja landsliðsbúningsins í knattspyrnu, sem kynntur var í gær. Úr því varð þó ekki en Linda Björg Árnadóttir, textílhönnuður og lektor í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, segir að Errea hafi ætlað sér að greiða 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna. Linda segir upphæðina „niðurlægjandi fyrir hönnuði.“ Hin nýja treyja íslensku landsliðanna í knattspyrnu var kynnt í gær og fylgdust þúsundir Íslendinga spenntir með beinni útsendingu frá viðburðinum. Nokkur ánægja virðist vera með treyjuna ef marka má óformlega könnun Vísis, rúmlega helmingur aðspurðra segist kátur með hönnunina. Hönnuðurinn að baki treyjunni er ítalskur starfsmaður Errea og því ljóst að öllum hugmyndum um hönnunarsamkeppni var stungið undir stól. Ef marka má lektorinn virðast þær þó hafa verið komnar í ferli. Á Facebook-síðu sinni segir Linda að Errea hafi fengið hana til að skrifa samkeppnislýsingu og velja hönnuði til að taka þátt í samkeppninni. Hún hafi því haft samband við þrjá hönnuði sem að hennar sögn hafa allir komið að hönnun íþróttafatnaðar, en það ku vera heilmikil vinna. Því hafi Lindu ekki verið skemmt þegar Errea tjáði henni að greiddar yrðu 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna og 30 þúsund fyrir aðrar innsendar tillögur.Sjá einnig: „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“„Ég mótmælti þessum upphæðum sem mér fannst niðurlægjandi fyrir hönnuði og á endanum hækkaði fyrirtækið upphæðirnar í 150/50 þús,“ segir Linda sem hafði sent út formlega boð til viðkomandi hönnuða um þátttöku í samkeppninni. Að hennar sögn sendi hið minnsta einn hönnuður inn tillögu en hún þekki þó ekki til heildarfjölda tillagna.Treyjurnar eru hönnun ítalsks starfsmann Errea.Vísir„[Ég] læt mér detta í hug að einhverjir hafi ekki skilað inn vegna þess hve upphæðir voru lágar,“ segir Linda sem furðar sig á því að ekki sé „hægt að greiða hönnuðum fyrir vinnu sína.“ Hún segist mjög svekkt út í íslensk fótboltayfirvöld vegna málsins og fleiri virðast deila þeirri kergju með henni, ef marka má viðbrögðin við Facebook-færslu hennar. Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason segir til að mynda að um „fáránlegar upphæðir“ sé að ræða og tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er jafn gáttaður. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, leggur jafnframt orð í belg og segir að hönnuðir eigi einfaldlega ekki að taka þátt í keppnum þar sem greiðslur eru lágar. „Samkeppnir eru og eiga alltaf að vera dýrari leið til að fá niðurstöðu heldur en að leita til eins hönnuðar,“ segir Halla og vísar til samkeppnisregla sem Hönnunarmiðstöð hefur látið útbua. „ Í þeim keppnum eru verðlaun oft á bilinu 1-2 milljónir enda eru margir fagmenn kallaðir til leiks og samkeppnir oftast leið til að beina sjónum að ákveðnu viðfangsefni og vekja umtal,“ bætir framkvæmdastjórinn og segir að það hefði verið „mjög áhugavert ef Knattspyrnusamband Íslands hefði nálgast þetta verkefni af sama stórhug og annað sem varðar þátttöku Ísland í EM og HM.“ Að sama skapi hefði henni þótt mjög við hæfi að kynna íslenskan landsliðsbúning á HönnunarMars, sem fer fram þessa dagana í tíunda skipti. Vísir hefur sent fyrirspurn á Þorvald Ólafsson, eiganda Errea á Íslandi, vegna málsins. Færslu Lindu má sjá hér að neðan HM 2018 í Rússlandi HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00 Twitter um treyjuna: „Landsliðsbúningurinn er eins og barnið manns, verður að eiga það“ Nýi landsliðsbúningurinn sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun klæðast í Rússlandi í sumar var afhjúpaður með athöfn í Laugardalnum í dag. 15. mars 2018 16:13 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ítalski íþróttavöruframleiðandinn Errea hafði í hyggju að halda hönnunarsamkeppni þar sem Íslendingar gætu kosið um útlit nýja landsliðsbúningsins í knattspyrnu, sem kynntur var í gær. Úr því varð þó ekki en Linda Björg Árnadóttir, textílhönnuður og lektor í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, segir að Errea hafi ætlað sér að greiða 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna. Linda segir upphæðina „niðurlægjandi fyrir hönnuði.“ Hin nýja treyja íslensku landsliðanna í knattspyrnu var kynnt í gær og fylgdust þúsundir Íslendinga spenntir með beinni útsendingu frá viðburðinum. Nokkur ánægja virðist vera með treyjuna ef marka má óformlega könnun Vísis, rúmlega helmingur aðspurðra segist kátur með hönnunina. Hönnuðurinn að baki treyjunni er ítalskur starfsmaður Errea og því ljóst að öllum hugmyndum um hönnunarsamkeppni var stungið undir stól. Ef marka má lektorinn virðast þær þó hafa verið komnar í ferli. Á Facebook-síðu sinni segir Linda að Errea hafi fengið hana til að skrifa samkeppnislýsingu og velja hönnuði til að taka þátt í samkeppninni. Hún hafi því haft samband við þrjá hönnuði sem að hennar sögn hafa allir komið að hönnun íþróttafatnaðar, en það ku vera heilmikil vinna. Því hafi Lindu ekki verið skemmt þegar Errea tjáði henni að greiddar yrðu 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna og 30 þúsund fyrir aðrar innsendar tillögur.Sjá einnig: „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“„Ég mótmælti þessum upphæðum sem mér fannst niðurlægjandi fyrir hönnuði og á endanum hækkaði fyrirtækið upphæðirnar í 150/50 þús,“ segir Linda sem hafði sent út formlega boð til viðkomandi hönnuða um þátttöku í samkeppninni. Að hennar sögn sendi hið minnsta einn hönnuður inn tillögu en hún þekki þó ekki til heildarfjölda tillagna.Treyjurnar eru hönnun ítalsks starfsmann Errea.Vísir„[Ég] læt mér detta í hug að einhverjir hafi ekki skilað inn vegna þess hve upphæðir voru lágar,“ segir Linda sem furðar sig á því að ekki sé „hægt að greiða hönnuðum fyrir vinnu sína.“ Hún segist mjög svekkt út í íslensk fótboltayfirvöld vegna málsins og fleiri virðast deila þeirri kergju með henni, ef marka má viðbrögðin við Facebook-færslu hennar. Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason segir til að mynda að um „fáránlegar upphæðir“ sé að ræða og tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er jafn gáttaður. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, leggur jafnframt orð í belg og segir að hönnuðir eigi einfaldlega ekki að taka þátt í keppnum þar sem greiðslur eru lágar. „Samkeppnir eru og eiga alltaf að vera dýrari leið til að fá niðurstöðu heldur en að leita til eins hönnuðar,“ segir Halla og vísar til samkeppnisregla sem Hönnunarmiðstöð hefur látið útbua. „ Í þeim keppnum eru verðlaun oft á bilinu 1-2 milljónir enda eru margir fagmenn kallaðir til leiks og samkeppnir oftast leið til að beina sjónum að ákveðnu viðfangsefni og vekja umtal,“ bætir framkvæmdastjórinn og segir að það hefði verið „mjög áhugavert ef Knattspyrnusamband Íslands hefði nálgast þetta verkefni af sama stórhug og annað sem varðar þátttöku Ísland í EM og HM.“ Að sama skapi hefði henni þótt mjög við hæfi að kynna íslenskan landsliðsbúning á HönnunarMars, sem fer fram þessa dagana í tíunda skipti. Vísir hefur sent fyrirspurn á Þorvald Ólafsson, eiganda Errea á Íslandi, vegna málsins. Færslu Lindu má sjá hér að neðan
HM 2018 í Rússlandi HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00 Twitter um treyjuna: „Landsliðsbúningurinn er eins og barnið manns, verður að eiga það“ Nýi landsliðsbúningurinn sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun klæðast í Rússlandi í sumar var afhjúpaður með athöfn í Laugardalnum í dag. 15. mars 2018 16:13 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30
„Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00
Twitter um treyjuna: „Landsliðsbúningurinn er eins og barnið manns, verður að eiga það“ Nýi landsliðsbúningurinn sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun klæðast í Rússlandi í sumar var afhjúpaður með athöfn í Laugardalnum í dag. 15. mars 2018 16:13