Svona lítur HM-búningur Íslands út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 15:30 Íslenski landsliðsbúningurinn. KSÍ Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að blái liturinn er allsráðandi í nýjum búningi íslenska landsliðsins. Nú er rauði liturinn í ermunum og það er engin rönd niður eftir treyjunni. Myndband með nýju treyjunni er hér fyrir neðan.The new kit is here #fyririsland#TeamIcelandpic.twitter.com/kFaq9mOrga — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 15, 2018 „Við erum búin að bíða eftir þessu ansi lengi,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í ræðu á Melvellinum eins og svæðið heitir undir aðalstúkunni á Laugardalsvellinum. „Ég er viss um að þessi búningur muni hreyfa við okkur og skapa mikla umræðu,“ sagði Guðni um það sem Errea kynnti sem næsta sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk afhenta fyrstu treyjuna. Búningurinn sem íslenska liðið spilaði í á EM í Frakklandi 2016 og hefur haldið áfram að spila í síðan þá var með einni áberandi hvítri og rauðri rönd í gegnum merki KSÍ og niður allan búninginn að framan. Íslenska liðið er á leiðinni í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir bæði Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum í New Jersey og San Francicso. Í ferðinni verður einnig unnið allskonar kynningarefni á íslenska landsliðinu fyrir komandi sumar. Nýr búningur þurfti því að vera klár fyrir Bandaríkjaferðina og hann var kynntur með viðhöfn og á beinni á Vísi í dag. Nýi búningurinn.KSÍÍsland er á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti leikurinn verður á móti Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu 16. júní næskomandi. Íslensku strákarnir mæta einnig Nígeríu og Króatíu í riðlinum og vonandi verða leikirnir fleiri en þrír. Ísland setur heimsmet í fyrsta leik sem fámennasta þjóð sem hefur átt lið í úrslitakeppnni HM í fótbolta. Ísland bætir þar met Trínidad og Tóbagó. Þar búa 1,3 milljónir manna en aðeins tæplega 340 þúsund búa á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslenski landsliðsbúningurinn hefur þróast frá fyrsta landsleik Íslands sem var á móti Danmörku á Melavellinumn 17. júlí 1946.Our kit launches tomorrow Here is a look at the history of our kit. March 15 15:15 PM (GMT)#fyririsland #TeamIceland pic.twitter.com/36rgN8toJG — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2018
Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að blái liturinn er allsráðandi í nýjum búningi íslenska landsliðsins. Nú er rauði liturinn í ermunum og það er engin rönd niður eftir treyjunni. Myndband með nýju treyjunni er hér fyrir neðan.The new kit is here #fyririsland#TeamIcelandpic.twitter.com/kFaq9mOrga — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 15, 2018 „Við erum búin að bíða eftir þessu ansi lengi,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í ræðu á Melvellinum eins og svæðið heitir undir aðalstúkunni á Laugardalsvellinum. „Ég er viss um að þessi búningur muni hreyfa við okkur og skapa mikla umræðu,“ sagði Guðni um það sem Errea kynnti sem næsta sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk afhenta fyrstu treyjuna. Búningurinn sem íslenska liðið spilaði í á EM í Frakklandi 2016 og hefur haldið áfram að spila í síðan þá var með einni áberandi hvítri og rauðri rönd í gegnum merki KSÍ og niður allan búninginn að framan. Íslenska liðið er á leiðinni í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir bæði Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum í New Jersey og San Francicso. Í ferðinni verður einnig unnið allskonar kynningarefni á íslenska landsliðinu fyrir komandi sumar. Nýr búningur þurfti því að vera klár fyrir Bandaríkjaferðina og hann var kynntur með viðhöfn og á beinni á Vísi í dag. Nýi búningurinn.KSÍÍsland er á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti leikurinn verður á móti Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu 16. júní næskomandi. Íslensku strákarnir mæta einnig Nígeríu og Króatíu í riðlinum og vonandi verða leikirnir fleiri en þrír. Ísland setur heimsmet í fyrsta leik sem fámennasta þjóð sem hefur átt lið í úrslitakeppnni HM í fótbolta. Ísland bætir þar met Trínidad og Tóbagó. Þar búa 1,3 milljónir manna en aðeins tæplega 340 þúsund búa á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslenski landsliðsbúningurinn hefur þróast frá fyrsta landsleik Íslands sem var á móti Danmörku á Melavellinumn 17. júlí 1946.Our kit launches tomorrow Here is a look at the history of our kit. March 15 15:15 PM (GMT)#fyririsland #TeamIceland pic.twitter.com/36rgN8toJG — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2018
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00 HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45 Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
„Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00
HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45
Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45