Dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir mannskæðan YouTube-hrekk Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 23:42 Monalisa Perez og Pedro Ruiz III. YouTube Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. Atvikið átti sér stað þann 26. júní síðastliðinn og játaði Perez við yfirheyrslur að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Hún játaði einnig á sig manndráp. Þá sagðist Perez á sínum tíma ekki hafa átt von á því að kúlan færi í gegnum bókina. Sú varð á endanum raunin og hafnaði kúlan í bringu Ruiz sem var úrskurðaður látinn á vettvangi. Í frétt Yahoo segir að Perez, sem var barnshafandi þegar hún varð Ruiz að bana, hafi verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir verknaðinn. Dómarinn í málinu féllst enn fremur á að fangelsisvistinni verði skipt niður þannig að Perez sitji aðeins inni tíu daga í senn yfir þriggja ára tímabil. Þá verður henni gert kleift að afplána seinni helming dómsins á heimili sínu. Perez og Ruiz héldu úti YouTube-rás og hlóðu reglulega inn á hana myndböndum af „hrekkjum“ á borð við þann sem varð Ruiz að bana. Þriggja ára gamalt barn parsins auk þrjátíu áhorfenda fylgdust með atvikinu. Tengdar fréttir Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. Atvikið átti sér stað þann 26. júní síðastliðinn og játaði Perez við yfirheyrslur að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Hún játaði einnig á sig manndráp. Þá sagðist Perez á sínum tíma ekki hafa átt von á því að kúlan færi í gegnum bókina. Sú varð á endanum raunin og hafnaði kúlan í bringu Ruiz sem var úrskurðaður látinn á vettvangi. Í frétt Yahoo segir að Perez, sem var barnshafandi þegar hún varð Ruiz að bana, hafi verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir verknaðinn. Dómarinn í málinu féllst enn fremur á að fangelsisvistinni verði skipt niður þannig að Perez sitji aðeins inni tíu daga í senn yfir þriggja ára tímabil. Þá verður henni gert kleift að afplána seinni helming dómsins á heimili sínu. Perez og Ruiz héldu úti YouTube-rás og hlóðu reglulega inn á hana myndböndum af „hrekkjum“ á borð við þann sem varð Ruiz að bana. Þriggja ára gamalt barn parsins auk þrjátíu áhorfenda fylgdust með atvikinu.
Tengdar fréttir Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54