Alls eru sjö leikmenn sem voru á EM í janúar ekki í hópnum. Guðjón Valur Sigurðsson fær frí, Arnór Atlason er hættur og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Janus Daði Smárason eru meiddir.
Aron Pálmarsson verður fyrirliði í fjarveru Guðjóns. Tveir strákar á bílprófsaldri, Haukur Þrastarson og Gísli Þorgeir Kristjánsson, eru í hópnum.
Vísir var með fundinn í beinni útsendingu og má sjá hann í heild sinni hér að neðan.