Kvika banki skráður á markað á föstudag Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka Hlutabréf Kviku banka verða tekin til viðskipta á First North markaðinum í Kauphöllinni á föstudag. Markaðsvirði bankans við skráninguna er ríflega tólf milljarðar króna. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir í samtali við Markaðinn að meginástæða skráningarinnar sé sú að mikil viðskipti hafi verið með hlutabréf bankans á undanförnum mánuðum. „Ég hugsa að um 80 prósent af hlutafé bankans hafi skipt um hendur á síðustu 15 mánuðum, þrátt fyrir að bréfin séu ekki skráð. Það hefur gert það að verkum að við höfum reynt að finna leið til þess að skapa gagnsærri vettvang til að eiga viðskipti með bréf í bankanum, í stað þess að þau fari fram í gegnum miðlara hér og þar. Fyrir hluthafana eykur skráningin því seljanleika með bréf bankans og þá gerir skráningin þeim sem hafa áhuga á að kaupa lægri fjárhæðir í bankanum auðveldara um vik,“ útskýrir hann. Hann nefnir að þegar hvíli rík upplýsingaskylda á bankanum, sem sé bæði eftirlitsskylt félag og með skráð skuldabréf á markaði. „Þannig að það felur ekki í sér mikinn kostnaðarauka fyrir okkur að uppfylla skilyrði skráningar.“ Rætt hafi verið hvort skrá ætti hlutabréf bankans á aðallista Kauphallarinnar en niðurstaðan hafi verið sú að skráning á First North fullnægi þörfum bankans eins og er. Stjórn bankans samþykkti í lok september í fyrra að stefna að skráningu bankans og var upphaflega lagt upp með að hún yrði að veruleika í lok síðasta árs. Ákveðið var hins vegar að bíða með skráninguna þangað til eftir að ársuppgjör bankans yrði gert opinbert um miðjan febrúarmánuð. Hagnaður Kviku af grunnrekstri nam 1.919 milljónum króna í fyrrasamanborið við 1.955 milljónir króna árið 2016. Einskiptisliðir vegna samruna og skipulagsbreytinga á árinu voru 328 milljónir króna og var hagnaður eftir einskiptiskostnaðarliði því 1.591 milljón króna á síðasta ári. Stærstu hluthafar Kviku eru tryggingafélagið VÍS með 23,31 prósents hlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,22 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 8,86 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hlutabréf Kviku banka verða tekin til viðskipta á First North markaðinum í Kauphöllinni á föstudag. Markaðsvirði bankans við skráninguna er ríflega tólf milljarðar króna. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir í samtali við Markaðinn að meginástæða skráningarinnar sé sú að mikil viðskipti hafi verið með hlutabréf bankans á undanförnum mánuðum. „Ég hugsa að um 80 prósent af hlutafé bankans hafi skipt um hendur á síðustu 15 mánuðum, þrátt fyrir að bréfin séu ekki skráð. Það hefur gert það að verkum að við höfum reynt að finna leið til þess að skapa gagnsærri vettvang til að eiga viðskipti með bréf í bankanum, í stað þess að þau fari fram í gegnum miðlara hér og þar. Fyrir hluthafana eykur skráningin því seljanleika með bréf bankans og þá gerir skráningin þeim sem hafa áhuga á að kaupa lægri fjárhæðir í bankanum auðveldara um vik,“ útskýrir hann. Hann nefnir að þegar hvíli rík upplýsingaskylda á bankanum, sem sé bæði eftirlitsskylt félag og með skráð skuldabréf á markaði. „Þannig að það felur ekki í sér mikinn kostnaðarauka fyrir okkur að uppfylla skilyrði skráningar.“ Rætt hafi verið hvort skrá ætti hlutabréf bankans á aðallista Kauphallarinnar en niðurstaðan hafi verið sú að skráning á First North fullnægi þörfum bankans eins og er. Stjórn bankans samþykkti í lok september í fyrra að stefna að skráningu bankans og var upphaflega lagt upp með að hún yrði að veruleika í lok síðasta árs. Ákveðið var hins vegar að bíða með skráninguna þangað til eftir að ársuppgjör bankans yrði gert opinbert um miðjan febrúarmánuð. Hagnaður Kviku af grunnrekstri nam 1.919 milljónum króna í fyrrasamanborið við 1.955 milljónir króna árið 2016. Einskiptisliðir vegna samruna og skipulagsbreytinga á árinu voru 328 milljónir króna og var hagnaður eftir einskiptiskostnaðarliði því 1.591 milljón króna á síðasta ári. Stærstu hluthafar Kviku eru tryggingafélagið VÍS með 23,31 prósents hlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,22 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 8,86 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira