Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 23:29 Birgir Jakobsson, landlæknir. Vísir/Ernir Landlæknisembættið er eindregið á móti því að umskurður drengja falli undir hegningarlög. Þá óttast landlæknir að frumvarp þess efnis muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna.Í umsögn Embættis landlæknis um umskurðarfrumvarpið svokallaða segir að landlæknir fagni því að breytingar á lögum varðandi umskurð á drengjum séu til umræðu á Alþingi. „Hins vegar er embættið eindregið á móti því að umskurður á drengjum falli undir hegningarlög,“ segir þó enn fremur í umsögn.Trúar- og menningarlegar hliðar of ríkar Þá er landlæknir ósammála flutningsmönnum þegar þeir leggja „umskurð“ á stúlkubörnum til jafns við umskurð á drengjum. Þar að auki telur landlæknir að umskurður verði framkvæmdur á drengjum þrátt fyrir að aðgerðin verði bönnuð. „Það er álit Embættis landlæknis að trúarlegar og menningarlegar hliðar á þessu máli séu svo ríkar, að umskurður á forhúð drengja muni verða framkvæmdur um ófyrirsjánalega framtíð óháð því hvaða afstöðu heilbrigðiskerfið og samfélagið að öðru leyti mun hafa til þess að leyfa þessa aðgerð. Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ segir í umsögn landlæknis. „Embætti landlæknis óttast að umrædd þingsályktunartillaga muni leiða til þess að þessar aðgerðir muni verða gerðar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi þeirra barna sem hér um ræðir.“Á fimmta hundrað lækna fagna frumvarpinu Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um almennt bann á umskurði barna er ansi umdeilt og vilja margir meina að með því að banna umskurð sé trúfrelsi ákveðinna hópa skert. Á meðal þeirra sem hafa andmælt frumvarpinu eru þýski kardinálinn Richard Marx og biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir. Aðrir segja að um sé að ræða mannréttindamál og að réttur barna vegi þyngra en trúfrelsi. Þá hafa á fimmta hundrað íslenskra lækna fagnað frumvarpinu. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Siðmennt telur að þar sem um sé að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip sé óásættanlegt að ólögráða börn séu umskorin. 18. febrúar 2018 13:56 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Sjá meira
Landlæknisembættið er eindregið á móti því að umskurður drengja falli undir hegningarlög. Þá óttast landlæknir að frumvarp þess efnis muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna.Í umsögn Embættis landlæknis um umskurðarfrumvarpið svokallaða segir að landlæknir fagni því að breytingar á lögum varðandi umskurð á drengjum séu til umræðu á Alþingi. „Hins vegar er embættið eindregið á móti því að umskurður á drengjum falli undir hegningarlög,“ segir þó enn fremur í umsögn.Trúar- og menningarlegar hliðar of ríkar Þá er landlæknir ósammála flutningsmönnum þegar þeir leggja „umskurð“ á stúlkubörnum til jafns við umskurð á drengjum. Þar að auki telur landlæknir að umskurður verði framkvæmdur á drengjum þrátt fyrir að aðgerðin verði bönnuð. „Það er álit Embættis landlæknis að trúarlegar og menningarlegar hliðar á þessu máli séu svo ríkar, að umskurður á forhúð drengja muni verða framkvæmdur um ófyrirsjánalega framtíð óháð því hvaða afstöðu heilbrigðiskerfið og samfélagið að öðru leyti mun hafa til þess að leyfa þessa aðgerð. Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ segir í umsögn landlæknis. „Embætti landlæknis óttast að umrædd þingsályktunartillaga muni leiða til þess að þessar aðgerðir muni verða gerðar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi þeirra barna sem hér um ræðir.“Á fimmta hundrað lækna fagna frumvarpinu Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um almennt bann á umskurði barna er ansi umdeilt og vilja margir meina að með því að banna umskurð sé trúfrelsi ákveðinna hópa skert. Á meðal þeirra sem hafa andmælt frumvarpinu eru þýski kardinálinn Richard Marx og biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir. Aðrir segja að um sé að ræða mannréttindamál og að réttur barna vegi þyngra en trúfrelsi. Þá hafa á fimmta hundrað íslenskra lækna fagnað frumvarpinu.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Siðmennt telur að þar sem um sé að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip sé óásættanlegt að ólögráða börn séu umskorin. 18. febrúar 2018 13:56 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Siðmennt telur að þar sem um sé að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip sé óásættanlegt að ólögráða börn séu umskorin. 18. febrúar 2018 13:56
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07