Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2018 09:30 Íslenskt stuðningsfólk á enn þá séns. Vísir/EPA Ekki er uppselt á leik Argentínu og Íslands á HM 2018 í Rússlandi sem fram fer 16. júní í Moskvu eins og greint var frá í gær.Nýr miðasölugluggi var opnaður í morgun þar sem fyrirkomulagið; fyrstur kemur, fyrstur fær, er notað og fær fólk rakleiðis svar um hvort miðakaupin hafi heppnast. Aftur á móti birti heimasíða FIFA frétt um það í gær, að ekki væri hægt að kaupa miða á tvo leiki mótsins í þessum miðasölufasa. Þeir leikir voru sjálfur úrslitaleikurinn og svo viðureign strákanna okkar og Argentínu. Ótrúlegt, en ekki satt. KSÍ krafðist svara frá FIFA um þennan Argentínuleik og hefur nú fengið viðbrögð við fyrirspurn sinni frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Þar kemur fram að mögulega verði hægt að nálgast miða á leikinn á lokaspretti miðasölunnar. „Þar sem núverandi miðasölugluggi byggir á greiðslum sem fara í gegn gætu miðar komið til baka frá sumum hópum sem þýðir að hægt verður að fá miða á leik Argentínu og Íslands á síðustu mínútum miðasölunnar,“ segir í svari FIFA. „Með þetta í huga er mikilvægt að huga að því að orðið „uppselt“ gæti misskilist hjá fótboltaáhugamönnum þar sem hlutirnir geta enn þá breyst í miðasölunni,“ segja FIFA-menn.FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ um miðasöluna sem hófst í dag. Það má finna í uppfærðri frétt á síðu KSÍ.https://t.co/jfFSxkeTUJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 13, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
Ekki er uppselt á leik Argentínu og Íslands á HM 2018 í Rússlandi sem fram fer 16. júní í Moskvu eins og greint var frá í gær.Nýr miðasölugluggi var opnaður í morgun þar sem fyrirkomulagið; fyrstur kemur, fyrstur fær, er notað og fær fólk rakleiðis svar um hvort miðakaupin hafi heppnast. Aftur á móti birti heimasíða FIFA frétt um það í gær, að ekki væri hægt að kaupa miða á tvo leiki mótsins í þessum miðasölufasa. Þeir leikir voru sjálfur úrslitaleikurinn og svo viðureign strákanna okkar og Argentínu. Ótrúlegt, en ekki satt. KSÍ krafðist svara frá FIFA um þennan Argentínuleik og hefur nú fengið viðbrögð við fyrirspurn sinni frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Þar kemur fram að mögulega verði hægt að nálgast miða á leikinn á lokaspretti miðasölunnar. „Þar sem núverandi miðasölugluggi byggir á greiðslum sem fara í gegn gætu miðar komið til baka frá sumum hópum sem þýðir að hægt verður að fá miða á leik Argentínu og Íslands á síðustu mínútum miðasölunnar,“ segir í svari FIFA. „Með þetta í huga er mikilvægt að huga að því að orðið „uppselt“ gæti misskilist hjá fótboltaáhugamönnum þar sem hlutirnir geta enn þá breyst í miðasölunni,“ segja FIFA-menn.FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ um miðasöluna sem hófst í dag. Það má finna í uppfærðri frétt á síðu KSÍ.https://t.co/jfFSxkeTUJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 13, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24