Talið sannað að James Levine hafi beitt unga tónlistarmenn kynferðisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2018 23:15 James Levine, fyrrverandi tónlistarstjóri Metropolitan-óperunnar. Vísir/Getty Metropolitan-óperan í New York hefur slitið öllu samstarfi við fyrrverandi tónlistarstjóra óperunnar, James Levine, vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá óperunni.Levine, sem var á eftirlaunum sem tónlistarstjóri óperunnar (e. Music Director Emeritus), var vikið tímabundið úr starfi í desember síðastliðnum eftir að New York Times birti ásakanir fjögurra karlmanna á hendur honum. Í kjölfar ásakananna var hrint af stað rannsókn innan Metropolitan-óperunnar sem leiddi til þess að Levine var rekinn í kvöld, bæði sem tónlistarstjóri og listrænn stjórnandi sérstakrar deildar fyrir unga tónlistarmenn. Áreitti varnarlausa listamenn Í tilkynningu segir enn fremur að nú teljist sannað að Levine hafi „áreitt varnarlausa listamenn“ og beitt þá kynferðisofbeldi, á meðan hann starfaði sem tónlistarstjóri hjá óperunni og áður en hann var ráðinn til starfans. Þá þykir einnig sannað að hann hafi sýnt af sér sambærilega hegðun í árdaga ferils síns þegar hann vann náið með ungum tónlistarnemum. Rætt var við 70 einstaklinga vegna málsins. „Í ljósi þessara upplýsinga ályktar Metropolitan-óperan að áframhaldandi samstarf Levine við óperuna væri bæði óviðeigandi og ómögulegt,“ segir í tilkynningu. Levine, sem er 74 ára, á glæstan feril að baki sem tónlistarstjóri og starfaði hjá Metropolitan-óperunni í 40 ár þangað til hann fór á eftirlaun árið 2016. Þvertaka fyrir að hafa þaggað málið niður Í desember í fyrra stigu fjórir menn fram og sökuðu Levine um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi en ásakanirnar spönnuðu þriggja áratuga tímabil. Þrír mannanna voru undir lögaldri þegar Levine misnotaði þá en hann er sagður hafa nýtt sér yfirburðarstöðu sína sem tónlistarstjóri við skóla og tónlistarhátíðir til að nálgast mennina. Þá voru forsvarsmenn Metropolitan-óperunnar gagnrýndir fyrir að hafa verið meðvitaðir um ásakanirnar í a.m.k. einu tilviki. Í tilkynningu þvertekur óperan þó fyrir að hafa vitað af málinu og reynt að þagga það niður. Þá neitar Levine ásökunum mannanna. Orðrómur um kynferðisbrot Levine hafði lengi verið á kreiki áður en mennirnir stigu fram og báru ásakanir á hendur honum. Johanna Fiedler, fyrrum upplýsingafulltrúi Metropolitan-óperunnar, greindi frá sögusögnum þess efnis í bók sinni Molto Agitato: The Mayhem Behind the Music at the Metropolitan Opera en bókin kom út árið 2001. MeToo Bandaríkin Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Metropolitan-óperan í New York hefur slitið öllu samstarfi við fyrrverandi tónlistarstjóra óperunnar, James Levine, vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá óperunni.Levine, sem var á eftirlaunum sem tónlistarstjóri óperunnar (e. Music Director Emeritus), var vikið tímabundið úr starfi í desember síðastliðnum eftir að New York Times birti ásakanir fjögurra karlmanna á hendur honum. Í kjölfar ásakananna var hrint af stað rannsókn innan Metropolitan-óperunnar sem leiddi til þess að Levine var rekinn í kvöld, bæði sem tónlistarstjóri og listrænn stjórnandi sérstakrar deildar fyrir unga tónlistarmenn. Áreitti varnarlausa listamenn Í tilkynningu segir enn fremur að nú teljist sannað að Levine hafi „áreitt varnarlausa listamenn“ og beitt þá kynferðisofbeldi, á meðan hann starfaði sem tónlistarstjóri hjá óperunni og áður en hann var ráðinn til starfans. Þá þykir einnig sannað að hann hafi sýnt af sér sambærilega hegðun í árdaga ferils síns þegar hann vann náið með ungum tónlistarnemum. Rætt var við 70 einstaklinga vegna málsins. „Í ljósi þessara upplýsinga ályktar Metropolitan-óperan að áframhaldandi samstarf Levine við óperuna væri bæði óviðeigandi og ómögulegt,“ segir í tilkynningu. Levine, sem er 74 ára, á glæstan feril að baki sem tónlistarstjóri og starfaði hjá Metropolitan-óperunni í 40 ár þangað til hann fór á eftirlaun árið 2016. Þvertaka fyrir að hafa þaggað málið niður Í desember í fyrra stigu fjórir menn fram og sökuðu Levine um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi en ásakanirnar spönnuðu þriggja áratuga tímabil. Þrír mannanna voru undir lögaldri þegar Levine misnotaði þá en hann er sagður hafa nýtt sér yfirburðarstöðu sína sem tónlistarstjóri við skóla og tónlistarhátíðir til að nálgast mennina. Þá voru forsvarsmenn Metropolitan-óperunnar gagnrýndir fyrir að hafa verið meðvitaðir um ásakanirnar í a.m.k. einu tilviki. Í tilkynningu þvertekur óperan þó fyrir að hafa vitað af málinu og reynt að þagga það niður. Þá neitar Levine ásökunum mannanna. Orðrómur um kynferðisbrot Levine hafði lengi verið á kreiki áður en mennirnir stigu fram og báru ásakanir á hendur honum. Johanna Fiedler, fyrrum upplýsingafulltrúi Metropolitan-óperunnar, greindi frá sögusögnum þess efnis í bók sinni Molto Agitato: The Mayhem Behind the Music at the Metropolitan Opera en bókin kom út árið 2001.
MeToo Bandaríkin Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira