Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2018 19:33 Aðstandendur Hauks Hilmarsson fyrir utan utanríkisráðuneytið fyrr í kvöld. Jóhann K. Jóhannsson Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mun eiga fund með aðstandendum Hauks Hilmarssonar, sem er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum, á morgun. Aðstandendurnir áttu fund með embættismönnum ráðuneytisins fyrr í dag. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, sagði á Facebook fyrr í dag að vísa ætti aðstandendum Hauks úr ráðuneytinu. Þegar fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 mætti fyrir utan ráðuneytið á sjöunda tímanum í kvöld stóð hópurinn fyrir utan ráðuneytið og var þá búið að samþykkja fund með ráðherranum. Haukur barðist með YPG, her sýrlenskra Kúrda, í Afrinhéraði í Sýrlandi. Fulltrúar útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrinhéraði afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl í Glasgow á föstudag þar sem staðfest er að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi þann 24. febrúar. Þegar fréttastofa reyndi að afla upplýsinga um efni fundar aðstandenda Hauks og ráðherra á morgun fengust ekki skýr svör en svo virðist vera að aðstandendur Hauks gagnrýni úrræðaleysi íslenskra stjórnvalda við að afla upplýsinga um örlög Hauks. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra staðfestir í samtali við Vísi að hann muni eiga fund með aðstandendum Hauks á morgun. „Borgaraþjónustan okkur hefur verið að gera hvað hún getur til að aðstoða aðstandendur og það er það sem menn vilja ræða,“ segir Guðlaugur Þór. „Alveg frá því þetta mál kom upp hefur ráðuneytið gert sitt ítrasta í málinu og mun halda því áfram.“ Tengdar fréttir Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mun eiga fund með aðstandendum Hauks Hilmarssonar, sem er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum, á morgun. Aðstandendurnir áttu fund með embættismönnum ráðuneytisins fyrr í dag. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, sagði á Facebook fyrr í dag að vísa ætti aðstandendum Hauks úr ráðuneytinu. Þegar fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 mætti fyrir utan ráðuneytið á sjöunda tímanum í kvöld stóð hópurinn fyrir utan ráðuneytið og var þá búið að samþykkja fund með ráðherranum. Haukur barðist með YPG, her sýrlenskra Kúrda, í Afrinhéraði í Sýrlandi. Fulltrúar útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrinhéraði afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl í Glasgow á föstudag þar sem staðfest er að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi þann 24. febrúar. Þegar fréttastofa reyndi að afla upplýsinga um efni fundar aðstandenda Hauks og ráðherra á morgun fengust ekki skýr svör en svo virðist vera að aðstandendur Hauks gagnrýni úrræðaleysi íslenskra stjórnvalda við að afla upplýsinga um örlög Hauks. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra staðfestir í samtali við Vísi að hann muni eiga fund með aðstandendum Hauks á morgun. „Borgaraþjónustan okkur hefur verið að gera hvað hún getur til að aðstoða aðstandendur og það er það sem menn vilja ræða,“ segir Guðlaugur Þór. „Alveg frá því þetta mál kom upp hefur ráðuneytið gert sitt ítrasta í málinu og mun halda því áfram.“
Tengdar fréttir Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40
Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39
Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45