Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2018 19:33 Aðstandendur Hauks Hilmarsson fyrir utan utanríkisráðuneytið fyrr í kvöld. Jóhann K. Jóhannsson Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mun eiga fund með aðstandendum Hauks Hilmarssonar, sem er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum, á morgun. Aðstandendurnir áttu fund með embættismönnum ráðuneytisins fyrr í dag. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, sagði á Facebook fyrr í dag að vísa ætti aðstandendum Hauks úr ráðuneytinu. Þegar fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 mætti fyrir utan ráðuneytið á sjöunda tímanum í kvöld stóð hópurinn fyrir utan ráðuneytið og var þá búið að samþykkja fund með ráðherranum. Haukur barðist með YPG, her sýrlenskra Kúrda, í Afrinhéraði í Sýrlandi. Fulltrúar útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrinhéraði afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl í Glasgow á föstudag þar sem staðfest er að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi þann 24. febrúar. Þegar fréttastofa reyndi að afla upplýsinga um efni fundar aðstandenda Hauks og ráðherra á morgun fengust ekki skýr svör en svo virðist vera að aðstandendur Hauks gagnrýni úrræðaleysi íslenskra stjórnvalda við að afla upplýsinga um örlög Hauks. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra staðfestir í samtali við Vísi að hann muni eiga fund með aðstandendum Hauks á morgun. „Borgaraþjónustan okkur hefur verið að gera hvað hún getur til að aðstoða aðstandendur og það er það sem menn vilja ræða,“ segir Guðlaugur Þór. „Alveg frá því þetta mál kom upp hefur ráðuneytið gert sitt ítrasta í málinu og mun halda því áfram.“ Tengdar fréttir Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mun eiga fund með aðstandendum Hauks Hilmarssonar, sem er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum, á morgun. Aðstandendurnir áttu fund með embættismönnum ráðuneytisins fyrr í dag. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, sagði á Facebook fyrr í dag að vísa ætti aðstandendum Hauks úr ráðuneytinu. Þegar fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 mætti fyrir utan ráðuneytið á sjöunda tímanum í kvöld stóð hópurinn fyrir utan ráðuneytið og var þá búið að samþykkja fund með ráðherranum. Haukur barðist með YPG, her sýrlenskra Kúrda, í Afrinhéraði í Sýrlandi. Fulltrúar útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrinhéraði afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl í Glasgow á föstudag þar sem staðfest er að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi þann 24. febrúar. Þegar fréttastofa reyndi að afla upplýsinga um efni fundar aðstandenda Hauks og ráðherra á morgun fengust ekki skýr svör en svo virðist vera að aðstandendur Hauks gagnrýni úrræðaleysi íslenskra stjórnvalda við að afla upplýsinga um örlög Hauks. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra staðfestir í samtali við Vísi að hann muni eiga fund með aðstandendum Hauks á morgun. „Borgaraþjónustan okkur hefur verið að gera hvað hún getur til að aðstoða aðstandendur og það er það sem menn vilja ræða,“ segir Guðlaugur Þór. „Alveg frá því þetta mál kom upp hefur ráðuneytið gert sitt ítrasta í málinu og mun halda því áfram.“
Tengdar fréttir Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40
Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39
Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45