Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2018 15:15 Klaki liggur ofan í stígnum ofan við Brúará. Göngufólk sem óttast brúnina hefur rutt sér leið í gegnum birkitré. Vísir/Kjartan Fjöldi ferðamanna leggur enn leið sína að Brúarfossi í Biskupstungum þrátt fyrir að aðstæður þar séu nú varhugarverðar og jafnvel hættulegar. Landeigandi segist líta svo á að fólk sé á eigin ábyrgð á stígnum að fossinum en til standi að koma upp upplýsingaskilti um aðstæður. Brúarfoss í Biskupstungum varð skyndilega að vinsælum áfangastað ferðamanna eftir að að hlaut óvænta frægð á netinu. Að fossinum liggja aðeins skógarstígar sem áður voru fáfarnir. Þeir breyttust í drullusvað í fyrra vegna átroðnings ferðamanna. Rúmir þrír kílómetrar eru að fossinum frá bílastæði niðri við Laugarvatnsveg. Þegar blaðamaður Vísis var á ferð á svæðinu í gær voru aðstæður á leiðinni að fossinum varhugarverðar. Þykkur klaki og snjór lá ofan í stígnum sem liggur að hluta til rétt ofan við bakka Brúarár þegar komið er yfir Hlauptungulæk. Þar sem stígurinn var varasamastur hafði göngufólk greinilega rutt sér leið í gegnum birkitré sem lágu víða brotin og rifin.Ætla að færa stíginn fjær brúninni Rúnar Gunnarsson, bóndi á Efri-Reykjum sem á landið austanmegin við Brúará, segir að ferðamannastraumurinn að fossinum sé engu minni nú en hann var í sumar. „Í gær voru hérna til dæmis rúmlega tuttugu bílar á bílastæðinu niðri við á. Ég held að margir fari þarna áleiðis en hætti sér svo hreint ekki lengra,“ segir hann í samtali við Vísi og telur ekki ofmælt að aðstæður á stígnum séu hættulegar um þessar mundir. Landeigendurnir á Efri-Reykjum fengu styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða í fyrra til þess að bæta aðstöðuna upp að fossinum. Rúnar segir að styrkurinn hafi verið notaður til þess að bæta neðri hluta stígsins og efsta hluta hans. Hann hafi meðal annars þurrkað stíginn upp og borið í kafla hans. Þá var hluta stígsins nærri Vallá breytt og hann færður fjær ánum tveimur. Rúnar segir að aðstæður þar hafi verið orðnar hættulegar, ekki síst á veturna þegar fólk var að klöngrast eftir stígnum í klaka. Hann hefur sótt um annan styrk til þess að bæta kaflann ofan við Hlauptungulæk. „Ætlunin er að færa göngustíginn fjær brúnni og bera í hann þannig að fólk þurfi ekki að vaða inn í skóginn og brjóta allt og bramla. Við ætlum að reyna að gera þetta þannig að það þurfi enginn að drepa sig,“ segir Rúnar.Stígurinn upp á Brúarfossi er rúmlega þriggja kílómetra langur frá bílastæðinu við Laugarvatnsveg. Hann liggur með Brúará.Vísir/KjartanÁ eigin ábyrgð Spurður að því hvort ekki hafi komið til greina að vara við aðstæðum á leiðinni upp að Brúarfossi segist Rúnar líta svo á að stígurinn sé opinn og að þeir sem gangi eftir honum séu á eigin ábyrgð. Þó standi til að setja upp upplýsingaskilti á bílastæðinu niðri við ána ef styrkurinn fæst. Þar yrði meðal annars varað við því að áin sjálf sé hættuleg. „Á því mun standa að yfir veturinn séu aðstæður misgóðar,“ segir Rúnar sem fylgist ekki með stígnum yfir veturinn eða heldur honum við. Þrátt fyrir það segir Rúnar að það komi fyrir að hann hafi áhyggjur af ferðafólki við ána. Þannig leggi fólk jafnvel af stað upp að fossinum rétt áður en byrjar að dimma. „Þannig að maður reynir að fylgjast með bílunum út um gluggann hvort þeir fari ekki örugglega á einhverjum tímapunkti þannig að það sé ekki bara stopp þarna upp frá einhvers staðar eða að eitthvað hafi komið fyrir,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fjöldi ferðamanna leggur enn leið sína að Brúarfossi í Biskupstungum þrátt fyrir að aðstæður þar séu nú varhugarverðar og jafnvel hættulegar. Landeigandi segist líta svo á að fólk sé á eigin ábyrgð á stígnum að fossinum en til standi að koma upp upplýsingaskilti um aðstæður. Brúarfoss í Biskupstungum varð skyndilega að vinsælum áfangastað ferðamanna eftir að að hlaut óvænta frægð á netinu. Að fossinum liggja aðeins skógarstígar sem áður voru fáfarnir. Þeir breyttust í drullusvað í fyrra vegna átroðnings ferðamanna. Rúmir þrír kílómetrar eru að fossinum frá bílastæði niðri við Laugarvatnsveg. Þegar blaðamaður Vísis var á ferð á svæðinu í gær voru aðstæður á leiðinni að fossinum varhugarverðar. Þykkur klaki og snjór lá ofan í stígnum sem liggur að hluta til rétt ofan við bakka Brúarár þegar komið er yfir Hlauptungulæk. Þar sem stígurinn var varasamastur hafði göngufólk greinilega rutt sér leið í gegnum birkitré sem lágu víða brotin og rifin.Ætla að færa stíginn fjær brúninni Rúnar Gunnarsson, bóndi á Efri-Reykjum sem á landið austanmegin við Brúará, segir að ferðamannastraumurinn að fossinum sé engu minni nú en hann var í sumar. „Í gær voru hérna til dæmis rúmlega tuttugu bílar á bílastæðinu niðri við á. Ég held að margir fari þarna áleiðis en hætti sér svo hreint ekki lengra,“ segir hann í samtali við Vísi og telur ekki ofmælt að aðstæður á stígnum séu hættulegar um þessar mundir. Landeigendurnir á Efri-Reykjum fengu styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða í fyrra til þess að bæta aðstöðuna upp að fossinum. Rúnar segir að styrkurinn hafi verið notaður til þess að bæta neðri hluta stígsins og efsta hluta hans. Hann hafi meðal annars þurrkað stíginn upp og borið í kafla hans. Þá var hluta stígsins nærri Vallá breytt og hann færður fjær ánum tveimur. Rúnar segir að aðstæður þar hafi verið orðnar hættulegar, ekki síst á veturna þegar fólk var að klöngrast eftir stígnum í klaka. Hann hefur sótt um annan styrk til þess að bæta kaflann ofan við Hlauptungulæk. „Ætlunin er að færa göngustíginn fjær brúnni og bera í hann þannig að fólk þurfi ekki að vaða inn í skóginn og brjóta allt og bramla. Við ætlum að reyna að gera þetta þannig að það þurfi enginn að drepa sig,“ segir Rúnar.Stígurinn upp á Brúarfossi er rúmlega þriggja kílómetra langur frá bílastæðinu við Laugarvatnsveg. Hann liggur með Brúará.Vísir/KjartanÁ eigin ábyrgð Spurður að því hvort ekki hafi komið til greina að vara við aðstæðum á leiðinni upp að Brúarfossi segist Rúnar líta svo á að stígurinn sé opinn og að þeir sem gangi eftir honum séu á eigin ábyrgð. Þó standi til að setja upp upplýsingaskilti á bílastæðinu niðri við ána ef styrkurinn fæst. Þar yrði meðal annars varað við því að áin sjálf sé hættuleg. „Á því mun standa að yfir veturinn séu aðstæður misgóðar,“ segir Rúnar sem fylgist ekki með stígnum yfir veturinn eða heldur honum við. Þrátt fyrir það segir Rúnar að það komi fyrir að hann hafi áhyggjur af ferðafólki við ána. Þannig leggi fólk jafnvel af stað upp að fossinum rétt áður en byrjar að dimma. „Þannig að maður reynir að fylgjast með bílunum út um gluggann hvort þeir fari ekki örugglega á einhverjum tímapunkti þannig að það sé ekki bara stopp þarna upp frá einhvers staðar eða að eitthvað hafi komið fyrir,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira