Erlent

Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta

Kjartan Kjartansson skrifar
Warren segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður Massachusetts.
Warren segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður Massachusetts. Vísir/AFP
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurnin Elizabeth Warren segist ekki ætlað bjóða sig fram til forseta árið 2020. Hún var á meðal þeirra demókrata sem orðaðir voru við framboð fyrir kosningarnar árið 2016.

Warren er þingmaður Massachusetts-ríkis. Hún hefur ekki síst vakið athygli fyrir aðhald hennar á þingi með fjármálastofnunum. Nú síðast hefur hún verið harðlega gagnrýninin á félaga sína í Demókrataflokknum sem styðja afnám repúblikana á Dodd-Frank-reglugerðinni svonefndu sem var samþykkt í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 til að herða reglur um fjármálastarfsemi.

Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina um helgina sagðist Warren hins vegar ekki hyggja á forsetaframboð að tveimur árum liðnum. Þess í stað ætlaði hún sér að ná endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður í þingkosningunum í nóvember. Hún vildi hins vegar ekki taka af tvímæli um hvort að hún myndi sitja út sex ára kjörtímabilið yrði hún endurkjörin, að sögn Politico.

Donald Trump forseti hefur haft sérstakt horn í síðu Warren en hún hefur verið afar gagnrýnin á störf forsetans. Hann hefur meðal annars ítrekað uppnefnt hana „Pocahontas“ vegna þess að Warren hélt því eitt sinn fram að hún ætti ættir sínar að rekja til bandarískra frumbyggja.


Tengdar fréttir

Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast

Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×