Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 11. mars 2018 18:49 Þota af gerðinni A-10 Thunderbolt II hefur sig til lofts á Incirlik-flugvellinum. Vélin er í eigu Bandaríkjahers. vísir/getty Bandaríkjaher hefur dregið allverulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi og íhugar að hætta henni til frambúðar. Bandaríkjamenn hafa nýtt sér herstöðina í hernaði gegn Íslamska ríkinu undanfarin ár. Ákvörðunin er talin helgast af auknum kala í samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna vegna stríðandi hagsmuna í átökunum í Sýrlandi. Hafa fjölmiðlar vestanhafs fullyrt að ákvörðunin sé ein harkalegasta afleiðing hnignandi sambands ríkjanna tveggja hingað til. Bandaríkjamenn sömdu við Tyrki um afnot af Incirlik-herflugvellinum árið 2015. Samningurinn náði aðeins til aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu og var tekið sérstaklega fram að Bandaríkjamenn mættu ekki nota herstöðina til þess að aðstoða Kúrda í hernaði. Þjóðverjar sömdu um afnot af Incirlik-herflugvellinum 2016, einnig í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, en Erdogan Tyrklandsforseti meinaði þeim frekari notkun á henni í júní á síðasta ári. Tyrkir hafa ekki óheimilað Bandaríkjum afnot af Incirlik, að minnsta kosti ekki formlega. Hins vegar hafa bandarískir hermenn fullyrt að torvelt hafi reynst að starfa á flugvellinum að undanförnu. Tyrkir hafi beitt ýmsum brögðum til þess að hindra starfsemi Bandaríkjahers á herstöðinni.Incirlik-herflugvöllurinn er í útnára borgarinnar Adana, ekki langt frá landamærum Sýrlands.mynd/googlemapsHaft hefur verið eftir tyrkneskum embættismanni að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik sýni ekki fram á bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja, heldur stýrist hún af aukinni áherslu Bandaríkjamanna á hernaðaraðgerðir í Afganistan í stað Sýrlands. Samband þjóðanna tveggja hefur hins vegar verið stormasamt um árabil en stuðningur Bandaríkjamanna við Kúrda undanfarin ár hefur reynst Tyrkjum þungbær. Átök milli Tyrkja og Kúrda eiga sér áralanga sögu en harðir bardagar blossuðu upp í Afrinhéraði í Sýrlandi milli Tyrkja og Verndarsveitum Kúrda (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjamönnum, í lok janúar. Átökin stöfuðu af tilraunum Tyrkja til þess að ná landsvæðinu á sitt band.Vísir greindi frá því skömmu eftir að átökin brutust út að bandarískir embættismenn hefðu staðhæft að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja hafi skotið reglulega á bandaríska herinn í bænum Manbij. The Wall Street Journal greinir frá því að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik-herstöðinni séu einnig afleiðing af því að hægst hefur á aðgerðum Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu. Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Bandaríkjaher hefur dregið allverulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi og íhugar að hætta henni til frambúðar. Bandaríkjamenn hafa nýtt sér herstöðina í hernaði gegn Íslamska ríkinu undanfarin ár. Ákvörðunin er talin helgast af auknum kala í samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna vegna stríðandi hagsmuna í átökunum í Sýrlandi. Hafa fjölmiðlar vestanhafs fullyrt að ákvörðunin sé ein harkalegasta afleiðing hnignandi sambands ríkjanna tveggja hingað til. Bandaríkjamenn sömdu við Tyrki um afnot af Incirlik-herflugvellinum árið 2015. Samningurinn náði aðeins til aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu og var tekið sérstaklega fram að Bandaríkjamenn mættu ekki nota herstöðina til þess að aðstoða Kúrda í hernaði. Þjóðverjar sömdu um afnot af Incirlik-herflugvellinum 2016, einnig í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, en Erdogan Tyrklandsforseti meinaði þeim frekari notkun á henni í júní á síðasta ári. Tyrkir hafa ekki óheimilað Bandaríkjum afnot af Incirlik, að minnsta kosti ekki formlega. Hins vegar hafa bandarískir hermenn fullyrt að torvelt hafi reynst að starfa á flugvellinum að undanförnu. Tyrkir hafi beitt ýmsum brögðum til þess að hindra starfsemi Bandaríkjahers á herstöðinni.Incirlik-herflugvöllurinn er í útnára borgarinnar Adana, ekki langt frá landamærum Sýrlands.mynd/googlemapsHaft hefur verið eftir tyrkneskum embættismanni að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik sýni ekki fram á bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja, heldur stýrist hún af aukinni áherslu Bandaríkjamanna á hernaðaraðgerðir í Afganistan í stað Sýrlands. Samband þjóðanna tveggja hefur hins vegar verið stormasamt um árabil en stuðningur Bandaríkjamanna við Kúrda undanfarin ár hefur reynst Tyrkjum þungbær. Átök milli Tyrkja og Kúrda eiga sér áralanga sögu en harðir bardagar blossuðu upp í Afrinhéraði í Sýrlandi milli Tyrkja og Verndarsveitum Kúrda (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjamönnum, í lok janúar. Átökin stöfuðu af tilraunum Tyrkja til þess að ná landsvæðinu á sitt band.Vísir greindi frá því skömmu eftir að átökin brutust út að bandarískir embættismenn hefðu staðhæft að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja hafi skotið reglulega á bandaríska herinn í bænum Manbij. The Wall Street Journal greinir frá því að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik-herstöðinni séu einnig afleiðing af því að hægst hefur á aðgerðum Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu.
Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02
Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00
Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00