Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 11. mars 2018 18:49 Þota af gerðinni A-10 Thunderbolt II hefur sig til lofts á Incirlik-flugvellinum. Vélin er í eigu Bandaríkjahers. vísir/getty Bandaríkjaher hefur dregið allverulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi og íhugar að hætta henni til frambúðar. Bandaríkjamenn hafa nýtt sér herstöðina í hernaði gegn Íslamska ríkinu undanfarin ár. Ákvörðunin er talin helgast af auknum kala í samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna vegna stríðandi hagsmuna í átökunum í Sýrlandi. Hafa fjölmiðlar vestanhafs fullyrt að ákvörðunin sé ein harkalegasta afleiðing hnignandi sambands ríkjanna tveggja hingað til. Bandaríkjamenn sömdu við Tyrki um afnot af Incirlik-herflugvellinum árið 2015. Samningurinn náði aðeins til aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu og var tekið sérstaklega fram að Bandaríkjamenn mættu ekki nota herstöðina til þess að aðstoða Kúrda í hernaði. Þjóðverjar sömdu um afnot af Incirlik-herflugvellinum 2016, einnig í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, en Erdogan Tyrklandsforseti meinaði þeim frekari notkun á henni í júní á síðasta ári. Tyrkir hafa ekki óheimilað Bandaríkjum afnot af Incirlik, að minnsta kosti ekki formlega. Hins vegar hafa bandarískir hermenn fullyrt að torvelt hafi reynst að starfa á flugvellinum að undanförnu. Tyrkir hafi beitt ýmsum brögðum til þess að hindra starfsemi Bandaríkjahers á herstöðinni.Incirlik-herflugvöllurinn er í útnára borgarinnar Adana, ekki langt frá landamærum Sýrlands.mynd/googlemapsHaft hefur verið eftir tyrkneskum embættismanni að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik sýni ekki fram á bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja, heldur stýrist hún af aukinni áherslu Bandaríkjamanna á hernaðaraðgerðir í Afganistan í stað Sýrlands. Samband þjóðanna tveggja hefur hins vegar verið stormasamt um árabil en stuðningur Bandaríkjamanna við Kúrda undanfarin ár hefur reynst Tyrkjum þungbær. Átök milli Tyrkja og Kúrda eiga sér áralanga sögu en harðir bardagar blossuðu upp í Afrinhéraði í Sýrlandi milli Tyrkja og Verndarsveitum Kúrda (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjamönnum, í lok janúar. Átökin stöfuðu af tilraunum Tyrkja til þess að ná landsvæðinu á sitt band.Vísir greindi frá því skömmu eftir að átökin brutust út að bandarískir embættismenn hefðu staðhæft að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja hafi skotið reglulega á bandaríska herinn í bænum Manbij. The Wall Street Journal greinir frá því að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik-herstöðinni séu einnig afleiðing af því að hægst hefur á aðgerðum Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu. Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Bandaríkjaher hefur dregið allverulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi og íhugar að hætta henni til frambúðar. Bandaríkjamenn hafa nýtt sér herstöðina í hernaði gegn Íslamska ríkinu undanfarin ár. Ákvörðunin er talin helgast af auknum kala í samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna vegna stríðandi hagsmuna í átökunum í Sýrlandi. Hafa fjölmiðlar vestanhafs fullyrt að ákvörðunin sé ein harkalegasta afleiðing hnignandi sambands ríkjanna tveggja hingað til. Bandaríkjamenn sömdu við Tyrki um afnot af Incirlik-herflugvellinum árið 2015. Samningurinn náði aðeins til aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu og var tekið sérstaklega fram að Bandaríkjamenn mættu ekki nota herstöðina til þess að aðstoða Kúrda í hernaði. Þjóðverjar sömdu um afnot af Incirlik-herflugvellinum 2016, einnig í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, en Erdogan Tyrklandsforseti meinaði þeim frekari notkun á henni í júní á síðasta ári. Tyrkir hafa ekki óheimilað Bandaríkjum afnot af Incirlik, að minnsta kosti ekki formlega. Hins vegar hafa bandarískir hermenn fullyrt að torvelt hafi reynst að starfa á flugvellinum að undanförnu. Tyrkir hafi beitt ýmsum brögðum til þess að hindra starfsemi Bandaríkjahers á herstöðinni.Incirlik-herflugvöllurinn er í útnára borgarinnar Adana, ekki langt frá landamærum Sýrlands.mynd/googlemapsHaft hefur verið eftir tyrkneskum embættismanni að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik sýni ekki fram á bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja, heldur stýrist hún af aukinni áherslu Bandaríkjamanna á hernaðaraðgerðir í Afganistan í stað Sýrlands. Samband þjóðanna tveggja hefur hins vegar verið stormasamt um árabil en stuðningur Bandaríkjamanna við Kúrda undanfarin ár hefur reynst Tyrkjum þungbær. Átök milli Tyrkja og Kúrda eiga sér áralanga sögu en harðir bardagar blossuðu upp í Afrinhéraði í Sýrlandi milli Tyrkja og Verndarsveitum Kúrda (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjamönnum, í lok janúar. Átökin stöfuðu af tilraunum Tyrkja til þess að ná landsvæðinu á sitt band.Vísir greindi frá því skömmu eftir að átökin brutust út að bandarískir embættismenn hefðu staðhæft að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja hafi skotið reglulega á bandaríska herinn í bænum Manbij. The Wall Street Journal greinir frá því að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik-herstöðinni séu einnig afleiðing af því að hægst hefur á aðgerðum Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu.
Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02
Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00
Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00