Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2018 10:15 Livia Giuggioli og Colin Firth. Vísir/Getty Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó.Ítarlega er fjallað um málið á vef Daily Mail, þar sem meðal annars er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, en hann er faðir Snæfríðar sem lést árið 2013. Málið má rekja til þess að Giuggioli og Brancaccia virðast hafa átt í stuttu sambandi á árunum 2015 og 2016 er Firth og eiginkona hans gengu í gegnum erfiðleika í hjónabandinu.Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur.Þegar þau náðu aftur saman er Brancaccia sagður hafa átt í erfiðleikum með að sætta sig við það. Hafa hjónin sakað hann um að hafa hrellt Giuggioli mánuðum saman og hótað að skrifa greinar sem kæmu sér illa fyrir þau.Í samtali við Daily Mail þvertekur Brancaccia fyrir að hafa sýnt af sér ógnandi hegðun í garð Giuggioli. Segir hann að þau hafi orðið ástfangin og ferðast saman um heiminn, meðal annars til Íslands.Hann vill þó ekki gefa upp hvernig sambandið endaði en í frétt Daily Mail segir að ljóst sé að Giuggioli hafi bundið enda á það. Hann segir ásakanir þeirra á hendur sér hafa komið til vegna þess að hjónin óttist að ímynd þeirra sem „hin fullkomnu hjón“ gæti beðið hnekki.Sett í samhengi við forræðisdeilu Snæfríðar og Brancaccia Lögregla rannsakar nú ásakanirnar á hendur Brancaccia en í frétt Daily Mail er málið sett í samhengi við forræðisdeilur Snæfríðar og ítalska blaðamannsins árið 2003 og 2004.Forsíða DV þann 6. júlí 2004, fjallaði um forræðisdeilurnar.Vísir/Tímarit.isÍtarlega var fjallað um málið í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttir þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir dóttir þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu.Forræðisdeila þeirra fór fyrir íslenska dómstóla en árið 2004 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dóttir Snæfríðar og hans yrði á Íslandi með móður sinni. Líkt og fyrr segir er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson í frétt Daily Mail þar sem hann segir að Snæfríður hafi óttast Brancaccia.„Þau bjuggu saman í Mexíkó og hún flúði vegna þess að hann hótaði málsókn,“ segir Jón Baldvin. „Það er ekkert leyndarmál að dóttir mín sakaði hann um ofbeldi.“Í frétt Daily Mail segir einnig að lögfræðingar Brancaccia og hjónanna vinni nú að því að komast að samkomulagi í málinu, en yfirvöld á Ítalíu fara með rannsókn þess. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó.Ítarlega er fjallað um málið á vef Daily Mail, þar sem meðal annars er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, en hann er faðir Snæfríðar sem lést árið 2013. Málið má rekja til þess að Giuggioli og Brancaccia virðast hafa átt í stuttu sambandi á árunum 2015 og 2016 er Firth og eiginkona hans gengu í gegnum erfiðleika í hjónabandinu.Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur.Þegar þau náðu aftur saman er Brancaccia sagður hafa átt í erfiðleikum með að sætta sig við það. Hafa hjónin sakað hann um að hafa hrellt Giuggioli mánuðum saman og hótað að skrifa greinar sem kæmu sér illa fyrir þau.Í samtali við Daily Mail þvertekur Brancaccia fyrir að hafa sýnt af sér ógnandi hegðun í garð Giuggioli. Segir hann að þau hafi orðið ástfangin og ferðast saman um heiminn, meðal annars til Íslands.Hann vill þó ekki gefa upp hvernig sambandið endaði en í frétt Daily Mail segir að ljóst sé að Giuggioli hafi bundið enda á það. Hann segir ásakanir þeirra á hendur sér hafa komið til vegna þess að hjónin óttist að ímynd þeirra sem „hin fullkomnu hjón“ gæti beðið hnekki.Sett í samhengi við forræðisdeilu Snæfríðar og Brancaccia Lögregla rannsakar nú ásakanirnar á hendur Brancaccia en í frétt Daily Mail er málið sett í samhengi við forræðisdeilur Snæfríðar og ítalska blaðamannsins árið 2003 og 2004.Forsíða DV þann 6. júlí 2004, fjallaði um forræðisdeilurnar.Vísir/Tímarit.isÍtarlega var fjallað um málið í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttir þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir dóttir þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu.Forræðisdeila þeirra fór fyrir íslenska dómstóla en árið 2004 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dóttir Snæfríðar og hans yrði á Íslandi með móður sinni. Líkt og fyrr segir er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson í frétt Daily Mail þar sem hann segir að Snæfríður hafi óttast Brancaccia.„Þau bjuggu saman í Mexíkó og hún flúði vegna þess að hann hótaði málsókn,“ segir Jón Baldvin. „Það er ekkert leyndarmál að dóttir mín sakaði hann um ofbeldi.“Í frétt Daily Mail segir einnig að lögfræðingar Brancaccia og hjónanna vinni nú að því að komast að samkomulagi í málinu, en yfirvöld á Ítalíu fara með rannsókn þess.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira