Erlent

Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu. Nordicphotos/AFP
Leiðtogar Norður- og Suður Kóreu munu funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl. Frá þessu var greint í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríkjunum tveimur í dag en fundurinn verður ekki sá eini sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, mun eiga með þjóðarleiðtogum á árinu. 

Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt í norður og suður árið 1953. Síðasti leiðtogafundur ríkjanna fór fram árið 2007 þegar Kim Jong-il, fyrrum leiðtogi Norður Kóreu hitti þáverandi forseta Suður-Kóreu í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.

Í óopinberri heimsókn til Kína nú á dögunum kvaðst Kim Jong-un, lofað því að losa landið við kjarnorkuvopn og sagði það eindreginn vilja Norður- Kóreumanna að stuðla að afvopnun á Kóreuskaga. Heimsóknin til Kína var í fyrsta sinn sem Kim Jong Un fór út fyrir landsteinana frá því að hann tók við embætti árið 2011 og þykir vera til marks um þýðu í samskiptum ríkisins við nágranna sína.

Eftir að hafa gert sextán eldflaugatilraunir og eina kjarnorkutilraun, raunar þá stærstu í sögu ríkisins, á síðasta ári þykir einkennilegt að Kim vilji nú reyna að stilla til friðar. Hafa Norður-Kóreumenn ekki gert neina slíka tilraun það sem af er ári, höfðu gert tvær á sama tíma í fyrra. Togstreitan á Kóreuskaga, og á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna, var gríðarleg áður en boðað var til viðræðnanna á milli suðurs og norðurs og svo norðurs og vesturs.

Fundir Kim Jong-Un með leiðtogum Kína og Norður Kóreu eru ekki þeir einu sem einræðisherran mun taka þátt í á árinu en til stendur að hann hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, stuttu að loknum fundinum þann 27. Apríl með forseta Suður-Kóreu, en líklegast mun fundurinn með bandaríkjaforseta verða í maí.


Tengdar fréttir

Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn

Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×