Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. mars 2018 13:02 Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu. Nordicphotos/AFP Leiðtogar Norður- og Suður Kóreu munu funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl. Frá þessu var greint í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríkjunum tveimur í dag en fundurinn verður ekki sá eini sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, mun eiga með þjóðarleiðtogum á árinu. Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt í norður og suður árið 1953. Síðasti leiðtogafundur ríkjanna fór fram árið 2007 þegar Kim Jong-il, fyrrum leiðtogi Norður Kóreu hitti þáverandi forseta Suður-Kóreu í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Í óopinberri heimsókn til Kína nú á dögunum kvaðst Kim Jong-un, lofað því að losa landið við kjarnorkuvopn og sagði það eindreginn vilja Norður- Kóreumanna að stuðla að afvopnun á Kóreuskaga. Heimsóknin til Kína var í fyrsta sinn sem Kim Jong Un fór út fyrir landsteinana frá því að hann tók við embætti árið 2011 og þykir vera til marks um þýðu í samskiptum ríkisins við nágranna sína. Eftir að hafa gert sextán eldflaugatilraunir og eina kjarnorkutilraun, raunar þá stærstu í sögu ríkisins, á síðasta ári þykir einkennilegt að Kim vilji nú reyna að stilla til friðar. Hafa Norður-Kóreumenn ekki gert neina slíka tilraun það sem af er ári, höfðu gert tvær á sama tíma í fyrra. Togstreitan á Kóreuskaga, og á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna, var gríðarleg áður en boðað var til viðræðnanna á milli suðurs og norðurs og svo norðurs og vesturs. Fundir Kim Jong-Un með leiðtogum Kína og Norður Kóreu eru ekki þeir einu sem einræðisherran mun taka þátt í á árinu en til stendur að hann hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, stuttu að loknum fundinum þann 27. Apríl með forseta Suður-Kóreu, en líklegast mun fundurinn með bandaríkjaforseta verða í maí. Tengdar fréttir Einræðisríkið einmana kemur út úr skelinni Kim Jong Un, leiðtogi Norður Kóreu og Xi Jinping áttu árangursríkan fund. Bæði leiðtogi Norður Kóreu og Bandaríkjaforseti hlakka til að funda. 28. mars 2018 20:00 Mikilvægt skref fyrir komandi viðræður Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína 28. mars 2018 06:26 Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Leiðtogar Norður- og Suður Kóreu munu funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl. Frá þessu var greint í sameiginlegri yfirlýsingu frá ríkjunum tveimur í dag en fundurinn verður ekki sá eini sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, mun eiga með þjóðarleiðtogum á árinu. Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt í norður og suður árið 1953. Síðasti leiðtogafundur ríkjanna fór fram árið 2007 þegar Kim Jong-il, fyrrum leiðtogi Norður Kóreu hitti þáverandi forseta Suður-Kóreu í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Í óopinberri heimsókn til Kína nú á dögunum kvaðst Kim Jong-un, lofað því að losa landið við kjarnorkuvopn og sagði það eindreginn vilja Norður- Kóreumanna að stuðla að afvopnun á Kóreuskaga. Heimsóknin til Kína var í fyrsta sinn sem Kim Jong Un fór út fyrir landsteinana frá því að hann tók við embætti árið 2011 og þykir vera til marks um þýðu í samskiptum ríkisins við nágranna sína. Eftir að hafa gert sextán eldflaugatilraunir og eina kjarnorkutilraun, raunar þá stærstu í sögu ríkisins, á síðasta ári þykir einkennilegt að Kim vilji nú reyna að stilla til friðar. Hafa Norður-Kóreumenn ekki gert neina slíka tilraun það sem af er ári, höfðu gert tvær á sama tíma í fyrra. Togstreitan á Kóreuskaga, og á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna, var gríðarleg áður en boðað var til viðræðnanna á milli suðurs og norðurs og svo norðurs og vesturs. Fundir Kim Jong-Un með leiðtogum Kína og Norður Kóreu eru ekki þeir einu sem einræðisherran mun taka þátt í á árinu en til stendur að hann hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, stuttu að loknum fundinum þann 27. Apríl með forseta Suður-Kóreu, en líklegast mun fundurinn með bandaríkjaforseta verða í maí.
Tengdar fréttir Einræðisríkið einmana kemur út úr skelinni Kim Jong Un, leiðtogi Norður Kóreu og Xi Jinping áttu árangursríkan fund. Bæði leiðtogi Norður Kóreu og Bandaríkjaforseti hlakka til að funda. 28. mars 2018 20:00 Mikilvægt skref fyrir komandi viðræður Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína 28. mars 2018 06:26 Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Einræðisríkið einmana kemur út úr skelinni Kim Jong Un, leiðtogi Norður Kóreu og Xi Jinping áttu árangursríkan fund. Bæði leiðtogi Norður Kóreu og Bandaríkjaforseti hlakka til að funda. 28. mars 2018 20:00
Mikilvægt skref fyrir komandi viðræður Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína 28. mars 2018 06:26
Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00