Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2018 18:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. Ólafía er þar við keppni á fyrsta LPGA-risamóti ársins en á sautjándu holunni setti hún boltann beint ofan í holuna í fyrsta höggi sínu. Holan er par þrjú og 179 metrar en fyrir okkar konu var þetta lítil fyrirstaða. Algjörlega ótrúleg en annars var hringurinn hjá íþróttamanni ársins 2017 nokkuð kaflaskiptur. Hún fékk örn í tvígang og tvo fugla en skollarnir voru sex. Ólafía endaði á pari vallarins en þegar þetta er skrifað situr hún í 40. sætinu. Þetta ætti að gefa henni gott sjálfstraust fyrir morgundaginn en annar keppnisdagurinn fer fram á morgun. Þá kemur í ljós hvort að Ólafía komist í gegnum niðurskurðinn en þriðji og fjórði hringurinn verða leiknir á laugardag og sunnudag. Vísir fylgist áfram vel með gangi mála á morgun. Myndband af atvikinu má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Karen Sævarsdóttir lýsti þessu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. Ólafía er þar við keppni á fyrsta LPGA-risamóti ársins en á sautjándu holunni setti hún boltann beint ofan í holuna í fyrsta höggi sínu. Holan er par þrjú og 179 metrar en fyrir okkar konu var þetta lítil fyrirstaða. Algjörlega ótrúleg en annars var hringurinn hjá íþróttamanni ársins 2017 nokkuð kaflaskiptur. Hún fékk örn í tvígang og tvo fugla en skollarnir voru sex. Ólafía endaði á pari vallarins en þegar þetta er skrifað situr hún í 40. sætinu. Þetta ætti að gefa henni gott sjálfstraust fyrir morgundaginn en annar keppnisdagurinn fer fram á morgun. Þá kemur í ljós hvort að Ólafía komist í gegnum niðurskurðinn en þriðji og fjórði hringurinn verða leiknir á laugardag og sunnudag. Vísir fylgist áfram vel með gangi mála á morgun. Myndband af atvikinu má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Karen Sævarsdóttir lýsti þessu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira