Innlent

Endaði utan vegar eftir eftirför lögreglu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt.
Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt. Vísir/Eyþór
Ökumaður var handtekinn í austurborginni á fimmta tímanum í nótt eftir að sinnta ekki stöðvunarmerkjum lögrelgu. Maðurinn ók á miklum hraða meðal annars gegn rauðu ljósi en eftirförin endaði þegar hann missti stjórn á bíl sínum og ók útaf. Að sögn lögreglu slasaðist maðurinn ekki.

Bíllinn skemmdist hins vegar mikið og er óökufær. Maðurinn er meðal annars grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja og var vistaður í fangageymslu.

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um miðnætti var ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var sviptur ökuréttindum og svo látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í borginni grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna um klukkan eitt í nótt. Í öðrum bílnum fundust við leit 26 kannabisplöntur í farangursgeymslunni og tveir ólöglegir hnífar voru haldlagðir sem farþegi hafði á sér. Í hinum bílnum framvísaði ökumaðurinn til lögreglu neysluskammti af fíkniefnum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×