Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. mars 2018 20:00 Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Um er að ræða norrænan fuglamítil af tegundinni ornithonyssus sylviarium. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs til að mynda ekki vera gætt með því að fara fram á aflífun fuglanna. „Þetta er mítill sem að sýgur blóð og hann hefur áhrif á dýrin, bæði heilbrigði þeirra og velferð og getur valdið verulegu fjárhagslegu tjóni ef hann fer í alifugla. Þetta er einn mesti, alvarlegasti, sjúkdómsvaldur, alvarlegasti sjúkdómsvaldur í alifuglabúðum í norður Ameríku,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum. Taldar eru verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví en mítillinn getur lifað í margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er að útrýma honum. „Það er mjög erfitt að finna þennan mítil. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við treystum okkur ekki til að hleypa þessu í gegnum sóttkví,“ segir Sigurborg. „Við skulum gefa okkur það að þó það væri hægt að meðhöndla þá er mjög erfitt að finna og sannreyna að meðhöndlun hafi tekist.“ Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og er lögfræðingur verslunarinnar þegar kominn í málið. „Það verður bara að skoða það, núna er málið hjá eiganda fuglanna og innflytjenda og hann verður að fá tíma til að bregðast við og við verðum svo bara að taka á því þegar þar að kemur,“ segir Sigurborg, spurð hvort til greina komi að veita lengri frest en til 4. apríl þar sem eigendur hyggjast leggja fram kæru. „Þetta er alvarlegt mál og við þurfum að taka á því sem slíku.“ Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Um er að ræða norrænan fuglamítil af tegundinni ornithonyssus sylviarium. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs til að mynda ekki vera gætt með því að fara fram á aflífun fuglanna. „Þetta er mítill sem að sýgur blóð og hann hefur áhrif á dýrin, bæði heilbrigði þeirra og velferð og getur valdið verulegu fjárhagslegu tjóni ef hann fer í alifugla. Þetta er einn mesti, alvarlegasti, sjúkdómsvaldur, alvarlegasti sjúkdómsvaldur í alifuglabúðum í norður Ameríku,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum. Taldar eru verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví en mítillinn getur lifað í margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er að útrýma honum. „Það er mjög erfitt að finna þennan mítil. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við treystum okkur ekki til að hleypa þessu í gegnum sóttkví,“ segir Sigurborg. „Við skulum gefa okkur það að þó það væri hægt að meðhöndla þá er mjög erfitt að finna og sannreyna að meðhöndlun hafi tekist.“ Eigendur Dýraríkisins ætla að kæra ákvörðunina til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og er lögfræðingur verslunarinnar þegar kominn í málið. „Það verður bara að skoða það, núna er málið hjá eiganda fuglanna og innflytjenda og hann verður að fá tíma til að bregðast við og við verðum svo bara að taka á því þegar þar að kemur,“ segir Sigurborg, spurð hvort til greina komi að veita lengri frest en til 4. apríl þar sem eigendur hyggjast leggja fram kæru. „Þetta er alvarlegt mál og við þurfum að taka á því sem slíku.“
Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira