Mikilvægt skref fyrir komandi viðræður Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2018 06:26 Fyrsta opinbera heimsókn Kim Jong-un telst til tíðinda og því er ekki nema von að fólk hafi fylgst grannt með. Vísir/Getty Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsóknina síðan Kim tók við embætti árið 2011. Fjölmiðlar ytra segja að Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, og Kim hafi átt góð samtöl og „árangursríka“ fundi, til að mynda um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Kína er mikilvægasti bandamaður Norður-Kóreu og því telja fréttaskýrendur að leiðtogarnir tveir hafi verið að leggja línurnar fyrir komandi átök. Framundan er mikilvæg fundaröð þar sem fulltrúar Norður-Kóreu munu setjast niður með sendinefndum Suður-Kóreu og jafnvel Bandaríkjanna - þó það hafi ekki enn fengist staðfest. Kim Jong-un mun setjast við samningaborð með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í apríl og ætlað er að fundur með Bandaríkjaforsetanum Donald Trump fari fram í maí. Fundurinn í Kína er því sagður vera stærðarinnar skref í undirbúningnum fyrir það sem koma skal. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi litið á fundina sem tækifæri til að bera saman bækur við Kínverja og reynt að fá úr því skorið hver stefna þeirra er í málefnum Suður-Kóreu og BandaríkjannaSjá einnig: Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðsluÞrátt fyrir að Kína og Norður-Kórea hafi verið nánir bandamenn hafa samskipti ríkjanna þó verið nokkuð stirð undanfarin ár. Viðskiptaþvinganir gegn síðarnefnda ríkinu, sem Kína hefur mátt taka þátt í, hafa leikið Norður-Kóreu grátt og sárnaði stjórnvöldum í Pjongjang að Kínverjar skildu beygja sig undir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Á fundinum ítrekaði Kim við Xi að hann ætlaði sér að hætta framleiðslu kjarnavopna - en þó með skilyrðum. Þau lúta einna helst að viðbrögðum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, komi ríkin tvö með opin hug að borðinu og langi raunverulega að tryggja frið og stöðugleika í heimshlutanum þá er Norður-Kórea tilbúið í viðræður, er haft eftir Kim. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38 Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsóknina síðan Kim tók við embætti árið 2011. Fjölmiðlar ytra segja að Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, og Kim hafi átt góð samtöl og „árangursríka“ fundi, til að mynda um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Kína er mikilvægasti bandamaður Norður-Kóreu og því telja fréttaskýrendur að leiðtogarnir tveir hafi verið að leggja línurnar fyrir komandi átök. Framundan er mikilvæg fundaröð þar sem fulltrúar Norður-Kóreu munu setjast niður með sendinefndum Suður-Kóreu og jafnvel Bandaríkjanna - þó það hafi ekki enn fengist staðfest. Kim Jong-un mun setjast við samningaborð með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í apríl og ætlað er að fundur með Bandaríkjaforsetanum Donald Trump fari fram í maí. Fundurinn í Kína er því sagður vera stærðarinnar skref í undirbúningnum fyrir það sem koma skal. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi litið á fundina sem tækifæri til að bera saman bækur við Kínverja og reynt að fá úr því skorið hver stefna þeirra er í málefnum Suður-Kóreu og BandaríkjannaSjá einnig: Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðsluÞrátt fyrir að Kína og Norður-Kórea hafi verið nánir bandamenn hafa samskipti ríkjanna þó verið nokkuð stirð undanfarin ár. Viðskiptaþvinganir gegn síðarnefnda ríkinu, sem Kína hefur mátt taka þátt í, hafa leikið Norður-Kóreu grátt og sárnaði stjórnvöldum í Pjongjang að Kínverjar skildu beygja sig undir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Á fundinum ítrekaði Kim við Xi að hann ætlaði sér að hætta framleiðslu kjarnavopna - en þó með skilyrðum. Þau lúta einna helst að viðbrögðum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, komi ríkin tvö með opin hug að borðinu og langi raunverulega að tryggja frið og stöðugleika í heimshlutanum þá er Norður-Kórea tilbúið í viðræður, er haft eftir Kim.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38 Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38
Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53