Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 14:00 Gunnar Nelson vann síðast Alan Jouban í Lundúnum. vísir/getty Allar líkur er á því að Gunnar Nelson berjist á móti Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldi í Liverpool 27. maí en það verður fyrsti bardagi íslenska víkingsins síðan hann tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí í fyrra. Því er staðfestlega haldið fram að Gunnar og Magny muni etja kappi í Liverpool í lok maí. Bandaríkjamaðurinn staðfestir á Instagram að hann er kominn með bardaga en segir ekki á móti hverjum það er. Engar fregnir hafa borist úr herbúðum Gunnars. Eftir tap á móti augnpotaranum Ponzinibbio í fyrra þarf Gunnar á sigri að halda. Þetta er flottur bardagi fyrir hann að fá að mati Péturs Marinó Jónssonar, ritstjóra MMA Frétta og aðallýsanda og sérfræðings Stöðvar 2 Sports um blandaðar bardagalistir.Neil Magny er með langan faðm sem getur verið erfitt að glíma við.vísir/gettyTraustur í öllu „Neil Magny er mjög flottur bardagamaður og sennilega einn vanmetnasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann er ekki með neinn svakalegan höggþunga, er enginn galdramaður í gólfinu eða með rosalega glímuhæfileika,“ segir Pétur um hæfileika Magnys. „Hann er bara mjög traustur í öllu og það hefur skilað honum á topp tíu í veltivigtinni. Þar sem hann er ekkert að klára menn með einhverjum svaka rothöggum þá er hann oft pínu gleymdur en þetta er mjög flottur bardagamaður.“ Pétur bendir á að þessi stöðuga frammistaða Magnys hefur skilað honum bardögum á móti stórum köppum í bransanum á borð við Carlos Condit, Johny Hendricks, Hector Lombard og Kelvin Gastelum. Þetta eru allt menn sem hafa verið meistarar eða við toppinn í veltivigtinni. „Þessi bardagi mun segja okkur mikið um Gunna að mínu mati. Er Gunni topp tíu bardagamaður í UFC eða ekki? Ef Gunni getur ekki unnið Magny þá gæti það sagt okkur að Gunni sé kannski ekki meðal þeirra tíu bestu í veltivigtinni. Sigur á Magny kæmi Gunnari aftur á topp tíu og væri besti sigur hans í UFC miðað við alla styrkleikalista og þannig. Það myndi að mínu mati festa Gunna í sessi sem topp tíu bardagamaður í veltivigtinni,“ segir Pétur.Gunnar Nelson þarf á sigri að halda.vísir/gettyVerður ekki auðvelt Hann hefur lengi viljað sjá Gunnar berjast á móti hinum þrítuga Magny sem hefur unnið 20 bardaga og tapað sex á atvinnumannaferlinum, þar af er með hann með þrettán sigra og fimm töp í UFC síðan hann þreytti frumraun sína þar árið 2013. „Magny er flott nafn á ferilskrána ef Gunni vinnur og svo tel ég að stílar beggja passi ágætlega saman Gunna í vil. Magny er fínn í gólfinu en Gunni er samt talsvert betri þar. Demian Maia náði að taka Magny niður og klára hann þar og ég væri til í að sjá Gunna gera svipaða hluti. Magny hefur samt bætt sig helling í gólfinu síðan þá og mætti meðal annars á námskeið hjá Demian Maia eftir tapið.“ Bardaginn verður ekki auðveldur að mati Péturs en hann hefur tröllatrú á sigri Gunnars. Magny er þrautreyndur og undirbýr sig vel. Mikill fagmaður. „Þetta verður alls ekkert auðvelt fyrir Gunna þó ég hafi trú á sigri. Magny er með 20 cm lengri faðm en Gunni og gæti alveg haldið honum frá sér og þar af leiðandi haldið bardaganum standandi. Magny kemur líka úr góðu campi og kemur alltaf vel undirbúinn til leiks með nokkur trikk í erminni til að halda sér frá gólfinu. Ég býst bara við jöfnum og skemmtilegum bardaga,“ segir Pétur Marinó Jónsson. MMA Tengdar fréttir Gunnar sagður kominn með stóran bardaga í Liverpool Gunnar Nelson mætir líklega öflugum Bandaríkjamanni í lok maí á UFC-bardagakvöldi. 27. mars 2018 08:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira
Allar líkur er á því að Gunnar Nelson berjist á móti Bandaríkjamanninum Neil Magny á UFC-bardagakvöldi í Liverpool 27. maí en það verður fyrsti bardagi íslenska víkingsins síðan hann tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí í fyrra. Því er staðfestlega haldið fram að Gunnar og Magny muni etja kappi í Liverpool í lok maí. Bandaríkjamaðurinn staðfestir á Instagram að hann er kominn með bardaga en segir ekki á móti hverjum það er. Engar fregnir hafa borist úr herbúðum Gunnars. Eftir tap á móti augnpotaranum Ponzinibbio í fyrra þarf Gunnar á sigri að halda. Þetta er flottur bardagi fyrir hann að fá að mati Péturs Marinó Jónssonar, ritstjóra MMA Frétta og aðallýsanda og sérfræðings Stöðvar 2 Sports um blandaðar bardagalistir.Neil Magny er með langan faðm sem getur verið erfitt að glíma við.vísir/gettyTraustur í öllu „Neil Magny er mjög flottur bardagamaður og sennilega einn vanmetnasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann er ekki með neinn svakalegan höggþunga, er enginn galdramaður í gólfinu eða með rosalega glímuhæfileika,“ segir Pétur um hæfileika Magnys. „Hann er bara mjög traustur í öllu og það hefur skilað honum á topp tíu í veltivigtinni. Þar sem hann er ekkert að klára menn með einhverjum svaka rothöggum þá er hann oft pínu gleymdur en þetta er mjög flottur bardagamaður.“ Pétur bendir á að þessi stöðuga frammistaða Magnys hefur skilað honum bardögum á móti stórum köppum í bransanum á borð við Carlos Condit, Johny Hendricks, Hector Lombard og Kelvin Gastelum. Þetta eru allt menn sem hafa verið meistarar eða við toppinn í veltivigtinni. „Þessi bardagi mun segja okkur mikið um Gunna að mínu mati. Er Gunni topp tíu bardagamaður í UFC eða ekki? Ef Gunni getur ekki unnið Magny þá gæti það sagt okkur að Gunni sé kannski ekki meðal þeirra tíu bestu í veltivigtinni. Sigur á Magny kæmi Gunnari aftur á topp tíu og væri besti sigur hans í UFC miðað við alla styrkleikalista og þannig. Það myndi að mínu mati festa Gunna í sessi sem topp tíu bardagamaður í veltivigtinni,“ segir Pétur.Gunnar Nelson þarf á sigri að halda.vísir/gettyVerður ekki auðvelt Hann hefur lengi viljað sjá Gunnar berjast á móti hinum þrítuga Magny sem hefur unnið 20 bardaga og tapað sex á atvinnumannaferlinum, þar af er með hann með þrettán sigra og fimm töp í UFC síðan hann þreytti frumraun sína þar árið 2013. „Magny er flott nafn á ferilskrána ef Gunni vinnur og svo tel ég að stílar beggja passi ágætlega saman Gunna í vil. Magny er fínn í gólfinu en Gunni er samt talsvert betri þar. Demian Maia náði að taka Magny niður og klára hann þar og ég væri til í að sjá Gunna gera svipaða hluti. Magny hefur samt bætt sig helling í gólfinu síðan þá og mætti meðal annars á námskeið hjá Demian Maia eftir tapið.“ Bardaginn verður ekki auðveldur að mati Péturs en hann hefur tröllatrú á sigri Gunnars. Magny er þrautreyndur og undirbýr sig vel. Mikill fagmaður. „Þetta verður alls ekkert auðvelt fyrir Gunna þó ég hafi trú á sigri. Magny er með 20 cm lengri faðm en Gunni og gæti alveg haldið honum frá sér og þar af leiðandi haldið bardaganum standandi. Magny kemur líka úr góðu campi og kemur alltaf vel undirbúinn til leiks með nokkur trikk í erminni til að halda sér frá gólfinu. Ég býst bara við jöfnum og skemmtilegum bardaga,“ segir Pétur Marinó Jónsson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar sagður kominn með stóran bardaga í Liverpool Gunnar Nelson mætir líklega öflugum Bandaríkjamanni í lok maí á UFC-bardagakvöldi. 27. mars 2018 08:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira
Gunnar sagður kominn með stóran bardaga í Liverpool Gunnar Nelson mætir líklega öflugum Bandaríkjamanni í lok maí á UFC-bardagakvöldi. 27. mars 2018 08:00