Erlent

Breskir gyðingar ósáttir við Jeremy Corbyn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jeremy Corbyn hefur átt í vandræðum með að svara fyrir meinta gyðingaandúð.
Jeremy Corbyn hefur átt í vandræðum með að svara fyrir meinta gyðingaandúð. Vísir/AFP
Gyðingar á Bretlandi mótmæltu í gær Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, og sökuðu hann um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins.

„Hann hefur endurtekið komið fram með fólki sem er augljóslega gyðingahatarar en segist aldrei hafa heyrt ummæli þeirra. Aftur og aftur hefur Jeremy Corbyn staðið með gyðingahöturum frekar en gyðingum,“ sagði í yfirlýsingu frá tvennum samtökum breskra gyðinga í gær.

Formaðurinn svaraði í opnu bréfi þar sem hann viðurkenndi að slíkar raddir heyrðust nú á ný innan flokksins. Baðst hann afsökunar og hét því að gera sitt besta til þess að koma í veg fyrir málflutning sem þennan.

Í síðustu viku var fjallað um að Corbyn hefði árið 2012 sett spurningarmerki við að veggmynd, sem sýndi jakkafataklædda menn með stór nef spila Monopoly, yrði fjarlægð en myndin þótti fordómafull í garð gyðinga. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×