Carles Puigdemont mætti fyrir þýska dómstóla í dag Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. mars 2018 21:15 Carles Puigdemont í lögreglubíl fyrr í dag. Þýsk stjórnvöld hafa allt að 60 daga til að ákveða hvort hann verður framseldur til Spánar. Vísir/Getty Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, mætti fyrir þýska dómstóla í dag eftir að hann var handtekinn um helgina. Ólíklegt er að dómstólar muni ákveða hvort hann verði framseldur til Spánar fyrir páska. Puigdemont var handtekinn á bensínstöð nærri Schleswig í norðurhluta Þýskalands um helgina. Hann er eftirlýstur af spænskum stjórnvöldum fyrir uppreisnartilburði og hlutverk sitt í sjálfstæðishreyfingu Katalóníu. Hann var á leiðinni frá Finnlandi þar sem hann var á fundi samtaka vina Katalóníu og var förinni heitið til Belgíu þar sem hann er í sjálfskipaðri útlegð. Der Spiegel greinir frá því að Spænsk stjórnvöld hafi útvegað Þýsku lögreglunni ítarleg gögn um ferðir Puigdemont. Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Puigdemont hefði verið handtekinn í Þýskalandi. Mótmælendurnir slösuðust í átökum við lögreglu og þá voru fjórir handteknir. Dómararnir taka sinn tíma Forsetinn fyrrverandi dvaldi næturlangt í Neumünster fangelsinu en hann kom fyrir dómara í dag þar sem formleg kennsl voru borinn á hann en þýsk stjórnvöld hafa allt að 60 daga til að ákveða hvort hann verður framseldur til Spánar. Þýski lögspekingurinn Nikolaos Gazeas segir það ólíklegt að dómstólar klári málið fyrir Páska. „Í evrópskri handtökuskipun kemur fram að ákvörðun verði að liggja fyrir innan 60 daga. Í undantekningartilfellum, og það eru alltaf undantekningar, er hægt að víkka út þennan tímaramma. En við ættum ekki að gera ráð fyrir því að ákvörðun verði tekin í þessari eða næstu viku. Sérstaklega er ekki auðvelt að svara spurningunni um gagnkvæmt refsinæmi. Þess vegna held ég að dómararnir í Slésvík-Holtsetalandi muni taka sér þann tíma sem þeir þurfa til að taka ákvörðun.“ Puigdemont á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist fyrir þau meintu brot sem hann er ákærður fyrir á Spáni, þar á meðal landráð. Níu aðrir leiðtogar sjálfstæðissinna Katalóníu sitja í fangelsi. Fimm aðrir eru í útlegð. Á föstudaginn úrskurðaði Hæstiréttur Spánar að ákæra ætti 25 leiðtoga héraðsins fyrir landráð, fjárdrátt og að hlýða ekki skipunum ríkisins. Tengdar fréttir Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi. 26. mars 2018 09:04 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, mætti fyrir þýska dómstóla í dag eftir að hann var handtekinn um helgina. Ólíklegt er að dómstólar muni ákveða hvort hann verði framseldur til Spánar fyrir páska. Puigdemont var handtekinn á bensínstöð nærri Schleswig í norðurhluta Þýskalands um helgina. Hann er eftirlýstur af spænskum stjórnvöldum fyrir uppreisnartilburði og hlutverk sitt í sjálfstæðishreyfingu Katalóníu. Hann var á leiðinni frá Finnlandi þar sem hann var á fundi samtaka vina Katalóníu og var förinni heitið til Belgíu þar sem hann er í sjálfskipaðri útlegð. Der Spiegel greinir frá því að Spænsk stjórnvöld hafi útvegað Þýsku lögreglunni ítarleg gögn um ferðir Puigdemont. Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Puigdemont hefði verið handtekinn í Þýskalandi. Mótmælendurnir slösuðust í átökum við lögreglu og þá voru fjórir handteknir. Dómararnir taka sinn tíma Forsetinn fyrrverandi dvaldi næturlangt í Neumünster fangelsinu en hann kom fyrir dómara í dag þar sem formleg kennsl voru borinn á hann en þýsk stjórnvöld hafa allt að 60 daga til að ákveða hvort hann verður framseldur til Spánar. Þýski lögspekingurinn Nikolaos Gazeas segir það ólíklegt að dómstólar klári málið fyrir Páska. „Í evrópskri handtökuskipun kemur fram að ákvörðun verði að liggja fyrir innan 60 daga. Í undantekningartilfellum, og það eru alltaf undantekningar, er hægt að víkka út þennan tímaramma. En við ættum ekki að gera ráð fyrir því að ákvörðun verði tekin í þessari eða næstu viku. Sérstaklega er ekki auðvelt að svara spurningunni um gagnkvæmt refsinæmi. Þess vegna held ég að dómararnir í Slésvík-Holtsetalandi muni taka sér þann tíma sem þeir þurfa til að taka ákvörðun.“ Puigdemont á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist fyrir þau meintu brot sem hann er ákærður fyrir á Spáni, þar á meðal landráð. Níu aðrir leiðtogar sjálfstæðissinna Katalóníu sitja í fangelsi. Fimm aðrir eru í útlegð. Á föstudaginn úrskurðaði Hæstiréttur Spánar að ákæra ætti 25 leiðtoga héraðsins fyrir landráð, fjárdrátt og að hlýða ekki skipunum ríkisins.
Tengdar fréttir Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi. 26. mars 2018 09:04 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07
Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11
Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52
Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi. 26. mars 2018 09:04