Reykjavíkurborg þarf að hafa kjark til að minnka miðstýringu í skólakerfinu Þórdís Pálsdóttir skrifar 26. mars 2018 10:42 Er skólakerfið réttlátt? Eru allir að fá nám við hæfi? Þessar spurningar brenna á flestum foreldrum og kennurum í dag. Spurningarnar má ræða fram og til baka, setja í nefndir og rýnihópa - eins og núverandi meirihluti í borginni hefur verið iðinn við að gera - en einfalda svarið blasir við. Nei. Stefnurnar „Skóli án aðgreiningar“ og „Einstaklingsmiðað nám“ gefa góð fyrirheit, en því miður þá hafa þær ekki virkað sem skyldi.En hvað fór úrskeiðis? Það er í raun tvennt sem kemur til. Annars vegar hvað varðar innleiðingu sem var verulega ábótavant og hins vegar var það skortur á fjármagni til að framfylgja þeim eins og upphaflega stóð til. Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa yfir á allt kerfið, enda árgangar og bekkir mismunandi hvað varðar samsetningu og fjölda. Sjálf er ég kennari og langar því að taka algengt dæmi úr skólakerfinu: Mjög algengt er að hátt í 30 börn séu höfð í einni stofu. Hópurinn samanstendur af börnum sem vilja fá ögrun í námi, börnum sem þurfa mikla aðstoð, börnum með alls kyns raskanir t.d. ofvirkni, athyglisbrest, vanvirkni og félagsfælni. Hópurinn samanstendur sem sagt af mismunandi einstaklingum með ólíkar þarfir. Kennarinn á að komast yfir að þjónusta alla þannig að allir fái kennslu, ögrun og þjónustu við hæfi.Er þetta raunhæft? Nei, því miður. Það getur verið erfitt fyrir börn að sitja í aðstæðum sem þessum í 5 – 6 klukkustundir á dag. Á endanum hlýtur eitthvað að láta undan. Ég sjálf hef orðið vör við að áhugi á námi getur í einhverjum tilfellum minnkað. Þá hef ég einnig orðið vör við að vanlíðan og kvíði geti geri vart við sig í þessum aðstæðum. Við aðstæður sem þessar verða þau nokkuð umburðarlynd sem er gott, þau geta líka fallið í meðvirkni og það er ekki gott. Minni líkur eru á skapandi eða fjölbreyttu skólastarfi sem gerir það að verkum að börn fá ekki tækifæri til að öðlast þá færni sem „Aðalnámskráin“ gerir kröfu um. Kennarinn kemst ekki yfir verkefnin, veit að hann nær ekki að veita börnunum það sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og er því ekki að standa sig í vinnunni. Þegar kennslunni lýkur þarf hann að hlaupa í önnur verkefni eða á fundi, fylla út tilvísunarblöð, sinna teymisvinnu, setja sig inn í ný verkefni sem skólarnir eiga að taka upp að tilmælum borgaryfirvalda en þau geta verið mörg. Hann þarf einnig að undirbúa sig fyrir kennslu, fara yfir verkefni eða próf og sinna samskiptum við foreldra. Þessar aðstæður verða svo til þess að allt of margir kennarar brenna út og fara í veikindaleyfi, í mislangan tíma og sumir koma ekki aftur til vinnu. Úr þessu öllu verður eitthvert miðjumoð sem er fullkomlega óásættanlegt og gagnast fáum. Skóli án aðgreiningar snýst nefnilega ekki um skólastofu án aðgreiningar með einum kennara og e.t.v. stuðningsfulltrúa heldur að börnin fái námsefni og kennslu við hæfi og fái tækifæri til að vera þau sjálf. Í þessu felst að sérfræðingar t.a.m. iðjuþjálfar, þroskaþjálfar og talmeinafræðingar þurfa að koma að þjónustunni og þjálfa þau börn sem á því þurfa að halda. En hvað er til ráða? Sjálfstæðismenn hafa lagt til ýmsar úrbætur í þessum efnum en þar er lykilatriðið að gera skólana sjálfstæðari og aðeins meira sjálfráða og fjárráða en þeir eru í dag. Treysta því að skólastjórnendur og starfsfólk séu fagfólk sem ekki þurfi að stýra og stjórna að öllu leyti miðlægt. Með öðrum orðum verðum við að hafa kjark til að minnka miðstýringuna. Það segir sig sjálft, þetta gengur ekki upp. Þessu verðum við að breyta og þessu ætla ég að beita mér fyrir að breyta, fái Sjálfstæðisflokkurinn umboð til þess að loknum kosningum.Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi í 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Er skólakerfið réttlátt? Eru allir að fá nám við hæfi? Þessar spurningar brenna á flestum foreldrum og kennurum í dag. Spurningarnar má ræða fram og til baka, setja í nefndir og rýnihópa - eins og núverandi meirihluti í borginni hefur verið iðinn við að gera - en einfalda svarið blasir við. Nei. Stefnurnar „Skóli án aðgreiningar“ og „Einstaklingsmiðað nám“ gefa góð fyrirheit, en því miður þá hafa þær ekki virkað sem skyldi.En hvað fór úrskeiðis? Það er í raun tvennt sem kemur til. Annars vegar hvað varðar innleiðingu sem var verulega ábótavant og hins vegar var það skortur á fjármagni til að framfylgja þeim eins og upphaflega stóð til. Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa yfir á allt kerfið, enda árgangar og bekkir mismunandi hvað varðar samsetningu og fjölda. Sjálf er ég kennari og langar því að taka algengt dæmi úr skólakerfinu: Mjög algengt er að hátt í 30 börn séu höfð í einni stofu. Hópurinn samanstendur af börnum sem vilja fá ögrun í námi, börnum sem þurfa mikla aðstoð, börnum með alls kyns raskanir t.d. ofvirkni, athyglisbrest, vanvirkni og félagsfælni. Hópurinn samanstendur sem sagt af mismunandi einstaklingum með ólíkar þarfir. Kennarinn á að komast yfir að þjónusta alla þannig að allir fái kennslu, ögrun og þjónustu við hæfi.Er þetta raunhæft? Nei, því miður. Það getur verið erfitt fyrir börn að sitja í aðstæðum sem þessum í 5 – 6 klukkustundir á dag. Á endanum hlýtur eitthvað að láta undan. Ég sjálf hef orðið vör við að áhugi á námi getur í einhverjum tilfellum minnkað. Þá hef ég einnig orðið vör við að vanlíðan og kvíði geti geri vart við sig í þessum aðstæðum. Við aðstæður sem þessar verða þau nokkuð umburðarlynd sem er gott, þau geta líka fallið í meðvirkni og það er ekki gott. Minni líkur eru á skapandi eða fjölbreyttu skólastarfi sem gerir það að verkum að börn fá ekki tækifæri til að öðlast þá færni sem „Aðalnámskráin“ gerir kröfu um. Kennarinn kemst ekki yfir verkefnin, veit að hann nær ekki að veita börnunum það sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum og er því ekki að standa sig í vinnunni. Þegar kennslunni lýkur þarf hann að hlaupa í önnur verkefni eða á fundi, fylla út tilvísunarblöð, sinna teymisvinnu, setja sig inn í ný verkefni sem skólarnir eiga að taka upp að tilmælum borgaryfirvalda en þau geta verið mörg. Hann þarf einnig að undirbúa sig fyrir kennslu, fara yfir verkefni eða próf og sinna samskiptum við foreldra. Þessar aðstæður verða svo til þess að allt of margir kennarar brenna út og fara í veikindaleyfi, í mislangan tíma og sumir koma ekki aftur til vinnu. Úr þessu öllu verður eitthvert miðjumoð sem er fullkomlega óásættanlegt og gagnast fáum. Skóli án aðgreiningar snýst nefnilega ekki um skólastofu án aðgreiningar með einum kennara og e.t.v. stuðningsfulltrúa heldur að börnin fái námsefni og kennslu við hæfi og fái tækifæri til að vera þau sjálf. Í þessu felst að sérfræðingar t.a.m. iðjuþjálfar, þroskaþjálfar og talmeinafræðingar þurfa að koma að þjónustunni og þjálfa þau börn sem á því þurfa að halda. En hvað er til ráða? Sjálfstæðismenn hafa lagt til ýmsar úrbætur í þessum efnum en þar er lykilatriðið að gera skólana sjálfstæðari og aðeins meira sjálfráða og fjárráða en þeir eru í dag. Treysta því að skólastjórnendur og starfsfólk séu fagfólk sem ekki þurfi að stýra og stjórna að öllu leyti miðlægt. Með öðrum orðum verðum við að hafa kjark til að minnka miðstýringuna. Það segir sig sjálft, þetta gengur ekki upp. Þessu verðum við að breyta og þessu ætla ég að beita mér fyrir að breyta, fái Sjálfstæðisflokkurinn umboð til þess að loknum kosningum.Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi í 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun