Hétu því að heimsækja Tyrkland aldrei aftur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2018 06:00 Þóra Björg Birgisdóttir í faðmi barna sinna sem biðu spennt eftir því að fá föður sinn aftur heim. Vísir/VIlhelm „Ég trúi því varla að hann sé að koma heim. Krakkarnir eru ótrúlega spenntir að hitta hann, þau eru búin að bíða svo lengi eftir því að hitta hann,“ sagði Þóra Björg Birgisdóttir á forsíðu Fréttablaðsins á þessum degi fyrir fimm árum. Þá var tyrkneskur farbannsúrskurður yfir sambýlismanni hennar, Davíð Erni Bjarnasyni, felldur úr gildi. Davíð og Þóra höfðu verið á ferðalagi í Tyrklandi nokkrum vikum fyrr. Á markaði festu þau kaup á litlum marmarasteini og ætluðu að hafa hann með sér heim sem minjagrip. Þegar þau voru á heimleið voru þau handtekin í Anatalya eftir að steinninn fannst við gegnumlýsingu hjá tollinum. Parið grunaði ekki að hann gæti komið þeim í klandur enda höfðu þau keypt hann í túristaverslun. „Ég spyr svo hvað er í gangi og hvenær við fáum að fara? Hann segir að þetta sé merkilegur steinn og ég segi: Þú mátt eiga þennan stein, við þurfum að koma okkur heim – erum með barnapíu og þrjú börn heima. Þið megið hirða þennan stein, hann skiptir okkur engu máli,“ sagði Þóra í viðtali við Vísi þann 10. mars 2013.Sjá einnig: Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Þóru var hleypt áfram til Íslands en Davíð var eftir grunaður um að reyna að smygla fornmun úr landi. Tyrknesk lög banna að slíkir steinar séu fluttir úr landi og getur margra ára fangelsi legið við slíku broti. Davíð var í tæpan mánuð í varðhaldi ytra áður en honum var hleypt frá Tyrklandi. Þegar hann var leiddur fyrir dómara, sem taka átti afstöðu til þess hvort hann myndi vera lengur í haldi lögreglu í Tyrklandi eður ei, misbauð dómaranum framkoma Davíðs og ákvað að gera honum 700 evra sekt. Það var sökum þess að hann hafði skilið vegabréf sitt eftir en honum hafði verið tjáð að ekki væri þörf á að hafa það meðferðis. Sú sekt var síðar felld úr gildi. „Maður er svona hálfklikkaður, farinn að tala við sjálfan sig, maður er búinn að vera svo mikið einn hérna,“ sagði Davíð eftir að farbannsúrskurðurinn var felldur úr gildi. Davíð var um miðjan apríl 2013 dæmdur í rúmlega árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar fyrir brot sitt. Hann ætlar aldrei aftur til Tyrklands. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands. 25. apríl 2013 18:09 "Trúi varla að hann sé að koma“ Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni í Tyrklandi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Hann var handtekinn fyrir tæpum þremur vikum í Antalya í Tyrklandi sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. 26. mars 2013 06:00 Ætlar ekki aftur til Tyrklands Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag. 25. apríl 2013 09:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
„Ég trúi því varla að hann sé að koma heim. Krakkarnir eru ótrúlega spenntir að hitta hann, þau eru búin að bíða svo lengi eftir því að hitta hann,“ sagði Þóra Björg Birgisdóttir á forsíðu Fréttablaðsins á þessum degi fyrir fimm árum. Þá var tyrkneskur farbannsúrskurður yfir sambýlismanni hennar, Davíð Erni Bjarnasyni, felldur úr gildi. Davíð og Þóra höfðu verið á ferðalagi í Tyrklandi nokkrum vikum fyrr. Á markaði festu þau kaup á litlum marmarasteini og ætluðu að hafa hann með sér heim sem minjagrip. Þegar þau voru á heimleið voru þau handtekin í Anatalya eftir að steinninn fannst við gegnumlýsingu hjá tollinum. Parið grunaði ekki að hann gæti komið þeim í klandur enda höfðu þau keypt hann í túristaverslun. „Ég spyr svo hvað er í gangi og hvenær við fáum að fara? Hann segir að þetta sé merkilegur steinn og ég segi: Þú mátt eiga þennan stein, við þurfum að koma okkur heim – erum með barnapíu og þrjú börn heima. Þið megið hirða þennan stein, hann skiptir okkur engu máli,“ sagði Þóra í viðtali við Vísi þann 10. mars 2013.Sjá einnig: Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Þóru var hleypt áfram til Íslands en Davíð var eftir grunaður um að reyna að smygla fornmun úr landi. Tyrknesk lög banna að slíkir steinar séu fluttir úr landi og getur margra ára fangelsi legið við slíku broti. Davíð var í tæpan mánuð í varðhaldi ytra áður en honum var hleypt frá Tyrklandi. Þegar hann var leiddur fyrir dómara, sem taka átti afstöðu til þess hvort hann myndi vera lengur í haldi lögreglu í Tyrklandi eður ei, misbauð dómaranum framkoma Davíðs og ákvað að gera honum 700 evra sekt. Það var sökum þess að hann hafði skilið vegabréf sitt eftir en honum hafði verið tjáð að ekki væri þörf á að hafa það meðferðis. Sú sekt var síðar felld úr gildi. „Maður er svona hálfklikkaður, farinn að tala við sjálfan sig, maður er búinn að vera svo mikið einn hérna,“ sagði Davíð eftir að farbannsúrskurðurinn var felldur úr gildi. Davíð var um miðjan apríl 2013 dæmdur í rúmlega árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar fyrir brot sitt. Hann ætlar aldrei aftur til Tyrklands.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands. 25. apríl 2013 18:09 "Trúi varla að hann sé að koma“ Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni í Tyrklandi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Hann var handtekinn fyrir tæpum þremur vikum í Antalya í Tyrklandi sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. 26. mars 2013 06:00 Ætlar ekki aftur til Tyrklands Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag. 25. apríl 2013 09:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands. 25. apríl 2013 18:09
"Trúi varla að hann sé að koma“ Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni í Tyrklandi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Hann var handtekinn fyrir tæpum þremur vikum í Antalya í Tyrklandi sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. 26. mars 2013 06:00
Ætlar ekki aftur til Tyrklands Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag. 25. apríl 2013 09:00