Innlent

Brotist inn í bíla á Vesturgötu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Það er nóg að gera hjá lögreglunni um helgina.
Það er nóg að gera hjá lögreglunni um helgina. vísir/gva
Tilkynnt var um innbrot í bíla við sem voru staðsettir á Vesturgötu í Reykjavík klukkan hálf tvö í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Brotist var inn í tvo bíla, rúða var brotin og verðmætum stolið.

Föst í lyftu

Um fjögurleytið í dag var lögreglu tilkynnt um fólk sem var fast í lyftu í húsi við Strandgötu í Hafnarfirði. Fimm voru fastir í lyftunni sem var á milli hæða. Reykur og hitalykt var í lyftunni en erfitt var fyrir fólkið að anda. Slökkviliðið Höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang og hjálpaði fólkinu við að komast út. Enginn kvartaði undan eymslum.

Þrír fluttir á slysadeild

Um tvöleytið var lögreglunni tilkynnt um umferðaróhapp á Vesturlandsvegi við Tinda. Ekið var aftan á kyrrstæðan bíl sem kastaðist á aðra kyrrstæða bíla. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×