Enski boltinn

„United fékk Pogba ódýrt“

Dagur Lárusson skrifar
Paul Pogba í baráttunni.
Paul Pogba í baráttunni. vísir/getty
Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, segir að Manchester United hafi fengið Pogba ódýrt sumarið 2016 og hann hafi átt að kosta allaveganna 200 milljónir evra.

Paul Pogba var keyptur til Manchester United fyrir 105 milljónir evra frá Juventus sumarið 2016.

„Svo lengi sem að sjónvarpsréttar verðin halda áfram að hækka þá eiga leikmennirnir skilið að fá meira borgað,“ sagði Raiola.

„Ég set aldrei of hátt verð á þá leikmenn sem eru í umboði mínu, hitt og heldur, þú þarft aðeins að horfa á félagsskipti Pogba til Manchester United. United borguðu um 100 milljónir evra en mér finnst að þeir hefðu þurft að borga helmingi meira en það.“

„United fékk Pogba þess vegna ódýrt, hann var með klásúlu í samningi sínum sem gerði honum kleyft að ákveða sjálfur hvenær og hvert hann færi.“

„Félagið gat ekki ákveðið neitt fyrir hann og þannig á það að vera, leikmaðurinn á alltaf að hafa völdin. Juventus hefði getað selt Pogba til Real Madrid fyrir um 200 milljónir evra þannig Manchester United komst upp með að það að fá hann ódýrt.“


Tengdar fréttir

Pogba getur ekki verið ánægður hjá United

Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu, segir að lærisveinn hans í franska liðinu, Paul Pogba, geti ekki verið ánægður með stöðu sína hjá Manchester United þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar

Óvissa með framhaldið hjá Pogba

Miðjumaður Man. Utd, Paul Pogba, gat ekki spilað með liðinu gegn Liverpool um helgina vegna meiðsla og óvíst er hvort hann geti spilað í Meistaradeildinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×