Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2018 21:30 Sigurgeir Kristmannsson yfirsmiður. Í baksýn má sjá minnisvarðann um íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal en smíðin er sú stærsta í sögu ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónusta er rótgróin á Geysi. Hótelið sem nú er að rísa slær þó allt annað út.Grafísk mynd af nýja Hótel Geysi.Mynd/Hótel Geysir.Það eru Geysissystkinin Mábil og Sigurður Másbörn sem standa að verkinu en fullbúin verður byggingin samtals níuþúsund fermetrar að stærð. Stefnt er að því að hótelið klárist fyrir árslok en veitingasalir verða teknir í notkun í sumar. „Hérna er verið að reisa 77 herbergja lúxushótel, - svona fjögurra stjörnu plús,” segir Sigurgeir Kristmannsson yfirsmiður. Hann segir að veitingasalirnir leysi af gamla hótelið, sem var rifið niður í haust. Stefnt sé að því að gestir borði í nýju sölunum um miðjan júní.Gömul mynd af hótelinu og íþróttaskólanum.Mynd/Hótel Geysir.Hér verða stærri veitingasalir en menn hafa áður séð í héraðinu; þrír salir sem taka samtals áttahundruð gesti í sæti og sá stærsti fyrir 400 manns. Fjöldi manns kemur að smíðinni, eða um eða yfir þrjátíu manns, þar með taldir pípulagningamenn, rafvirkjar, verkamenn og smiðir, að sögn Sigurgeirs. Stytta af glímuköppum við hótelið er minnisvarði um frægan íþróttaskóla sem Sigurður Greipsson rak á Geysi á árunum 1927 til 1971. Það eru einmitt barnabörn hans sem reisa hótelið.Íþróttaskóli Sigurðar Greipssonar starfaði á Geysi á árunum 1927 til 1971.Mynd/Hótel Geysir.„Merkinu verður haldið mjög vel á lofti vegna þess að inni í miðjunni á þessari byggingu stendur gamli íþróttaskólinn óhreyfður, sem var byggður um 1945. Þannig að honum verður gert hátt undir höfði og hann verður þarna í óbreyttri mynd og í raun verður gerður eins og hann var í upphafi. Þannig að það verður haldið í gömlu hlutina,” segir yfirsmiðurinn.Gamli íþróttasalurinn verður inni í nýja hótelinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nánar verður fjallað um uppbygginguna í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld en þátturinn verður um nærsveitir Gullfoss og Geysis, gullna hringinn, sem orðinn er eitt mesta vaxtarsvæði landsins.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal en smíðin er sú stærsta í sögu ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónusta er rótgróin á Geysi. Hótelið sem nú er að rísa slær þó allt annað út.Grafísk mynd af nýja Hótel Geysi.Mynd/Hótel Geysir.Það eru Geysissystkinin Mábil og Sigurður Másbörn sem standa að verkinu en fullbúin verður byggingin samtals níuþúsund fermetrar að stærð. Stefnt er að því að hótelið klárist fyrir árslok en veitingasalir verða teknir í notkun í sumar. „Hérna er verið að reisa 77 herbergja lúxushótel, - svona fjögurra stjörnu plús,” segir Sigurgeir Kristmannsson yfirsmiður. Hann segir að veitingasalirnir leysi af gamla hótelið, sem var rifið niður í haust. Stefnt sé að því að gestir borði í nýju sölunum um miðjan júní.Gömul mynd af hótelinu og íþróttaskólanum.Mynd/Hótel Geysir.Hér verða stærri veitingasalir en menn hafa áður séð í héraðinu; þrír salir sem taka samtals áttahundruð gesti í sæti og sá stærsti fyrir 400 manns. Fjöldi manns kemur að smíðinni, eða um eða yfir þrjátíu manns, þar með taldir pípulagningamenn, rafvirkjar, verkamenn og smiðir, að sögn Sigurgeirs. Stytta af glímuköppum við hótelið er minnisvarði um frægan íþróttaskóla sem Sigurður Greipsson rak á Geysi á árunum 1927 til 1971. Það eru einmitt barnabörn hans sem reisa hótelið.Íþróttaskóli Sigurðar Greipssonar starfaði á Geysi á árunum 1927 til 1971.Mynd/Hótel Geysir.„Merkinu verður haldið mjög vel á lofti vegna þess að inni í miðjunni á þessari byggingu stendur gamli íþróttaskólinn óhreyfður, sem var byggður um 1945. Þannig að honum verður gert hátt undir höfði og hann verður þarna í óbreyttri mynd og í raun verður gerður eins og hann var í upphafi. Þannig að það verður haldið í gömlu hlutina,” segir yfirsmiðurinn.Gamli íþróttasalurinn verður inni í nýja hótelinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nánar verður fjallað um uppbygginguna í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld en þátturinn verður um nærsveitir Gullfoss og Geysis, gullna hringinn, sem orðinn er eitt mesta vaxtarsvæði landsins.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira