Grínistinn Helgi Steinar sagður dáinn í falsfrétt: „Ég hef alveg dáið áður, en þá oftast bara upp á sviði“ Þórdís Valsdóttir skrifar 24. mars 2018 21:30 Helgi Steinar er síður en svo dáinn, hann var ný lentur frá Benidorm þegar blaðamaður náði í hann. Skjáskot Grínistanum Helga Steinari Gunnlaugssyni brá heldur í brún í morgun þegar hann vaknaði og las minningargrein um sjálfan sig en í gær birtist falsfrétt á síðunni Global News sem greindi frá því að Helgi Steinar hefði látist á sjúkrahúsi í Reykjavík. Helgi segir að þetta sé hið furðulegasta mál en hann hefur ekki verið á sjúkrahúsi í mörg ár og er síður en svo dáinn. „Íslenski grínistinn Helgi Steinar dó á sjúkrahúsi í Reykjavík í dag eftir skammvinn veikindi, samkvæmt fjölskyldu hans. Ekki var greint frá dánarorsök hans. Íslenski uppistandarinn var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa fallið skyndilega til jarðar, sérfræðingar lýsa atvikinu sem hjartaáfalli,“ segir meðal annars í falsfréttinni. Helgi segir að hann hafi fengið fregnir af falsfréttinni frá breskum vini sínum í gær. „Hann hafði samband við mig á Facebook og spurði hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hann hafði þá verið að leita á netinu að dagsetningu á sýningu sem ég verð með í Bretlandi á næstunni og rakst á frétt þar sem sagði að ég hefði dáið,“ segir Helgi Steinar. Helgi hélt fyrst að vinur hans væri að stríða honum en svo sá hann falsfréttina sjálfur. „Þetta var augljóslega einhver fake-news eða click-bait síða, það var engin leið að hafa samband við neinn á síðunni,“ segir Helgi. Helgi getur engann veginn gert sér grein fyrir því hvers vegna hann hafi orðið fyrir valinu í þessari falsfrétt. „Félagar mínir úti sögðu við mig að ég væri ekki einu sinni „c-list celebrity“. Þetta er stórfurðulegt fyrir mér, ég er kannski þekktur á Íslandi en voða lítið annars staðar,“ segir Helgi Steinar. „Ég skil ekki hver hvatinn á bakvið þetta er og get ekki séð hvernig þeir eiga að geta fengið peninga út úr þessu eins og í „nígeríusvindlum“ svokölluðum. Ef einhver úr fjölskyldunni minni hefði séð þetta þá hefði dugað að hringja í mig til að afsanna þetta.“ Helgi Steinar birti skjáskot af falsfréttinni á Twitter síðu sinni og tilkynnti þar með að hann væri síður en svo dáinn. Stuttu síðar birti önnur vefsíða, Lead Stories, frétt þess efnis að hin upprunalega dánartilkynning væri fölsuð. „Þessi síða sem uppljóstraði um þetta segir að líklegast eigi þetta uppruna í Afríku því þessi sama síða hefur sagt falsfréttir um dauða afrískra forseta,“ segir Helgi Steinar.NO I'M NOT DEAD!I'm just hungover #FakeNews @edfringe @scotch_on_ice @Siggi_Palli @WhatXiSaid pic.twitter.com/IGtcPT5Ntf— Helgi Steinar (@helgistones) March 23, 2018 Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Grínistanum Helga Steinari Gunnlaugssyni brá heldur í brún í morgun þegar hann vaknaði og las minningargrein um sjálfan sig en í gær birtist falsfrétt á síðunni Global News sem greindi frá því að Helgi Steinar hefði látist á sjúkrahúsi í Reykjavík. Helgi segir að þetta sé hið furðulegasta mál en hann hefur ekki verið á sjúkrahúsi í mörg ár og er síður en svo dáinn. „Íslenski grínistinn Helgi Steinar dó á sjúkrahúsi í Reykjavík í dag eftir skammvinn veikindi, samkvæmt fjölskyldu hans. Ekki var greint frá dánarorsök hans. Íslenski uppistandarinn var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa fallið skyndilega til jarðar, sérfræðingar lýsa atvikinu sem hjartaáfalli,“ segir meðal annars í falsfréttinni. Helgi segir að hann hafi fengið fregnir af falsfréttinni frá breskum vini sínum í gær. „Hann hafði samband við mig á Facebook og spurði hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hann hafði þá verið að leita á netinu að dagsetningu á sýningu sem ég verð með í Bretlandi á næstunni og rakst á frétt þar sem sagði að ég hefði dáið,“ segir Helgi Steinar. Helgi hélt fyrst að vinur hans væri að stríða honum en svo sá hann falsfréttina sjálfur. „Þetta var augljóslega einhver fake-news eða click-bait síða, það var engin leið að hafa samband við neinn á síðunni,“ segir Helgi. Helgi getur engann veginn gert sér grein fyrir því hvers vegna hann hafi orðið fyrir valinu í þessari falsfrétt. „Félagar mínir úti sögðu við mig að ég væri ekki einu sinni „c-list celebrity“. Þetta er stórfurðulegt fyrir mér, ég er kannski þekktur á Íslandi en voða lítið annars staðar,“ segir Helgi Steinar. „Ég skil ekki hver hvatinn á bakvið þetta er og get ekki séð hvernig þeir eiga að geta fengið peninga út úr þessu eins og í „nígeríusvindlum“ svokölluðum. Ef einhver úr fjölskyldunni minni hefði séð þetta þá hefði dugað að hringja í mig til að afsanna þetta.“ Helgi Steinar birti skjáskot af falsfréttinni á Twitter síðu sinni og tilkynnti þar með að hann væri síður en svo dáinn. Stuttu síðar birti önnur vefsíða, Lead Stories, frétt þess efnis að hin upprunalega dánartilkynning væri fölsuð. „Þessi síða sem uppljóstraði um þetta segir að líklegast eigi þetta uppruna í Afríku því þessi sama síða hefur sagt falsfréttir um dauða afrískra forseta,“ segir Helgi Steinar.NO I'M NOT DEAD!I'm just hungover #FakeNews @edfringe @scotch_on_ice @Siggi_Palli @WhatXiSaid pic.twitter.com/IGtcPT5Ntf— Helgi Steinar (@helgistones) March 23, 2018
Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00
Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent