Átta fugla hringur skaut Ólafíu upp töfluna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. mars 2018 18:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í GR, komst naumlega í gegnum niðurskurðinn á Kia Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Hún spilaði hins vegar frábærlega á fyrri níu holunum á þriðja hring í dag og fékk meðal annars fjóra fugla í röð. Þegar Ólafía hóf leik í dag var hún á samtals á pari vallarins eftir fyrstu tvo hringina en með frábærri spilamennsku lauk hún leik á fjórum höggum undir pari og var í 27.-46. sæti. Margir af kylfingunum í toppbaráttunni áttu eftir að hefja leik þegar Ólafía kláraði og því óvíst hvar hún verður nákvæmlega í töflunni fyrir lokahringinn. Ólafía fékk samtals átta fugla í dag en fjóra skolla. Eftir fimm fugla á sex holum í fyrri hlutanum var útlitið bjart hjá Íþróttamanni ársins 2017. Hún fékk hins vegar þrjá skolla á 11., 13. og 14. holu sem komu í veg fyrir að hún næði að blanda sér í baráttu um efstu 10 sætin. Hún rétti þó leik sinn við og nældi í tvo fugla undir lokin. Með svipuðum hring á morgun er aldrei að vita hversu ofarlega Ólafía gæti endað á mótinu. Beina textalýsingu af seinni 9 holum Ólafíu má sjá hér að neðan. Bein útsending frá mótinu hefst svo á Golfstöðinni klukkan 23:00.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í GR, komst naumlega í gegnum niðurskurðinn á Kia Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Hún spilaði hins vegar frábærlega á fyrri níu holunum á þriðja hring í dag og fékk meðal annars fjóra fugla í röð. Þegar Ólafía hóf leik í dag var hún á samtals á pari vallarins eftir fyrstu tvo hringina en með frábærri spilamennsku lauk hún leik á fjórum höggum undir pari og var í 27.-46. sæti. Margir af kylfingunum í toppbaráttunni áttu eftir að hefja leik þegar Ólafía kláraði og því óvíst hvar hún verður nákvæmlega í töflunni fyrir lokahringinn. Ólafía fékk samtals átta fugla í dag en fjóra skolla. Eftir fimm fugla á sex holum í fyrri hlutanum var útlitið bjart hjá Íþróttamanni ársins 2017. Hún fékk hins vegar þrjá skolla á 11., 13. og 14. holu sem komu í veg fyrir að hún næði að blanda sér í baráttu um efstu 10 sætin. Hún rétti þó leik sinn við og nældi í tvo fugla undir lokin. Með svipuðum hring á morgun er aldrei að vita hversu ofarlega Ólafía gæti endað á mótinu. Beina textalýsingu af seinni 9 holum Ólafíu má sjá hér að neðan. Bein útsending frá mótinu hefst svo á Golfstöðinni klukkan 23:00.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira