Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2018 08:23 Trump kærir sig ekki um að transfólk gegni herþjónustu í Bandaríkjunum. Vísir/AFP Transfólk í Bandaríkjaher gætu fengið að vera þar áfram en varnarmálaráðuneytið fær heimild til að láta þá gegna störfum í samræmi við fæðingakyn þeirra samkvæmt nýrri stefnu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt. Dómstólar höfðu fryst fyrirhugað bann forsetans við herþjónustu transfólks. Þrátt fyrir að í stefnu forsetans sé kveðið á um blátt bann við því að „transfólk sem þurfa eða hafa farið í kynleiðréttingu eru gerðir vanhæfir til að gegna herþjónustu“ fær varnarmálaráðuneytið jafnframt heimild til þess að gera undantekningar að eigin geðþótta. Engu að síður hefur tilkynningin vakið mikla reiði réttindasamtaka transhermanna sem hafa heitið því að fara með málið fyrir dómstóla, að því er segir í frétt New York Times. Trump tilkynnti upphaflega um bann við transfólki í hernum í röð tísta í júlí. Varnarmálaráðuneytið fékk aðeins eins dags fyrirvara um að Trump ætlaði sér að tilkynna um bannið. Engu að síður fullyrti forsetinn að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við herforingja og hernaðasérfræðinga. Tilkynningin olli töluverðu uppnámi og óvissu þar sem henni fylgdu engar leiðbeiningar eða útfærsla á hvernig bannið kæmi til með að virka. Dómari í Washington-borg gerði ríkisstjórn hans hins vegar afturreka með bannið í október og taldi það ekki standast stjórnarskrá. Tillagan nú er sett fram eftir að Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, lagði fram tillögur að beytingum í síðasta mánuði. Í þeim vísaði hann til „verulegrar hættu“ sem fylgdi hermönnum sem vilja leiðrétta kyn sitt eða efast um kyngervi sitt. Áætlað hefur verið að á bilinu tvö til ellefu þúsund transmanneskjur gegni herþjónustu í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Transfólk í Bandaríkjaher gætu fengið að vera þar áfram en varnarmálaráðuneytið fær heimild til að láta þá gegna störfum í samræmi við fæðingakyn þeirra samkvæmt nýrri stefnu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt. Dómstólar höfðu fryst fyrirhugað bann forsetans við herþjónustu transfólks. Þrátt fyrir að í stefnu forsetans sé kveðið á um blátt bann við því að „transfólk sem þurfa eða hafa farið í kynleiðréttingu eru gerðir vanhæfir til að gegna herþjónustu“ fær varnarmálaráðuneytið jafnframt heimild til þess að gera undantekningar að eigin geðþótta. Engu að síður hefur tilkynningin vakið mikla reiði réttindasamtaka transhermanna sem hafa heitið því að fara með málið fyrir dómstóla, að því er segir í frétt New York Times. Trump tilkynnti upphaflega um bann við transfólki í hernum í röð tísta í júlí. Varnarmálaráðuneytið fékk aðeins eins dags fyrirvara um að Trump ætlaði sér að tilkynna um bannið. Engu að síður fullyrti forsetinn að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við herforingja og hernaðasérfræðinga. Tilkynningin olli töluverðu uppnámi og óvissu þar sem henni fylgdu engar leiðbeiningar eða útfærsla á hvernig bannið kæmi til með að virka. Dómari í Washington-borg gerði ríkisstjórn hans hins vegar afturreka með bannið í október og taldi það ekki standast stjórnarskrá. Tillagan nú er sett fram eftir að Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, lagði fram tillögur að beytingum í síðasta mánuði. Í þeim vísaði hann til „verulegrar hættu“ sem fylgdi hermönnum sem vilja leiðrétta kyn sitt eða efast um kyngervi sitt. Áætlað hefur verið að á bilinu tvö til ellefu þúsund transmanneskjur gegni herþjónustu í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10
Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14
Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41