Valur er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins 2018 eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í undanúrslitunum. Leikið var á aðalvelli Vals og höfðu Íslandsmeistararnir betur.
Fyrsta markið kom strax á áttundu mínútu þegar Patrick Pedersen kom Val yfir eftir sofandi hátt í varnarleik Stjörnunnar. Staðan var 1-0 í hálfleik.
Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna á 65. mínútu með góðu skoti en þá var röðin komin að Dian Acoff sem kom Val í 2-1 með marki eftir undirbúning frá Sigurði Agli.
Patrick Pedersen gerði svo annað mark sitt og þriðja mark Vals skömmu fyrir leikslok og lokatölur 3-1 fyrir Íslandsmeistarana.
Valur því komið í úrslitaleikinn. Þar mætir liðið annað hvort KA eða Grindavík en þau spila næsta fimmtudag. Úrslitaleikurinn verður svo spilaður 5. apríl.
