Leikskólastjórar segja borgina koma með of lítið og of seint Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2018 18:57 Aðgerðaáætlun í leikskólamálum var kynnt í borgarráði í gær þar sem mikil uppbygging var boðuð með allt að 800 nýjum leikskólaplássum. Einnig var fjórtán liða aðgerð kynnt til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum. En hljóðið í leikskólastjórum í Reykjavík er þó ekki sérlega gott samkvæmt Þórunni Gyðu Björnsdóttur, formanni Félags leikskólastjóra í Reykjavík og Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri, tekur undir orð hennar og segir fólk hafa mætt vonsvikið til vinnu í morgun. „Sumar tillögurnar eru hvorki fugl né fiskur," segir Þórunn og vísar til þess að fækkun barna á deildum komi ekki til framkvæmda að fullu fyrr en árið 2020. Hún segir þessar aðgerðir nauðsynlegar til að hlúa að og halda í það góða fólk sem starfi nú á leikskólanum.Þórunn er leikskólastjóri og formaður Félags leikskólastjóra í Reykjavíkvísir/skjáskot4% leikskólakennara yngri en 32 ára Valborg segir tvö ár langan tíma þegar kemur að þessu atriði. „Fækkun barna er það sem brennur á okkur. Það er það sem allir starfsmenn tala um og við erum búin að tala um þetta svo lengi," segir Valborg. Og nú þegar uppbygging er fyrirhuguð með tilheyrandi fjölgun starfsfólks, eða allt að tvö hundruð starfsgildi á næstu 4-6 árum, hlýtur að vera enn mikilvægara að halda í starfsfólkið. En staðreyndin er sú að eingöngu 28% starfsfólks á leikskóla eru leikskólakennarar og eingöngu 4% af þeim eru 32 ára og yngri.Valborg er leikskólastjóri og sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi leikskólakennaravísir/skjáskotDemba þessu inn rétt fyrir kosningar Valborg bendir á að fólk sem stundi nám í leikskólafræðum sé fólk sem starfi nú þegar á leikskólum. „Það er engin ung manneskja sem velur strax eftir stúdentspróf að verða leikskólakennari. Það er ekki til í dag. Þetta þurfum við að skoða. Þarna þurfum við að byrja,“ segir hún. Valborg var ein af þeim sem sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi sem borgin byggir aðgerðir sínar á. „Ég hélt að skrefin yrðu stærri því við höfum talað svo lengi um þetta og þeir hafa haft svo langan tíma til að hlusta. Það hefði verið hægt að gera svo mikið á þessu kjörtímabili ef við hefðum byrjað strax - en núna er stutt í kosningar og þá á allt í einu að demba þessu inn. Það er þannig lykt af þessu," segir Valborg. Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Aðgerðaáætlun í leikskólamálum var kynnt í borgarráði í gær þar sem mikil uppbygging var boðuð með allt að 800 nýjum leikskólaplássum. Einnig var fjórtán liða aðgerð kynnt til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum. En hljóðið í leikskólastjórum í Reykjavík er þó ekki sérlega gott samkvæmt Þórunni Gyðu Björnsdóttur, formanni Félags leikskólastjóra í Reykjavík og Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri, tekur undir orð hennar og segir fólk hafa mætt vonsvikið til vinnu í morgun. „Sumar tillögurnar eru hvorki fugl né fiskur," segir Þórunn og vísar til þess að fækkun barna á deildum komi ekki til framkvæmda að fullu fyrr en árið 2020. Hún segir þessar aðgerðir nauðsynlegar til að hlúa að og halda í það góða fólk sem starfi nú á leikskólanum.Þórunn er leikskólastjóri og formaður Félags leikskólastjóra í Reykjavíkvísir/skjáskot4% leikskólakennara yngri en 32 ára Valborg segir tvö ár langan tíma þegar kemur að þessu atriði. „Fækkun barna er það sem brennur á okkur. Það er það sem allir starfsmenn tala um og við erum búin að tala um þetta svo lengi," segir Valborg. Og nú þegar uppbygging er fyrirhuguð með tilheyrandi fjölgun starfsfólks, eða allt að tvö hundruð starfsgildi á næstu 4-6 árum, hlýtur að vera enn mikilvægara að halda í starfsfólkið. En staðreyndin er sú að eingöngu 28% starfsfólks á leikskóla eru leikskólakennarar og eingöngu 4% af þeim eru 32 ára og yngri.Valborg er leikskólastjóri og sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi leikskólakennaravísir/skjáskotDemba þessu inn rétt fyrir kosningar Valborg bendir á að fólk sem stundi nám í leikskólafræðum sé fólk sem starfi nú þegar á leikskólum. „Það er engin ung manneskja sem velur strax eftir stúdentspróf að verða leikskólakennari. Það er ekki til í dag. Þetta þurfum við að skoða. Þarna þurfum við að byrja,“ segir hún. Valborg var ein af þeim sem sat í nefnd um úrbætur á starfsumhverfi sem borgin byggir aðgerðir sínar á. „Ég hélt að skrefin yrðu stærri því við höfum talað svo lengi um þetta og þeir hafa haft svo langan tíma til að hlusta. Það hefði verið hægt að gera svo mikið á þessu kjörtímabili ef við hefðum byrjað strax - en núna er stutt í kosningar og þá á allt í einu að demba þessu inn. Það er þannig lykt af þessu," segir Valborg.
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira