Senda sólknúinn plastjeppa í 30 daga ferð á Suðurskautslandið Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. mars 2018 20:00 Sólknúinn plastjeppi verður prufukeyrður á íslenskum jöklum á næstu dögum í undirbúningi fyrir 30 daga för á Suðurskautslandið. Verkefninu er stýrt af hollenskum góðgerðasamtökum sem vilja vekja fólk til vitundar um endurnýtingu plastúrgangs. Þrátt fyrir að líta út eins og leikmunur úr James Bond mynd er bíllinn fullfær til aksturs, og það sem meira er – nánast alfarið búinn til úr endurnýttum plastúrgangi. Það er hins vegar ekkert James Bond-legt við hámarkshraða bílsins, sem nemur um átta og hálfum kílómetra á klukkustund. Þrátt fyrir þetta er hann óneitanlega mikil undrasmíð og var mannmergð fyrir utan Perlu norðursins þar sem hann var kynntur í dag, en verkefnið er unnið í samvinnu við hina íslensku Arctic Trucks. Hugmyndasmiðurinn hollenski, Edwin ter Velde, segir að sig hafi alltaf langað í umhverfisvænan bíl. „Ég hef því miður ekki efni á Teslu, en það er gott að eiga umhverfisvænan bíl, þannig að ég bjó bara einn slíkan til sjálfur,“ segir Edwin.Gista í bílnum í 30 daga Edwin og kona hans Liesbeth halda á Suðurskautslandið í nóvember. Á ferð sinni munu þau gista í bílnum í fimbulkulda við erfiðar aðstæður. Lítil kynding er í bílnum, en þau stefna að því að klæða sig vel og borða um 8-9 þúsund hitaeiningar á dag til að halda á sér hita. „Frá grunnbúðunum munum við aka þvert yfir suðurpólinn og til baka. Alls er ferðalagið um 2.300 kílómetrar og hækkunin um 3.000 metrar,“ segir Edwin. Bíllinn er nánast eingöngu úr bræddum plasteiningum sem eru formaðar í þrívíddarprentara, auk koltrefja og efnis sem svipar til kevlar. Þrátt fyrir að vera alls um 16 metra langur með tengivögnum vegur bíllinn aðeins 1 og hálft tonn. Edwin segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var að henda plastumbúðum af matvælum heima í Hollandi. Hann ákvað að hætta alfarið að fleygja úrgangi og nýta hann frekar til góðs. Hópurinn vonar að Suðurskautsverkefnið veiti fleirum sama innblástur. „Við viljum veita fólki innblástur og sýna því að ef þú kýst að henda ekki úrgangi þá fara hlutirnir að gerast. Á þessu er mikil þörf, enda blasa gríðarleg vandamál við okkur tengd úrgangi, sem fyrst og fremst er plast,“ segir Edwin að lokum. Suðurskautslandið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Sólknúinn plastjeppi verður prufukeyrður á íslenskum jöklum á næstu dögum í undirbúningi fyrir 30 daga för á Suðurskautslandið. Verkefninu er stýrt af hollenskum góðgerðasamtökum sem vilja vekja fólk til vitundar um endurnýtingu plastúrgangs. Þrátt fyrir að líta út eins og leikmunur úr James Bond mynd er bíllinn fullfær til aksturs, og það sem meira er – nánast alfarið búinn til úr endurnýttum plastúrgangi. Það er hins vegar ekkert James Bond-legt við hámarkshraða bílsins, sem nemur um átta og hálfum kílómetra á klukkustund. Þrátt fyrir þetta er hann óneitanlega mikil undrasmíð og var mannmergð fyrir utan Perlu norðursins þar sem hann var kynntur í dag, en verkefnið er unnið í samvinnu við hina íslensku Arctic Trucks. Hugmyndasmiðurinn hollenski, Edwin ter Velde, segir að sig hafi alltaf langað í umhverfisvænan bíl. „Ég hef því miður ekki efni á Teslu, en það er gott að eiga umhverfisvænan bíl, þannig að ég bjó bara einn slíkan til sjálfur,“ segir Edwin.Gista í bílnum í 30 daga Edwin og kona hans Liesbeth halda á Suðurskautslandið í nóvember. Á ferð sinni munu þau gista í bílnum í fimbulkulda við erfiðar aðstæður. Lítil kynding er í bílnum, en þau stefna að því að klæða sig vel og borða um 8-9 þúsund hitaeiningar á dag til að halda á sér hita. „Frá grunnbúðunum munum við aka þvert yfir suðurpólinn og til baka. Alls er ferðalagið um 2.300 kílómetrar og hækkunin um 3.000 metrar,“ segir Edwin. Bíllinn er nánast eingöngu úr bræddum plasteiningum sem eru formaðar í þrívíddarprentara, auk koltrefja og efnis sem svipar til kevlar. Þrátt fyrir að vera alls um 16 metra langur með tengivögnum vegur bíllinn aðeins 1 og hálft tonn. Edwin segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var að henda plastumbúðum af matvælum heima í Hollandi. Hann ákvað að hætta alfarið að fleygja úrgangi og nýta hann frekar til góðs. Hópurinn vonar að Suðurskautsverkefnið veiti fleirum sama innblástur. „Við viljum veita fólki innblástur og sýna því að ef þú kýst að henda ekki úrgangi þá fara hlutirnir að gerast. Á þessu er mikil þörf, enda blasa gríðarleg vandamál við okkur tengd úrgangi, sem fyrst og fremst er plast,“ segir Edwin að lokum.
Suðurskautslandið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira