Örn og skrambi á fyrsta hring Ólafíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2018 09:01 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir situr í 85. sæti á Kia Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni eftir skrautlegan fyrsta hring á mótinu í nótt. Ólafía er á einu höggi yfir pari en paraði aðeins níu holur í gær. Hún fékk einn örn, þrjá fugla, fjóra skolla og einn skramba. Hún byrjaði mótið illa þar sem hún fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. Hún náði að rétta sig af með fimm pörum í röð áður en hún fékk örn á áttundu holu og svo fugl á níundu. Ólafía var því í góðri stöðu fyrir seinni níu holurnar en hún gerði sér óleik með því að leika fyrstu fjórar holurnar á seinni níu á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún náði að rétta sinn hlut með fugli á fimmtándu og sautjándu. Ólafía sló ágætlega af teig og hitti brautina í ellefu af fjórtán skiptum. Hún púttaði svo alls 32 sinnum í nótt. Hee Young Park, Jackie Stoelting og Caroline Hedwall eru efstar á mótinu á sex höggum undir pari en eftstu 70 keppendurnir komast í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 23.00 í nótt. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir situr í 85. sæti á Kia Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni eftir skrautlegan fyrsta hring á mótinu í nótt. Ólafía er á einu höggi yfir pari en paraði aðeins níu holur í gær. Hún fékk einn örn, þrjá fugla, fjóra skolla og einn skramba. Hún byrjaði mótið illa þar sem hún fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. Hún náði að rétta sig af með fimm pörum í röð áður en hún fékk örn á áttundu holu og svo fugl á níundu. Ólafía var því í góðri stöðu fyrir seinni níu holurnar en hún gerði sér óleik með því að leika fyrstu fjórar holurnar á seinni níu á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún náði að rétta sinn hlut með fugli á fimmtándu og sautjándu. Ólafía sló ágætlega af teig og hitti brautina í ellefu af fjórtán skiptum. Hún púttaði svo alls 32 sinnum í nótt. Hee Young Park, Jackie Stoelting og Caroline Hedwall eru efstar á mótinu á sex höggum undir pari en eftstu 70 keppendurnir komast í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 23.00 í nótt.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira