Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. mars 2018 08:39 Alls hafa 48 manns leitað sér læknisaðstoðar eftir taugaeitursárásina. VÍSIR/AFP Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu hefur verið kallaður heim til skrafs og ráðagerða en ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi um daginn. Theresa May forsætisráðherra Breta, sem þegar hefur rekið 23 sendiráðsstarfsmenn til síns heima, fór í gær fram á svipaðar aðgerðir frá öðrum Evrópuríkjum. Frakkar, Pólverjar og Eystrasaltslöndin virðast öll ætla að fylgja í fótspor Breta og fleiri eru líkleg til að grípa til aðgerða. Rússar hafna algjörlega aðkomu sinni að málinu. Breskur lögreglumaður sem veiktist heiftarlega þegar hann komst í snertingu við taugaeitrið sem notað var í banatilræðinu hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eins og kom fram á Vísi í gær. Hann segir líf sitt aldrei verða samt aftur. Alls hafa 48 manns leitað sér læknisaðstoðar eftir taugaeitursárásina sem bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að baki. Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin en í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Óljóst þykir hvort að þau muni nokkru sinni ná sér af árásinni. Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Lögreglumaður sem veiktist í taugareitursárás útskrifaður Aðstoðarvarðstjórinn segir að venjulegt líf sitt verði líklega aldrei samt aftur. 22. mars 2018 18:56 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu hefur verið kallaður heim til skrafs og ráðagerða en ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi um daginn. Theresa May forsætisráðherra Breta, sem þegar hefur rekið 23 sendiráðsstarfsmenn til síns heima, fór í gær fram á svipaðar aðgerðir frá öðrum Evrópuríkjum. Frakkar, Pólverjar og Eystrasaltslöndin virðast öll ætla að fylgja í fótspor Breta og fleiri eru líkleg til að grípa til aðgerða. Rússar hafna algjörlega aðkomu sinni að málinu. Breskur lögreglumaður sem veiktist heiftarlega þegar hann komst í snertingu við taugaeitrið sem notað var í banatilræðinu hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eins og kom fram á Vísi í gær. Hann segir líf sitt aldrei verða samt aftur. Alls hafa 48 manns leitað sér læknisaðstoðar eftir taugaeitursárásina sem bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að baki. Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin en í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Óljóst þykir hvort að þau muni nokkru sinni ná sér af árásinni.
Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Lögreglumaður sem veiktist í taugareitursárás útskrifaður Aðstoðarvarðstjórinn segir að venjulegt líf sitt verði líklega aldrei samt aftur. 22. mars 2018 18:56 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30
Lögreglumaður sem veiktist í taugareitursárás útskrifaður Aðstoðarvarðstjórinn segir að venjulegt líf sitt verði líklega aldrei samt aftur. 22. mars 2018 18:56
Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00