Skrípaleikur Hörður Ægisson skrifar 23. mars 2018 07:00 Aðeins Stalín hefur verið lengur við völd á síðari tímum í Rússlandi. Með yfirburðasigri Vladímírs Pútín í nýafstöðnum forsetakosningum – hann hlaut um 75 prósenta fylgi – mun valdatíð hans, annaðhvort sem forseti eða forsætisráðherra, hafa staðið yfir í nær aldarfjórðung þegar sex ára kjörtímabil hans rennur sitt skeið 2024. Óþarfi er að fjölyrða um aðdraganda og niðurstöður kosninganna. Þær voru skrípaleikur. Ekki er hægt að tala um raunverulegar lýðræðislegar kosningar í landi þar sem fjölmiðlunum, einkum stóru sjónvarpsstöðvunum, er að stærstum hluta beitt í áróðursskyni fyrir stefnu ráðamanna í Kreml. Þótt lífskjör almennings hafi vissulega batnað til muna eftir þann glundroða sem einkenndi tíunda áratug síðasta aldar þá varpaði alþjóðlega fjármálakreppan, og í kjölfarið verðfall á olíumörkuðum, ljósi á kerfislega veikleika rússneska hagkerfisins. Ekkert sem máli skiptir hefur verið gert á undanförnum árum til að mæta þeirri staðreynd að ráðamenn í Moskvu geta ekki lengur reitt sig á hátt olíuverð til að standa undir miklum hagvexti. Þess í stað hefur ágeng utanríkisstefna Pútíns, sem hefur oft stjórnast af misráðnum skammtímasjónarmiðum fremur en einhverri djúpviturri langtímahugsun, þjónað þeim tilgangi að beina kastljósi almennings heima fyrir frá þeirri víðtæku spillingu og efnahagsstöðnun sem Rússar glíma við og viðhalda stuðningi við Pútín. Það hefur tekist. Niðurstaðan er hins vegar meðal annars sú að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland hafa núna um langt skeið einkennst af spennu og tortryggni. Viðskiptaþvinganir vesturveldanna, í kjölfar hernaðaríhlutunar Rússlands á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu, og lágt verð á olíumörkuðum hafði verulega neikvæð áhrif á rússneskt efnahagslíf með miklum fjármagnsflótta og gríðarlegu gengisfalli. Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum þá skrapp hagkerfið saman um meira en þriðjung, mælt í Bandaríkjadölum, frá 2014 til 2016. Þó samdráttur síðustu ára sé að baki, samhliða því að olíuverð hefur farið hækkandi, þá stendur Pútín núna eftir sem áður frammi fyrir þeirri áskorun hvernig eigi að nútímavæða hagkerfi Rússlands. Útflutningur og tekjur ríkissjóðs Rússlands koma enn í dag nánast einvörðungu til vegna sölu á olíu og gasi. Væntingar um að þverrandi olíuauður myndi framkalla tímabærar efnahags- og lagalegar umbætur í Rússlandi hafa reynst tálsýn ein. Rússland er um margt ónýtt ríki. Pólitískar stofnanir sem eiga að veita framkvæmdarvaldinu aðhald fyrirfinnast ekki. Helstu fjölmiðlar landsins reyna kerfisbundið að sverta og grafa undan öllum þeim sem gagnrýna stefnu stjórnvalda hverju sinni. Og það sem mestu máli skiptir: hagkerfi Rússlands stendur í reynd á brauðfótum. Kerfislægar efnahagsumbætur hafa setið á hakanum um árabil og fjárfesting í samfélagslegum innviðum er hverfandi. Að tala um Rússland og réttarríki er eins og hver önnur hlægileg öfugmæli. Þrátt fyrir þetta sýna forsetakosningarnar að Pútín nýtur enn stuðnings hjá meginþorra rússnesks almennings. Það er í senn sorglegur en sumpart skiljanlegur veruleiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Aðeins Stalín hefur verið lengur við völd á síðari tímum í Rússlandi. Með yfirburðasigri Vladímírs Pútín í nýafstöðnum forsetakosningum – hann hlaut um 75 prósenta fylgi – mun valdatíð hans, annaðhvort sem forseti eða forsætisráðherra, hafa staðið yfir í nær aldarfjórðung þegar sex ára kjörtímabil hans rennur sitt skeið 2024. Óþarfi er að fjölyrða um aðdraganda og niðurstöður kosninganna. Þær voru skrípaleikur. Ekki er hægt að tala um raunverulegar lýðræðislegar kosningar í landi þar sem fjölmiðlunum, einkum stóru sjónvarpsstöðvunum, er að stærstum hluta beitt í áróðursskyni fyrir stefnu ráðamanna í Kreml. Þótt lífskjör almennings hafi vissulega batnað til muna eftir þann glundroða sem einkenndi tíunda áratug síðasta aldar þá varpaði alþjóðlega fjármálakreppan, og í kjölfarið verðfall á olíumörkuðum, ljósi á kerfislega veikleika rússneska hagkerfisins. Ekkert sem máli skiptir hefur verið gert á undanförnum árum til að mæta þeirri staðreynd að ráðamenn í Moskvu geta ekki lengur reitt sig á hátt olíuverð til að standa undir miklum hagvexti. Þess í stað hefur ágeng utanríkisstefna Pútíns, sem hefur oft stjórnast af misráðnum skammtímasjónarmiðum fremur en einhverri djúpviturri langtímahugsun, þjónað þeim tilgangi að beina kastljósi almennings heima fyrir frá þeirri víðtæku spillingu og efnahagsstöðnun sem Rússar glíma við og viðhalda stuðningi við Pútín. Það hefur tekist. Niðurstaðan er hins vegar meðal annars sú að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland hafa núna um langt skeið einkennst af spennu og tortryggni. Viðskiptaþvinganir vesturveldanna, í kjölfar hernaðaríhlutunar Rússlands á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu, og lágt verð á olíumörkuðum hafði verulega neikvæð áhrif á rússneskt efnahagslíf með miklum fjármagnsflótta og gríðarlegu gengisfalli. Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum þá skrapp hagkerfið saman um meira en þriðjung, mælt í Bandaríkjadölum, frá 2014 til 2016. Þó samdráttur síðustu ára sé að baki, samhliða því að olíuverð hefur farið hækkandi, þá stendur Pútín núna eftir sem áður frammi fyrir þeirri áskorun hvernig eigi að nútímavæða hagkerfi Rússlands. Útflutningur og tekjur ríkissjóðs Rússlands koma enn í dag nánast einvörðungu til vegna sölu á olíu og gasi. Væntingar um að þverrandi olíuauður myndi framkalla tímabærar efnahags- og lagalegar umbætur í Rússlandi hafa reynst tálsýn ein. Rússland er um margt ónýtt ríki. Pólitískar stofnanir sem eiga að veita framkvæmdarvaldinu aðhald fyrirfinnast ekki. Helstu fjölmiðlar landsins reyna kerfisbundið að sverta og grafa undan öllum þeim sem gagnrýna stefnu stjórnvalda hverju sinni. Og það sem mestu máli skiptir: hagkerfi Rússlands stendur í reynd á brauðfótum. Kerfislægar efnahagsumbætur hafa setið á hakanum um árabil og fjárfesting í samfélagslegum innviðum er hverfandi. Að tala um Rússland og réttarríki er eins og hver önnur hlægileg öfugmæli. Þrátt fyrir þetta sýna forsetakosningarnar að Pútín nýtur enn stuðnings hjá meginþorra rússnesks almennings. Það er í senn sorglegur en sumpart skiljanlegur veruleiki.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun