Fjarskipti verða Sýn Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2018 16:42 Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Fjarskipti hf., sem var nafn á sameinuðu félagi Vodafone, heita nú Sýn hf. Þetta var ákveðið á aðalfundi Fjarskipta hf. í dag og er Sýn hf því nú heiti á sameinuðu félagi Vodafone og sameinaðrar fjölmiðlastarfsemi sem innihelur meðal annars Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og Xið 977. Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. Sýn verður þannig regnhlífavörumerki yfir 20 núverandi vörumerkja og framtíðar vörumerkja.Sýn verður regnhlífavörumerki yfir 20 núverandi vörumerkja og framtíðar vörumerkja.Í tilkynningu um þessa breytingu kemur fram að hún hafi engin áhrif á notkun eða starfsemi vörumerkjanna heldur er einungis ætlað að sameina mörg sterkustu vörumerki landsins í eina heild. Vörumerkið mun til að mynda vera notað í tengslum við reikningagerð sameinaðs félags og í tengslum við skráningu félagsins á verðbréfamarkaði og aðra almenna þætti félagsins, á sama hátt og Fjarskipti hf. var notað áður. Sýn er gamalt vörumerki sem margir muna eftir í tengslum við fjölmiðlastarfsemi. Nafnið er þó ekki síður valið með tilliti til mikilvægi þess að horfa til framtíðar á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar. „Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar er skýr stefna og framtíðarsýn fyrirtækja nauðsynleg til árangurs. Sýn starfar á spennandi mörkuðum sem munu halda áfram í hröðu breytingaferli. Við hræðumst ekki þær breytingar heldur sjáum í þeim mikil tækifæri. Nafnið mun stöðugt minna okkur á að við þurfum að halda áfram að sýna frumkvæði og sköpun í okkar rekstri til að skila árangri fyrir okkar viðskiptavini og samfélagið allt. Við ætlum okkur ekkert minna en að vera leiðtogi á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi og til þess þarf bæði skýra og nýja sýn,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar í tilkynningu um breytinguna.Vísir er í eigu Sýnar hf. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Fjarskipti hf., sem var nafn á sameinuðu félagi Vodafone, heita nú Sýn hf. Þetta var ákveðið á aðalfundi Fjarskipta hf. í dag og er Sýn hf því nú heiti á sameinuðu félagi Vodafone og sameinaðrar fjölmiðlastarfsemi sem innihelur meðal annars Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og Xið 977. Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. Sýn verður þannig regnhlífavörumerki yfir 20 núverandi vörumerkja og framtíðar vörumerkja.Sýn verður regnhlífavörumerki yfir 20 núverandi vörumerkja og framtíðar vörumerkja.Í tilkynningu um þessa breytingu kemur fram að hún hafi engin áhrif á notkun eða starfsemi vörumerkjanna heldur er einungis ætlað að sameina mörg sterkustu vörumerki landsins í eina heild. Vörumerkið mun til að mynda vera notað í tengslum við reikningagerð sameinaðs félags og í tengslum við skráningu félagsins á verðbréfamarkaði og aðra almenna þætti félagsins, á sama hátt og Fjarskipti hf. var notað áður. Sýn er gamalt vörumerki sem margir muna eftir í tengslum við fjölmiðlastarfsemi. Nafnið er þó ekki síður valið með tilliti til mikilvægi þess að horfa til framtíðar á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar. „Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar er skýr stefna og framtíðarsýn fyrirtækja nauðsynleg til árangurs. Sýn starfar á spennandi mörkuðum sem munu halda áfram í hröðu breytingaferli. Við hræðumst ekki þær breytingar heldur sjáum í þeim mikil tækifæri. Nafnið mun stöðugt minna okkur á að við þurfum að halda áfram að sýna frumkvæði og sköpun í okkar rekstri til að skila árangri fyrir okkar viðskiptavini og samfélagið allt. Við ætlum okkur ekkert minna en að vera leiðtogi á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi og til þess þarf bæði skýra og nýja sýn,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar í tilkynningu um breytinguna.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira