Viðskipti innlent

Gylfi Þór í sérstöðu hjá Pepsi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Pepsi lætur sig ekki vanta í knattspyrnugleðina.
Pepsi lætur sig ekki vanta í knattspyrnugleðina. Pepsi
Knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur skrifað undir auglýsingasamning við gosdrykkjaframleiðann Pepsi. Samningurinn lýtur að þátttöku Gylfa í alþjóðlegri auglýsingaherferð.

Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum herferðarinnar að þrátt fyrir að herferðin sé alþjóðleg sé Gylfi eini leikmaðurinn í heiminum sem fær að taka þátt sérstaklega í sínu heimalandi.

Hér að neðan má sjá flaggskip herferðarinnar, sjónvarpsauglýsingu sem skartar mörgum af þekktustu fótboltamönnum heims. Ber þar helst að nefna Carli Lloyd, Lionel Messi, Toni Kroos, Marcelo og Dele Alli.

Leikmennirnir birtast jafnframt á gosdósum Pepsi og er hver þeirra skreytt hönnun frá hönnuði úr heimalandi hvers og eins.

Hér á Íslandi var það hönnuðurinn Siggi Eggertsson sem var valinn til samstarfs. Hönnun hans má sjá hér að neðan en að sögn aðstandenda er hún innblásin af af eldfjöllum og jöklum Íslands.

Það er sagt undirstrika „hæfileika Gylfa til að bræða varnarmenn andstæðinganna og skilja markverði eftir frosna á línunni!“

Eldur og ís og Gylfi Þór Sigurðsson.pepsi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×