Ólíkindatólið og ógnir samfélagsins Sigríður Jónsdóttir skrifar 22. mars 2018 13:30 Hans Blær er hvorki endurspeglun af internettröllum samfélagsins né satíra um þá súrrealísku umræðu sem springur stundum út í íslensku samfélagi. Eftir tafir var Hans Blær eftir Eirík Örn Norðdahl frumsýnt í Tjarnarbíói síðastliðinn miðvikudag. Er þetta í annað sinn sem Eiríkur og sviðslistahópurinn vinna saman en þeirra samstarf byrjaði með hinni ágætu Illsku sem sýnd var fyrir rúmum tveimur árum . Nýtt leikrit liggur nú fyrir, frumsamið í þetta skiptið, um ólíkindatólið og samfélagsmiðlastjörnuna Hans Blævi. Form leikverksins er frekar hefðbundið og þrátt fyrir loforð um ögrun þá þarf ekki að leita lengra en til virkra í athugasemdum til að sjá grófari aðfinnslur. Framvindan er keyrð áfram af atburðum frekar en innri baráttu persónanna, sem eru reyndar fámennar, og tilraunum til hnyttni, ekki dýptar. Hans Blær þróast aldrei sem persóna, heldur verður einungis ýktari. Vandamálið við að skrifa persónu sem lýgur stöðugt er að erfitt er að gera hana trúanlega á einhvern hátt. Persónur virðast lifa í samfélagslegu tómi, svo til áreitislausar af feðraveldinu, þar sem internetið er allt umlykjandi en ekkert sett í samhengi. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að setja spurningarmerki við útfærsluna á aðalpersónunni sjálfri. Löngum hefur verið skortur á hinsegin persónum á leiksviði landsins, í öllum formum. Hans Blær er ekki sú breyting sem þörf er á. Kynsegin og hinsegin fólk er ekki einhvers konar afskræmi, uppfinning nútímans eða birtingarmynd umræðunnar í dag heldur einstaklingar sem eru að berjast fyrir sínum réttindum fyrir að vera til. Intersex manneskjur, transfólk og non-binary einstaklingar eru heldur ekki sami hluturinn. Leikararnir berjast við að færa sýninguna áfram en höktandi þó. Fyrir utan Sólveigu sem leikur móður aðalpersónunnar taka aðrir leikarar að sér hlutverk Hans Blævar á mismunandi tímapunktum lífs háns. Óöryggi lá í loftinu, þá sérstaklega hvað varðar textann, en yfirhöfuð unnu þau ágætlega með það sem fyrir þau var lagt. Sveinn Ólafur leitaði í örugga takta sem forpokaði gröfumaðurinn, Sólveig á betra hlutverk skilið en skilningslausa móðirin enda firnasterk leikkona og gaman er að sjá Jörund á sviði en hann var kannski sá eini sem tókst að gera Hans Blævi virkilega ógnandi. Sara Martí líður fyrir þunna persónusköpun þar sem hún leikur Hans Blævi áður en hán fór í kynleiðréttingu. Kjartan Darri er að þroskast vel sem leikari og vonandi bíða hans fleiri tækifæri brátt. En lítið geta leikararnir gert þegar leikstjórnin er ekki nægilega góð. Oft hefur Vigni Rafni Valþórssyni tekist vel upp en Hans Blær hangir varla saman. Framvindan skröltir af stað með löngu dansatriði, nánast eins og helgileik til að bjóða áhorfendur velkomna, sem síðan verður ekkert úr eins og með margt annað í sýningunni. Þó heppnaðist svanadans Hans Blævar fallega í lokin en var alveg á skjön við allt annað sem á undan hafði komið. Fyrir utan dansinn er ekki mikil hreyfing á sviðinu og hver sena fer fram nánast í kyrrstöðu, keyrð áfram af útskýringum. Kórinn sem kynnir Hans Blævi til leiks hverfur og tilfærslur á sviðinu eru þunglamalegar. Sviðsmyndarhönnun Brynju Björnsdóttur bjargar töluverðu, en nafns hennar er þó ekki getið í upplýsingum um sýninguna. Sviðið er tvískipt þar sem hinu hefðbundna sviði hússins hefur verið umturnað í einhvers konar sambland úr leikmyndasmiðju súrrealistanna og sjónvarpssetti frá sjöunda áratuginum. Fyrstu sætaröðunum hefur verið kippt út og þess í stað settur hár pallur. Á milli svæðanna tveggja hangir gegnsæ dula fyrri part sýningar. Þess væri óskandi að þessi hugvitsamlega hönnun hefði verið notuð á skynsamlegri hátt. Hans Blær er hvorki endurspeglun af internettröllum samfélagsins né satíra um þá súrrealísku umræðu sem springur stundum út í íslensku samfélagi. Að auki má setja stórt spurningarmerki við hvernig kyn og kynhneigð aðalpersónunnar er sett fram. Hér er ekkert nýtt undir sólinni í þunglamalegri sýningu.Niðurstaða: Stóryrðin skila sér ekki á svið. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Eftir tafir var Hans Blær eftir Eirík Örn Norðdahl frumsýnt í Tjarnarbíói síðastliðinn miðvikudag. Er þetta í annað sinn sem Eiríkur og sviðslistahópurinn vinna saman en þeirra samstarf byrjaði með hinni ágætu Illsku sem sýnd var fyrir rúmum tveimur árum . Nýtt leikrit liggur nú fyrir, frumsamið í þetta skiptið, um ólíkindatólið og samfélagsmiðlastjörnuna Hans Blævi. Form leikverksins er frekar hefðbundið og þrátt fyrir loforð um ögrun þá þarf ekki að leita lengra en til virkra í athugasemdum til að sjá grófari aðfinnslur. Framvindan er keyrð áfram af atburðum frekar en innri baráttu persónanna, sem eru reyndar fámennar, og tilraunum til hnyttni, ekki dýptar. Hans Blær þróast aldrei sem persóna, heldur verður einungis ýktari. Vandamálið við að skrifa persónu sem lýgur stöðugt er að erfitt er að gera hana trúanlega á einhvern hátt. Persónur virðast lifa í samfélagslegu tómi, svo til áreitislausar af feðraveldinu, þar sem internetið er allt umlykjandi en ekkert sett í samhengi. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að setja spurningarmerki við útfærsluna á aðalpersónunni sjálfri. Löngum hefur verið skortur á hinsegin persónum á leiksviði landsins, í öllum formum. Hans Blær er ekki sú breyting sem þörf er á. Kynsegin og hinsegin fólk er ekki einhvers konar afskræmi, uppfinning nútímans eða birtingarmynd umræðunnar í dag heldur einstaklingar sem eru að berjast fyrir sínum réttindum fyrir að vera til. Intersex manneskjur, transfólk og non-binary einstaklingar eru heldur ekki sami hluturinn. Leikararnir berjast við að færa sýninguna áfram en höktandi þó. Fyrir utan Sólveigu sem leikur móður aðalpersónunnar taka aðrir leikarar að sér hlutverk Hans Blævar á mismunandi tímapunktum lífs háns. Óöryggi lá í loftinu, þá sérstaklega hvað varðar textann, en yfirhöfuð unnu þau ágætlega með það sem fyrir þau var lagt. Sveinn Ólafur leitaði í örugga takta sem forpokaði gröfumaðurinn, Sólveig á betra hlutverk skilið en skilningslausa móðirin enda firnasterk leikkona og gaman er að sjá Jörund á sviði en hann var kannski sá eini sem tókst að gera Hans Blævi virkilega ógnandi. Sara Martí líður fyrir þunna persónusköpun þar sem hún leikur Hans Blævi áður en hán fór í kynleiðréttingu. Kjartan Darri er að þroskast vel sem leikari og vonandi bíða hans fleiri tækifæri brátt. En lítið geta leikararnir gert þegar leikstjórnin er ekki nægilega góð. Oft hefur Vigni Rafni Valþórssyni tekist vel upp en Hans Blær hangir varla saman. Framvindan skröltir af stað með löngu dansatriði, nánast eins og helgileik til að bjóða áhorfendur velkomna, sem síðan verður ekkert úr eins og með margt annað í sýningunni. Þó heppnaðist svanadans Hans Blævar fallega í lokin en var alveg á skjön við allt annað sem á undan hafði komið. Fyrir utan dansinn er ekki mikil hreyfing á sviðinu og hver sena fer fram nánast í kyrrstöðu, keyrð áfram af útskýringum. Kórinn sem kynnir Hans Blævi til leiks hverfur og tilfærslur á sviðinu eru þunglamalegar. Sviðsmyndarhönnun Brynju Björnsdóttur bjargar töluverðu, en nafns hennar er þó ekki getið í upplýsingum um sýninguna. Sviðið er tvískipt þar sem hinu hefðbundna sviði hússins hefur verið umturnað í einhvers konar sambland úr leikmyndasmiðju súrrealistanna og sjónvarpssetti frá sjöunda áratuginum. Fyrstu sætaröðunum hefur verið kippt út og þess í stað settur hár pallur. Á milli svæðanna tveggja hangir gegnsæ dula fyrri part sýningar. Þess væri óskandi að þessi hugvitsamlega hönnun hefði verið notuð á skynsamlegri hátt. Hans Blær er hvorki endurspeglun af internettröllum samfélagsins né satíra um þá súrrealísku umræðu sem springur stundum út í íslensku samfélagi. Að auki má setja stórt spurningarmerki við hvernig kyn og kynhneigð aðalpersónunnar er sett fram. Hér er ekkert nýtt undir sólinni í þunglamalegri sýningu.Niðurstaða: Stóryrðin skila sér ekki á svið.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira